Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 13

Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 13
eins og örskot inn í greniskóginn. Það þaut eins og leiftur gegnum luiga hans, að nú væri það komið fram, sem hann hefði fundið á sér alla nóttina. Þetta var alveg eins og nóttina hræðilegu fyrir löngu, löngu síðan. Eins og af eðlishvöt byrjaði elgurinn sama varnarbardagann og þá. Hann hljóp, hristi sig og sló hornunum aftur á bakið, eða þá að hann tók undir sig voldug stökk gegnum þéttasta greniskóginn til að hrista rándýrið af sér. En gaupan sat kyrr á hverju sem gekk. Hún var glorsoitin og hafði fundið blóðbragðið, og nú reyndi hún að læsa tönnunum eins langt og hún gat nið- ur í hálsinn á þessum stóra, heita og blóði- fyilta líkama. Marga og langa daga hafði gaupan ekki smakkað ætan bita, og þess vegna lagði hún allt sitt í bardagann. Elgurinn hrasaði, hann hafði fundið, að hinar oddhvössu rándýrstennur boruðust lengra inn í hnakkavöðvana. Gaupan fann nú blóðbragðið greinilegar. Tennur lrenn- ar voru nú komnar á kaf í skinn og hár, sem fyllti upp í nasaholur hennar hvert skipti sem hún reyndi að draga andann. Gaupan var komin að köfnun, en hún gaf sig ekki, sleppti ekki takinu. Hún hafði aðeins í eitt einasta skipti af ótalmörgum neyðzt til að gera það. Elgurinn stóri og sterki barðist í villtri hræðslu við óvin sinn og það lýsti af út- þöndum augum hans í myrkrinu. Hann virtist vera varnarlaus gagnvart þessum litla en blóðþyrsta óvini. Enn einu sinni hljóp hann með æðisgegngnum hraða inn milii nokkurra trjáa, sem báru langar og sterkar greinar. Þessi bardagaaðferð hafði bjargað honum í fyrra skiptið. En núna var gaupan betur varin bak við hornin en þá, því að þá hafði hann verið ungur og hornin höfðu vaxið mikið síðan. Og það var sjálfur „Arnardalselgurinn", senx hijóp nú samanhnipraður og varnar- laus um skóginn með dauðann á hnakka sér. Enn þá var stóra hálsæðin ósködduð, en þvkkt snjólagið tafði mikið fyrir hon- um og dró úr kröftunum. Bráðlega myndi rándýrið ná betra taki og sökkva tönnun- um dýpra, og þá væri ekki langt að bíða dauðans. Þá myndu kraftarnir minnka enn þá fljótar og dauðinn koma hægt en bít- andi og óumflýjanlega. Lög náttúrunnar og lífsins x skóginum voru miskunnarlaus og óvægin. Þetta var bardagi tveggja dýrateg- unda fyrir lífinu. Bæði þekktu þau rétt sinn og bæði vildu lifa. Elgurinn reyndi að velta sér í snjónum, en hann var svo laus og djúpur, að hann eyddi aðeins kröftunum á því. Og rándýrs- tennurnar grófust dýpra inn í holdið, — brenndu eins og eldur yfir alfan hálsinn. Svo hljóp elgurinn aftur af stað og lét sterkar trjágreinar strjúka bak sitt milli þess sem hann hristi sig á hlaupunum. En gaupan sat kyrr eins og hún væri negld föst niður á hnakka hans. Smám saman barst leikurinn niður skóglendið og niður SKATABLADIÐ 95

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.