Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 12
kalt í skóginum núna fyrir þann sem var
lítill.
Elgkýrin sleikti bóginn á öðru ungviðinu.
Það virtist vera kærleiksvottur hennar. Hitt
dýrið stóð kyrrt með höfuðið upp að síðu
föður síns. Það bjóst líklega við, að þang-
að væri því helzt öryggis að leita. En sjálf-
ur var elgurinn ekki öruggur. Jafnvel svo
auðþekkt hljóð, er grein brotnaði af tré
eða það brakaði í trjábolum, hljómaði
fyrir eyrum hans sem byssuskot eða önnur
merki um för veiðimanna. Hjartað sló
órólegt í brjósti hans og hann hlustaði
spenntur og þefaði í allar áttir.
Elgnum fannst innra með sér, að eitt-
hvað illt væri í vændum. Þessi tilfinning
var svo áleitin, að hann gat ekki verið ró-
legur. Svona hafði honum líka liðið nótt-
ina hræðilegu fyrir mörgum árum síðan.
Þá hafði eitthvað lítið og illa lyktandi dýr
stokkið upp á hnakka hans og bitið sig þar
fast. Það hafði kostað langan bardaga og
erfiðan áður en honum tókst loksins að
kasta dýrinu af sér. Og lengi á eftir hafði
hann fundið til mikils sársauka í hálsinum
og hnakkanum í djúpum sárunum, sem
rándýrstennurnar höfðu skilið eftir.
Þegar leið á nóttina lægði storminn lít-
illega og það dró úr fjúkinu. Himininn
varð aítur blár og nokkrar stjörnur komu
í ljós. Tunglið sendi daufa geisla niður á
milli trjástofnanna. En konungur skógar-
ins stóð ennþá með hverja taug spennta og
hlustaði eftir hverju hljóði. Nákvæmlega
eins hafði hin nóttin verið, dauft tungls-
íjós inn milli trjánna, langir skuggar og
dökkur himinninn yfir.
Lengra uppi í dalnum bjó gaupa, sem
var bæði blóðþyrst og grimm. Þegar storm-
inn lægði, rak sulturinn hana út úr fylgsni
sínu. Og ekki hafði hún gengið lengi, þeg-
Elgurinn stóð með allar taugar spenntar
og hlustaði eftir hverju hljóði.
ar hið nærna lyktarskyn hennar gat greint
þefinn af heitum og blóðíylltum dýralíköm-
um, sem gátu ekki verið langt undan.
Elgurinn var orðinn rólegri eftir að megin-
hluti næturinnar hafði liðið án þess að
nokkuð bæri til tíðinda. Nú stóð hann og
lét höfuðið drjúpa niður, þar sem hann
hálfsvaf undir klettasnösinni. Ungu dýrin
tvö og kýrin höfðu lagzt niður og sváfu nú
örugg inn á milli grenitrjánna.
Gaupan læddist skref fyrir skref yfir
klettana og bjó sig undir árásarstökkið.
Augun voru útþanin af grimmtl og barma-
full af blóðþorsta. Allir vöðvar og taugar í
líkama hennar titruðu og skulfu eins og
Jrau hefðu hniprað sig saman til að búa sig
undir stökk. Og svo stökk gaupan, — beint
niður á bakið á elgnum.
Elgurinn kipptist við og reistist allur, er
gaupan læsti klóm og kjafti inn í hold hans,
síðan gaf hann frá sér ógnjjrungið öskur,
sem bergmálaði í fjöllunum í kring, og þaut
94
SKATABLAÐIÐ