Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 34

Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 34
EYSTEINN SIGURÐSSON: F ramííS SKÁTABLAÐSINS AÐ er gamall og góður siður að Hminnast merkra tímamóta með því að stalclra við um stund, * renna huganum aftur í fortíð- ina og hafa hliðsjón af liðnum tíma, þegar hugað er að því, hversu bezt megi haga vegferðinni inn í framtíðina. Nú standa íslenzkir skátar einmitt á slík- um tímamótum. Innan skamms munu þeir minnast hálfrar aldar afmælis hreyfingar sinnar með þeirri viðhöfn, sem slíkum við- burði hæfir, og sem liður í þeim hátíða- höldum fer nú senn að renna upp skátaár- ið 1962, en þá mun skátahreyfingin ís- lenzka reyna að kappkosta að hafa sem flesta og bezta skáta innan sinna vé- banda. Því ber ekki að neita, að mörg undanfar- in ár hefur höfuðmálgagn íslenzkra skáta, Skátablaðið, verið hálfgert vandræðabarn á skátaheimilinu íslenzka. Blaðið hefur komið oft óreglulega út, það hefur haft til- tölulega fáa áskrifendur, og einnig hefur það barizt í bökkum fjárhagslega og oft orð- ið stórtap á rekstri þess. Áhugi skátaforingj- anna, og þá jafnframt skátanna sjálfra, hef- ur og verið dræmur fyrir hag blaðsins, enda eðlilegt, þar sem útgáfa þess og rekstur all- ur hefur gengið svo brösótt. Á öllum meiri háttar ráðstefnum skáta, svo sem Skáta- þingum, hefur útgáfa blaðsins verið fastur dagskrárliður, en sjaldnast komið fram neitt raunhælt til úrbóta. Þetta ófremdarástand á sér vissulega sín- ar orsakir. Þegar útgáfa Skátablaðsins stóð með sem mestum blóma á stríðsárunum síð- ari og fyrst eftir þau, var óvenjumikil og almenn fjárhagsleg velmegun í landinu. Það gerði það aftur að verkum, að sala Skátablaðsins varð tiltölulega auðveld við- fangs, og auðveldaði jafnframt söfnun aug- lýsinga, sem voru og eru enn annar helzti tekjustofn blaðsins. Síðan hefur eins og öll- um er kunnugt þrengt mjög fyrir dyrum hjá mörgum, og hefur það ekki hvað sízt bitnað á tekjustofnun Skátablaðsins, svo að blaðið, sem áður kom út sex sinnum á ári og birti lesmál fyrir skáta á um það bil tvö hundruð síðum árlega, gerir nú ekki betur en að birtast fjórum sinnum á ári með lesmálssíðufjölda, sem gott þykir, ef losar hundraðið. Fjárhagsafkoman er með af- brigðum léleg, og peningaörðugleikarnir vaxa með hverju árinu sem líður. Þetta er ófremdarástand og úr þessu þarf að bæta. íslenzka skátahreyfingin er öflug og sterk, en engum mun blandast hugur um, að vilji hún halda styrkleika sínum áfram, þá sé henni meiri nauðsyn á fáu öðru en að eiga sér öflugt og útbreitt mál- gagn, sem sé tengiliður skátanna um allt land, túlki skoðanir þeirra og flytji þeim 116 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.