Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 27

Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 27
og útvarpi eiga svartir ekki upp á pallborð- ið hjá hvítum í S.-Afríku. Ég sneri mér því síðar til skátahöfðingja þeirra, A. H. John- stone, sem er háttsettur í her Suður-Afríku, og spurði hann, hvort hvítir skátar mættu starfa með svörtum, og kvað hann það vera leyfilegt. „En þú sem hermaður og opinber embættismaður, getur þú starfað óhindrað með svörtum skátum?“ „Já, enginn hefur reynt að hindra það. En ég átti í erfiðleik- um með að fá leyfi til að senda svartan skáta sem fulltrúa til Lissabon, en það tókst eins og þú hefur séð. Fréttir frá S.- Afríku eru stundum nokkuð ýktar.“ Þessi kvöldstund í St- Georgskastalanum var mjög ánægjuleg. Þarna fengu tveir skátar frá Thailandi afhent Gilwell ein- kenni sín, og gerði það John Thurman, stjórnandi Gilwell skólans í Englandi. Mjög virðuleg athöfn. Næstu tvo dagana byrjaði ráðstefnan kl. 9 fyrir hádegi og þá með framsöguerindum. Auk þess voru mörg erindi flutt á öðrum tírnurn. Umræður urðu allmiklar um hin ýmsu erindi. Þessir fluttu framsöguerindi: John 'Thurman: „The Wood-Badge Trai- ning Scheme", G. G. Gillies Wilson, stjórn- andi Gilwell skólans í Suður-Afríku: „The Handbook for National Training Comm- issioners“, Salvadore Fernandez, umboðs- maður og erindreki Alþjóðabandalags skáta í Suður-Ameríku: „Training of Profession- als“ og franskur Gilwell skáti, Fran^ois Lebouteux: „The Tasks of the National Training Commissioner.“ Alþjóðabandalag skáta hefur svissneskan Gilwell skáta í þjónustu sinni, sem heitir Robert Schweingruber, og hefir yfirumsjón með allri þjálfun og námskeiðum, þar á meðal Gilwell. Hann flutti erindi, er hann kallaði „Training Adnrinistration. Dagskrá ráðstefnunnar var nokkuð ströng, og var haldið vel áfram. Kvöldin Frá vinstri: Odcl Hopp (Noregur), Gunnar Möl- gard (Danmörk), Franch. — Báðar myndirnar með greininni eru teknar i St. Georgs kastala. voru og skipulögð að nokkru, t. d. voru eitt kvöldið sýndar kvikmyndir frá Japan og skuggamyndir frá Frakklandi. Þetta voru fræðslumyndir um skátastarf og þjálfun foringja. Ég var eini fulltrúi íslands á ráðstefn- unni. Mörg lönd sendu tvo og nokkur þrjá eða fjóra. Alls voru fulltrúarnir 76 frá 35 þjóðum. Það var upplýst þarna, að 41 þjóð hefði nú stofnað hjá sér Gilwell skóla. Aður hafa tvær alþjóðaráðstefnur verið haldnar um þjálfun skátaforingja, og voru þær haldnar í Englandi 1950 og 1954. Ég tel, að þessar ráðstefnur séu mjög þýðingarmiklar. Þarna voru mættir allir fremstu menn Alþjóðabandalags skáta og Gilwell skóla hinna ýmsu landa. Fyrir mig persónulega hafði þessi ráðstefna rnikla þýðingu. Og gefist tækifæri öðru sinni, mun ég hiklaust fara aftur. Ég hef nú sagt frá einni ráðstefnu, en þær voru haldnar þrjár, og mun ég segja frá hinum í næsta Skátablaði. Ég þakka íslenzkum skátum og öðrum, er gerðu mér mögulegt að fara þessa ferð. Með skátakveðju, Franch. SKATABLAÐIÐ 109

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.