Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 19
toi SÍÐAN
SKRYTLUR
Tungumál heimsíns
Hefurðu nokkra hugmynd um það, hvaða
tungumál sé talað af flestu fólki í heimin-
um? Hér korna nýjustu tölur um það, live
margir tala nokkur helztu tungumálin:
Kínverska . 460 milljónir.
Enska . 250 -
Hindnstanska . . . 160 —
Spænska . 140 —
Rússneska . 130 —
Þýzka . 100 —
Japanska . 95 —
Arabiska . 80 —
Bengalska 75 —
Portúgalska .. .. —
Franska 65 —
Italska . 55 —
Við höfurn víst aldrei sagt ykkur frá litlu
músinni, sem var í fyrsta skipti ein úti að
ganga. Skyndilega kom hún auga á leðurblöku,
sem flögraði um í loftinu. Litla músin horfði
andartak undrandi á leðurblökuna, og svo flýtti
hún sér heim og kallaði til mömmu sinnar,
strax og hún kom inn í holuna:
„Mamma, mamma, ég sá engil!“
☆
Það var suður í Afríku. Tveir veiðimenn sátu
saman í tjaldi og rifust unt, hvor þeirra væri
betri skytta.
„Ég skal veðja við þig hundrað krónum um
að ég geti farið út í skóg og verið búinn að
skjóta Ijón eftir hálftíma,“ sagði annar þeirra,
sem hét Stone.
„Ég tek veðmálinu," svaraði hinn, og Stone
greip byssuna sína og hvarf. Eftir hálftíma kom
stórt ljón og stakk höfðinu inn í tjaldið.
„Þekkið þér mann, sem heitir Stone?“ spurði
ljónið.
„Já," svaraði veiðimaðurinn, „er eitthvað með
hann?“
„Ekki annað en það, að hann skuldar yður
hundrað krónur," svaraði ljónið og sleikti út
um, um leið og Jrað gekk í burtu.
„Þnð er eitthvað bogið við spegilinn i mynda-
vélinni.“
SKATABLAÐIÐ
101