Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Side 36

Skátablaðið - 01.12.1961, Side 36
æskulýðsfélög, t. d. íþróttafélög, innheimta ársgjöld af meðlimum sínum, sem nema eitt til tvöhundruð krónum, þá getur þetta ekki talizt mikið miðað við allt það sem skáta- félögin láta meðlimum sínum í té. Er og ótrúlegt, að foreldrar myndu amast við að greiða þessa upphæð fyrir börn sín, ef þau í staðinn vissu af þeim í góðum félagsskap við holl og þroskandi störf. Um ýmis minni háttar framkvæmdar- atriði í sambandi við þessa breytingu yrði að sjálfsögðu að fjalla eftir því sem þau kæmu fram. Til dæmis mætti telja eðlilegt, að þessi breyting væri ekki látin ganga yfir ylfinga og Ijósálfa, heldur aðeins yfir skáta, 11 ára og eldri, og að sjálfsögðu væri rétt að gefa gömlum skátum og áhugamönnum um skátastarf kost á að vera áfram áskrif- endur að blaðinu gegn hæfilegu áskriftar- gjaldi. Dreifingunni mætti til dæmis haga þannig, að í hverju félagi eða hverri deild, þar :em stærri félög eru, væri skipaður sér- stakur embættismaður, sem annaðist dreif- ingu blaðsins til skátanna. Til að tryggja enn betur, að blaðið kæmist til skila, mætti t. .d auglýsa það í útvarpi, þegar blaðið kæmi út, og benda skátunum á að vitja þess til umboðsmanna. Með þessu fyrir- komulagi væri að sjálfsögðu ekki girt fyrir, að fleiri en eitt eintak bærist inn á heim- ili, þar sem systkini væru fleiri en eitt skát- ar, en þar sem um hollt og gott lestrarefni er að ræða, ætti slíkt ekki að koma að sök, enda er ekki um svo stórt fjárhagsatriði að ræða. Það er óbifanleg sannfæring mín, að sú breyting, sem hér fyrir framan er lýst, sé eina leiðin, sem fær sé til að koma útgáfu Skátablaðsins aftur í viðunandi horf. Þetta sama fyrirkomulag var notað fyrsta áratug- inn, sem Skátablaðið kom út, og þótt útgáf- an hafi gengið vel fyrstu árin eftir að henni var breytt í núverandi horf, þá stafaði það fyrst og fremst af óvenjulegri fjárhagsvel- megun í landinu. Nú blasa aðeins við tvær leiðir fyrir íslenzka skáta til að haga fram- tíðarrekstri Skátablaðsins eftir, önnur er sú að láta allt hjakka í sama farinu og verið hefur, láta blaðið koma óreglulega og sjald- an út og borga meiri eða minni taprekstur á því á ári hverju; og hin leiðin er að hækka ársgjöldin til B.Í.S., senda öllum skátum landsins í þess stað stórt og vandað Skáta- blað annan hvern mánuð eða oftar og tryggja jafnframt örugga fjárhagsafkomu blaðsins og hallalausan rekstur þess. Það er stefnt að því að láta komandi ár, — Skátaárið, — verða ár öflugrar og sterkrar skátahreyfingar á íslandi. Ef svo á að geta orðið, er fátt öllu nauðsynlegra en að þessi öfluga hreyfing eigi sér útbreitt og víðlesið Skátablað að málgagni. 118 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.