Skátablaðið - 01.12.1961, Side 11
THORLEIF SÆTHER:
Eláwí’iíw*- í Aínardal
Dýrasa^a frá Noregi, sem íjallar um
barclaga utn líi eða cla itcia.
fFVIÐRlÐ hafði nú geisað í
þrjú dægur. Stormurinn þaut
yfir mýrar, sléttur og botn-
trosin stöðuvötn og mokaði
snjónum saman í stóra skafla, og fjúkið lék
í himinháum skýjum yfir trjátoppunum.
Sverir trjábolirnir skulfu svo rnikið, að ein-
staka þeirra brutu af sér greinar, þegar
þeir reyndu að fylgja hinum æðisfegu slög-
um stormsins eftir. Já, það var engu fíkara
en að síðasta nóttin væri runnin upp í skóg-
inurn, sem hafði áður verið svo friðsæll og
fullur fegurðar. Á nótt eins og þessari gat
það hent, að jafnvef sá sterkasti yrði að
láta undan. Bardaginn fyrir lífinu varð
stöðugt erfiðari og fyrir mörgurn varð hann
dauðastríðið þessa nótt.
Það var líka engu líkara en að allt líf
væri horfið úr skóginum. — Héri, sem
hafði orðið snörunni að bráð, var þegar
dauður og snjórinn hafði sféttað yfir öff
spor lians og hulið fitla líkamann undir
þykkri hvítri ábreiðu. En lrann var samt
ekki gleymdur, því snöruboginn stóð eins
og kross upp úr skaflinum þar sem hann
hafði fundið hinztu hvílu sína. — Refn-
um hafði fundizt skynsamlegast að hverfa
af sjónarsviðinu og orrinn fét snjóinn grafa
sig í kaf. Konungur skógarins, elgurinn,
safnaði fjölskyldu sinni saman í hléi af
bezta skjólinu, sem hann gat fundið.
Stormurinn og myrkrið jukust stöðugt.
Ný hörmunganótt tók við í skóginum. Uppi
í Arnardal, norður af Gauputjörn, þar sem
greniskógurinn stóð beinvaxinn og þéttur,
hafði stór elguxi leitað skjóls. Það var sjálf-
ur „Arnardalselgurinn" eins og veiðimenn-
irnir nefndu liann sín á milli. Hann var
álitinn vera einn af stærstu elguxunum á
þessurn slóðum. Margir veiðimenn höfðu
bæði séð hann og skotið á eftir honum á
haustveiðunum, en engum hafði hingað til
tekizt að vinna bug á honum. Hvínandi
byssukúlur höfðu oft þotið milli hornanna
á honum og rétt fyrir ofan hrygginn, já og
jafnvel enn þá nær. En lífinu hélt hann
enn, og hann naut þess að vera til eins og
allar aðrar lifandi verur.
Nú stóð hann ásamt elgkúnni og tveim-
nr stálpuðum afkvæmum þeirra í skjóli af
nokkrum sverum grenitrjám, þétt upp við
framskagandi klettasnös. Það var notalegt
og gott skjól þar fyrir storminum, og það
varð næstum viðkunnanlegt, þegar fjúkið
náði einstaka sinnum að þrýsta sér gegnum
barrið á grenitrjánum. Ungu elgsdýrin tvö
stóðu og létu höfuðin síga niður og voru
niðurdregin að sjá. Þeirn fannst þau vera
örugg og dreymdi líklega um sumarið með
björtum nóttum og laufguðum skógi.
Skyldi ekki vera óskaplega langt, þangað
til það kæmi aftur? Og ylvolgt dýratár
rann kannski xit úr sorgmæddu og þreyj-
andi dýrsauga. Það var svo ónotalegt og
SKATABLAÐIÐ
93