Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 37
ínnJemlar íréítiv:
SKÁTAFJÖLDI Á ÍSLANDI
Samkvæmt skýrslum skátafélaganna var skáta-
fjöldi á íslandi um s.l. áramót sem hér segir:
Ylfingar 487, ljósálfar 741, drengjaskátar 1244,
kvenskátar 1265, R.S. 269, Svannar 65, samtals
4071. Skýrslur vantaði frá fjórum félögum og
auk þess eru ekki í þessum tölum meðlimir
nýrra félaga, sem hafa gengið í Bís á s.l. starfs-
ári, svo að ætla má, að tala starfandi skáta á
landinu muni vera nálægt 4.500. Sveitir skáta,
ljósálfa og ylfinga eru alls 173 á landinu og
meðlimafélög Bís eru nú 34, en auk þess er
hafið skátastarf á þremur stöðum, Jrar sem enn
hafa ekki verið stofnuð félög.
FORINGJAÞJÁLFUN
Allmörg félög hafa gengizt fyrir flokksfor-
ingjanámskeiðum það sem af er árinu og er
ætlað, að um 450 skátar hafi sótt jsau námskeið.
Bís gekkst fyrir þremur flokksforingjanámskeið-
um s.l. sumar, í Vaglaskógi, á Úlfljótsvatni og
ísafirði, og voru þátttakendur samtals 85. Ylf-
ingaforingjanámskeið voru haldin þrjú í Reykja-
vik og á Akureyri með 52 þátttakendum frá sjö
félögum. Undirbúningsnámskeið fyrir Gilwell
námskeið voru fimm, á Akureyri, Flateyri og
Reykjavík, með 110 þátttakendum frá 25 félög-
um. Loks var svo haldið Gilwell námskeið í
haust með 24 þátttakendum, einnig svo nefnt
Smáranámskeið fyrir kvenskátaforingja með 14
þátttakendum og loks leiðbeinendanámskeið fyr-
ir væntanlega kennara á foringjanámskeiðum
með 19 þátttakendum. Odd Hopp frá Noregi,
sem er gamalkunnur íslenzkum skátum, kom
hingað og sá um Gilwell námskeiðið og leið-
beinendanámskeiðið, en Ingólfur Ármannsson
hafði mestan veg og vanda af hinum.
SKÁTARÁÐSFUNDUR
Skátaráðsfundur var haldinn í Reykjavík 28.
okt. s.l. Voru þar rædd mörg framfara- og hags-
munamál íslenzkra skáta, svo sem foringjajajálf-
un, skátaprófin, rekka- og svannastarf og bún-
ingar og merki. Auk þess voru þar fluttar skýrsl-
ur framkvæmdastjóra Bís, hátiðarnefndar og
landsmótsnefndar, og Franch Michelsen sagði
frá för sinni á alþjóðaráðstefnu drengjaskáta í
Portúgal í sept. s.l. Þá var og samþykkt upp-
taka nokkurra nýrra skátafélaga í Bís.
SKOTTUR — SKVETTUR
Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði, að sagt
var, að Skvettur í K.S.F.R. hefðu unnið verð-
laun í flokkakeppni blaðsins Flokksforinginn,
en átti að vera Skottur. Skvettur er hins vegar
foringjaflokkur í sama félagi, sem ekki té)k þátt
í keppninni, og biðjum við alla aðila hér með
afsökunar á þessu.
LANDSMÓT 1962
Akveðið hefur verið að halda afmælislands-
mót, til að minnast 50 ára afmælis skátahreyf-
ingarinnar á íslandi, á Þingvöllum 28. júlí — 7.
ágúst n.k. Undirbúningur mótsins er þegar vel
á veg kominn, og er ætlað, að það verði með
svipuðu sniði og landsmótið 1948. Gert er ráð
fyrir um 1500 þátttakendum og verður tölu-
verður hluti þeirra útlendingar. Mótsgjald er
áætlað, að verði kr. 875.00 fyrir allan tímann,
en getur J)ó breytzt, cf breytingar verða á kostn-
aðaráætlun, og fyrir Jaað fá skátarnir m. a. ferð-
SKATABLAÐIÐ
119