Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 30
ust við ýms tækifæri víkingabúningi með
sverð, atgeira og skildi. Gaf þar að líta
margt af því tagi haganlega gert, og hefur
það kostað mikið starf og vinnu yfir vetur-
inn að gera alla þessa hluti. Það var því
mikil eftirvænting meðai allra, bæði skáta
og foreldra, þegar heimsóknardagurinn
rann upp. Eins og venja er á flestum slíkum
mótum var hafður næturleikur, og að þessu
sinni var hann í samræmi við víkingabún-
inginn. Kvöldið sem leikurinn skyldi háður,
söfnuðust allir saman við varðeld. Öllu
liðinu var skipt í tvo flokka, sem Torgeil og
Hildur, vikingaforingjar, réðu fvrir. Mis-
sætti vegna „manndráps" hafði orðið á
milli Torgeils og Hildar, og var konungur-
inn sjálfur kvaddur til fundar. Það féll í
hlut eina íslendingsins, sem þarna var, að
verða konungurinn þeirra. Þögn og hátíð-
leiki hvíldi yfir „víkingahernum“, þegar
konungurinn í fullum skrúða ásamt sínum
„vitru mönnum" kom inn á varðeldasvæð-
ið. Konungur hlustaði á mál þegna sinna,
ræddi málið við hina vitru og kvað síðan
upp dóm sinn. Ekki vildu foringjarnir fall-
ast á dóm konungs, sem var mjög sanngjarn,
Frá skátamessu i Dómkirkjunni.
þeir vildu heldur jafna sín mál sjálfir með
bardaga, og gerðist nú vopnagnýr mikill
og háreysti, sem endaði með að allur skar-
inn gekk til skógar, þar sem lagt var til
„orustu“, sem ekki var annað en venjuleg-
ur gullpokaleikur. Víkingarnir komu ekki
aftur fyrr en að 24 klukkutímum liðnum,
og voru þá allir orðnir „sáttir“. Einn lið-
urinn í mótinu var, að 20 víkingar, skraut-
klæddir, komu siglandi á snekkju, sem
breytt var í víkingaskip. Þegar þeir gátu
ekki siglt lengur fyrir grunnsævi, köstuðu
þeir sér í sjóinn, í öllum „herklæðum" og
óðu til lands. Ég verð að segja, að það var
tilkomumikil sjón, enda var þeim vel fagn-
að, þegar á land var stigið. Á mótinu voru
250 skátar frá 6 löndum, og hefði víst eng-
inn okkar viljað verða af þeirri ánægju að
vera þar, svo vel fór allt fram.
Að lokum vil ég geta þess, að þarna voru
skátar, bæði eldri og yngri, sem voru
ákveðnir í að koma á næsta sumri til lands
„Víkingakonungsins“.
112
SKÁTABLAÐIO