Skátablaðið - 01.12.1961, Side 14
undir Gauputjörn. Elgurinn stóri dró
þungt andann og það dró smám saman af
honurn eftir því sem snjórinn varð dýpri
og þyngri undir fæti niðri á láglendinu.
Skyndilega stanzaði hann og rak upp
sársaukaörskur. Öll hin logandi lífslöngun
þessa stóra dýrs var lögð í þetta öskur. Og
langt, langt í burtu heyrði elgurinn, að
bergmálið svaraði honum. Við það blossaði
kjarkurinn upp hjá honum aftur, og með
endurvöknuðum kröftum hóf hann aftur
bardagann fyrir lífinu, sem einnig var
„Arnardalselgnum" svo kært. Svo hljóp
hann út á botnfrosið stöðuvatnið og beitti
síðustu kröftum sínum til að grafa sig nið-
ur úr lausasnjónum og niður á sléttan og
harðan ísinn.
Svo velti elgurinn sér skyndilega á bakið
og velti sér síðan fram og aftur á rennislétt-
um og grjóthörðum ísnum. Hann þrýsti
hnakkanum og hálsinum með öllum sín-
um þunga niður á ísinn, og þegar hann
stóð svo að lokum á fætur, var engin gaupa
þar lengur. Hún hafði samt ekki marizt
niður \'ið ísinn, heldur hafði hún séð
hverju fram fór og á síðustu stundu hafði
henni tekizt að sleppa. En þegar hún brölti
út í snjóinn, fékk hún þungt högg af grjót-
hörðum klaufum elgsins, sem kastaði henni
góðan spöl áfram. Og hún stakk við á ein-
um fætinum, þegar hún hraðaði sér burtu
og óð snjóinn upp í rniðjar síður.
En elgurinn sneri til baka og fylgdi
sporum sínum aftur upp í skóginn, þar
sem kýrin og ungu dýrin tvö biðu þess
með óþreyju, að hann kæmi aftur. Enn þá
einu sinni hafði „Arnardalselgurinn“ bar-
izt fyrir lífi sínu, — og unnið.
Skátar!
A næsta ári, 2. nóvember 1962, eru liðin
50 ár síðan fyrsta skátasveitin var stofnuð
á íslandi.
Bandalag íslenzkra skáta hefur ákveðið
að halda afmæli þetta hátíðlegt og falið sér-
stakri hátíðarnefnd að annast undirbúning,
annan en undirbúning hátíðarlandsmóts,
sem falinn hefur verið sérstakri mótsnefnd.
Hátíðarnefndin telur, að afmælisins
verði bezt minnzt með því að gera nú átak
til að efla og bæta skátastarfið i landinu.
Mun nefndin reyna að leggja skátastarfinu
lið með ýmsum hætti og treystir því, að
hver notfæri sér störf nefndarinnar eftir
því sem kostur er og leggi henni lið, ef þess
kann að vera óskað.
í samræmi við þetta hefur nefndin geng-
izt fyrir keppni skátaflokka á landinu öllu,
sér fyrir pilta og sér fyrir stúlkur. Þátttöku-
flokkarnir eru 163, og verður fróðlegt að
sjá, hvaða félög leggja til beztu flokkana.
Um störf nefndarinnar verður ekki frek-
ar ritað að sinni, en ef þið, góðir skátar,
hafið fengið hugmyndir um eitthvað, sem
þið teljið eiga að vera liður í hátíðarhöld-
unum, þá skrifið þið til Bandalags íslenzkra
skáta, pósthólf 831, Reykjavík, og merkið
bréfið hátíðarnefndinni.
Nefndin sendir ykkur óskir um gott vetr-
arstarf.
Með skátakveðju,
Hátíðarnefnd
Bandalags ísl. skáta.
96
SKATABLAÐID