Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 35

Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 35
fróðleik og fréttir til léttis í skátastarfinu, ásamt því sem það veiti þeim yndis- og ánægjustundir. Við vitum það öll, að Skátablaðið er langt frá því að fullnægja hlutverki sínu, svo vel sé, eins og málum er háttað í dag. En öflug hreyfing þarfnast öflugs málgagns, — og þess mun öflugra en Skátablaðið er nú. Auðvelt er að benda á þá leið að reyna að útbreiða blaðið meðal skátanna, auka áhuga þeirra fyrir því og hætta ekki fyrr en allir skátar á landinu séu orðnir áskrifend- ur þess. Sú leið virðist liggja ákaflega beint við, en þar er aðeins sá hængur á, að hún hefur verið reynd stöðugt síðast liðin tíu ár og ekki geíizt betur en svo, að enn er hjakk- að í sama farinu. Enda er það auðskiljan- legt, ef betur er að gáð. Við lifum á tímum blaðaútgáfu í stærri stíl en möguleikar Skátablaðsins leyfa. Hvert sem litið er, blasa við viku- og mánaðarblöð, sem gefín eru út í margföldum upplögum á við Skáta- blaðið og eru risafyrirtæki borin saman við það. Þessi tímarit eru ekki síður mikið lesin af skátum en öðrum unglingum, og þar sem útilokað er fyrir Skátablaðið að keppa við þau um stærð og efnisval, gefur auga leið, að án utanaðkomandi aðstoðar hefur það litla sem enga möguleika til að halda lífi á frjálsum blaðamarkaði nútím- ans, enda hefur það ekki tekizt hingað til. Að öllu þessu athuguðu virðist mér, að ekki sé nerna um eina leið að ræða, sem fær sé út úr þessum ógöngum. Hún er sú, að útgáfa Skátablaðsins verði færð í það horf, að árgjald skátanna til B.Í.S. verði hækkað, t. d. um tuttugu krónur, og því fé varið til útgáfunnar, en í staðinn verði öllum skát- urn á landinu sent blaðið án sérstakrar greiðslu af þeirra hálfu. Með því móti feng- ist margfalt meira fé til útgáfunnar en nú, svo að tiltölulega auðvelt ætti að vera að gefa út að minnsta kosti sex eða sjö stór og vönduð blöð á ári hverju. Og það sem mestu máli skiptir er það, að þá ætti skáta- hreyfingin á íslandi stórt og útbreitt mál- gagn, sem bærist í hendur hvers einasta skáta á landinu, — öflugt málgagn, sem sæmdi öflugri hreyfingu. Um þann þátt fjárhagshliðarinnar, sem snýr að skátunum sjálfum, er það að segja, að ársgjöldin til B.Í.S., sem nt'i eru fimmtán krónur lyrir hvern skáta, myndu þá hækka í kr. 35.00. Jafnvel þótt félögin bættu ann- arri eins upphæð við til eigin þarfa, þá gæti það varla talizt óhóflegt á þessum verð- hækkunartimum, sem við lifum nú á. Og ef tekið er tillit til þess, að fjölmörg önnur SKATABLAÐID 117

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.