Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 10
Allir skátar eru góðir lagsmenn
Treystum
vmáttukönclin
G vona, að sumarið hafi veiið
öllum skátum farsælt, og allir
hefji nú vetrarstarfið hraustir
og vinnuglaðir.
Þetta sumar og haust hefur verið við-
burðaríkt á sviði skátastarfsins. Fjölmörg
námsskeið hafa verið haldin víðsvegar um
landið og er talið, að um 700 foringjar hafi
verið á ýmis konar námsskeiðum þetta ár.
Þetta er gleðilegur vottur þess, að gróska sé
í skátastarfinu. Ekkert gefur okkur meiri
styrk í starfi en þekking og leikni á sem
flestum sviðum.
Og nú þurfum við á öllum okkar styrk
leika að halda, allri okkar kunnáttu og
þrautseigju, því að á næsta ári, skátaárinu,
þarf mörg verk að vinna fyrir skátahreyf-
inguna. Við þurfum að láta þetta fimmtug-
asta starfsár, sem nú er að hefjast, verða
starfsamt ár, svo við getum horft fram til
nýrrar hálfrar aldar vel undirbúnir og við-
búnir því að hefja merki skátahreyfingar-
innar enn hærra en fyrr.
Ég hvet ykkur skáta til starfs og dáða í
vetur. Ég beini orðum mínum til allra
skáta, pilta og stúlkna, þó einkum til for-
ingjanna, helst flokksforingjanna. Vinnið
að því, að sem flest próf verði tekin. Hvert
próf gerir skátann hæfari í starfi, styrkari
í stjórn, færari til þess að taka að sér þau
verkefni, sem honum verða falin. Gerið
hvern skátaflokk svo traustan sem verða má.
Það er uggvænlegt um þessar mundir í
heimi hér. Það þykir að vísu stórviðburður,
er Askja veltir fram glóandi hraunleðju um
langan veg og Jrevtir eldstólpum hundruð
metra í loft upp. En þetta hverfur í skugg-
ann fyrir dimmum helskýjum kjarnorku-
sprenginga, sem eitra andrúmsloftið og
sýkja börn sem fullorðna.
Það kann því að virðast næsta íítilvægt
móti hamförum náttúruafla og kjarnorku-
ógnunum stórvelda að tala um bræðralag
og friðarbönd. En slíkt er aldrei lítilvægt,
einmitt hvað mikilvægast nú að tengja og
treysta vináttubönd rneðal æskufólks um
allan heim og vinna að auknurn kynnum
meðal þjóða. Þetta hafa skátar jafnan reynt
að gera, þar sem skátastarfið hefur ekki
verið bannað.
A næsta ári vænta íslenzkir skátar þess,
að útlendir skátar, frá mörgum löndurn
heims, sæki landsmót að Þingvöllum. Búum
okkur vel undir að taka á móti þeim, tengja
vináttubönd við þá, munið, að allir skátar
eru góðir lagsmenn.
Með afmælis- og skátakveðju.
Ritað 2. nóvember 196E
92
SKATABLAÐIÐ