Skátablaðið - 01.12.1961, Side 25
Tröllin stóðu í hnapp umhverfis eld-
flaugina og göptu af spenningi á þessari
stóru stund. Það ríkti grafarþögn á enginu,
það var svo hljótt, að allir heyrðu það
greinilega, þegar Stappel kveikti á eld-
spýtunni. Svo stakk hann eldspýtunni inn
í brennsluhólfið, og það sem þá gerðist
mun seint gleymast í Tröllaskógi. Það varð
myrkur og það varð bjart, það brakaði og
brast, það komu þrumur og eldingar, og
með hávaða, sem bergmálaði mörg hundr-
uð kílómetra í burtu, hvarf tröllaeldflaug-
in upp fyrir trjátoppana.
Tröllunum á enginu sortnaði lyrir aug-
um og af eintómri hræðslu settust þau öll
með tölu flötum beinum á jörðina. Þegar
smám saman fór svo að birta til og reykur-
inn greiddi úr sér, þá gat að líta hlægilega
sjón. Tröllin voru öll orðin kolsvört á lit-
inn eins og negrar, það eina, sem enn sást
af þeim, voru augun og rauðu nefin sem
lýsti af.
Fyrst störðu tröllin hjálparlaus hvert á
annað, en svo fóru þau öll að hlægja og
skellihlógu af öllum mætti. Já, þau hlógu
svo að magarnir á þeirn hoppuðu nj>p og
niður. Þau veltust um á jörðinni af ein-
tómum hlátri. Svona hressilega höfðu tröll-
in ekki lilegið í næstum hundrað ár.
Þegar tröllin höfðu hlegið nægju sína
og lágu og flatmöguðu dauðuppgefin á
enginu, þá heyrðust tvær vesældarlegar
raddir frá toppnum á hæsta grenitrénu:
„Komið þið og hjálpið okkur niður.“
„Það skulum við gera,“ sögðu tröllin,
„og við þökkum ykkur kærlega fyrir þetta
allt. Þetta er það skemmtilegasta, sem við
höfum verið með í lengi. Húrra fyrir
Fífikusi og Stappel. En nú skulum við fara
heim og þvo okkur.“
„Það ætlum við líka að gera,“ sögðu
tröllatvíburarnir, og það var ekki laust við,
að þeir væru skömmustulegir á svipinn. En
innst inni voru þeir þó ánægðir, því að
þeir höfðu þó að minnsta kosti orðið
fyrstu tröllin, sem flugu í eldflaug, og þá
skipti ekki svo miklu máli, þótt þeir hefðu
ekki flogið eins langt og þeir ætluðu sér í
ujrphafi.
(Þýtt.)
ERTU GÓÐUR
FLOKKSFORINGI ?
Það er ekki alltaf auðvelt að svara þessari
sjrurningu fyrirvaralaust, en ef þú lest eftir-
farandi spurningar og svarar þeirn hrein-
skilnislega, þá getur það ef til vill auðveld-
að þér svarið.
1. Kemurðu alltaf vel undirbúinn á fundi?
2. Ertu alltaf stundvís, þ. e. a. s. fimm mín-
útum áður en fundurinn á að hefjast?
3. Mætirðu alltaf í búningi?
4. Læturðu aðstoðarflokksforingjann sjá
um fundi öðru hverju?
5. Ef þú verður að aflýsa fundi, sérðu þá
um, að allir fái að vita um það?
(i. Reynir þú að gera starfið fjölbreytt og
finna upp á einhverju skemmtilegu öðru
hverju?
7. Lestu öðru hverju fyrir skátana úr Skáta-
hreyfingunni eftir Baden-Powell?
8. Sérðu um, að skátarnir fái tækifæri til
að hlæja hressilega öðru hverju?
SKATABLAÐIÐ
107