Skátablaðið - 01.12.1961, Side 24
tröllastrákarnir breiddu úr teikningum
sínum á enginu og byrjuðu að srníða.
„Við komum bráðum,“ hrópaði Stappel
og veifaði til mánans, sem lýsti á himnin-
um, sívalur og brosandi.
Gamall ofn varð búkur eldflaugarinnar
og stall, til að láta hana standa á, gerðu
þeir úr gömlu járnrúmi.
Smám saman miðaði verkinu áfrarn. Þeir
hömruðu og skrúfuðu, slógu og boruðu,
og ekki leið á löngu þar til að úti á eng-
inu fór að vaxa eitthvað upp, sem í raun
og sannleika var ekki ólíkt þeim tungleld-
flaugum, sem við mennirnir sjáum svo oft
á myndum.
Það safnaðist saman tröllafólk nær og
fjær að á enginu, þar sem þessi ævintýra-
legi hlutur átti að leggja af stað. Allir
vildu hjálpa til á þessu tröllasögulega
augnabliki eða að minnsta kosti vera við-
staddir, þegar ferðin hæfist. Þess vegna
vantaði hvorki hjálpsama fætur, hendur
né rófur til að gera það sem gera þurfti.
Einn, tveir og þrír, og svo var trölla-
eldflaugin tilbúin, já, það gekk raunveru-
lega svona fljótt fyrir sig. Og þarna stóð
hún og það glampaði á hana í tunglsljós-
inu, og öll tröllin í skóginum virtu hana
fyrir sér með lotningu.
„Nú eigum við eftir að skíra hana,“ til-
kynnti Fífikus með hárri röddu, þar sem
hann stóð á toppnum á eldflauginni, „og
síðan fljúgum við Stappel af stað."
„Tröllus á hún að heita,“ sagði trölla-
mamma, og öllum fannst það vera reglu-
lega gott nafn.
Stappel málaði nafnið með stórum, livít-
um bókstöfum á eldflaugina, en öll tröllin
hrópuðu ferfalt húrra.
„Já, þá erum við reiðubúnir að fara af
stað. Stappel, fylltu benzíngeymana.“
„Skal gert, skipstjóri," svaraði Stappel,
og svo stakk hann öllu því eldfima, sem
Eldjlaugin þaiit af stað með brauki og bramli.
hægt var að finna í Tröllaskóginum, neðst
inn í eldflaugina. Það voru ljósmyndafilm-
ur og steinolía, brennsluspritt og gúmmí,
benzín og dýnamitsprengja og margt, margt
fleira.
„Nú er ekki rúm fyrir meira,“ sagði
Stappel, „á ég að kveikja á því, Fifikus?"
„Andartak, bróðir,“ og það var ekki laust
við, að Fífikus væri orðinn hátíðlegur í
málrómnum, „ég ætlaði aðeins að kveðja
ykkur, gott fólk, við sjáumst bráðum aftur
og þakka ykkur fyrir hjálpina."
106
SKATABLADIÐ