Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Side 38

Skátablaðið - 01.12.1961, Side 38
ir til og frá mótsstað og Reykjavík og efni í allan mat, en matseldina verður hvert félag að annast sjálft. Sparimerki verða gefin út fyrir mótið, sem gilda sem greiðsla upp í mótsgjald- ið. Það nýmæli verður tekið upp þarna, sem ekki hefur þekkzt hérlendis áður, að auk að- skilinna tjaldbúða fyrir drengi og stúlkur, verða þarna fjölskyldutjaldbúðir fyrir þá uppkomna skáta, sem óska að taka fjölskyldur sínar með. Þess má og geta til gamans, að heildarkostnað- urinn við mótið verður varla undir kr. 1.300.000.00. Auglýsingabæklingur með nánari upplýsingum verður væntanlega sendur félög- unum fljótlega eftir áramótin. Erlendar fréttir: GILWELL PARK WITAN var nafnið á móti, sem var haldið í Gilwell Park í ágúst s.l. í annað skipti. Þátt- takendurnir voru allir skátar, sem stunda nám við liáskóla í Evrópu, liinum nálægari Austur- löndum og Norður-Afríku. Flestir erlendu gest- irnir bjuggu fyrir og eftir mótið sem gestir á enskum heimilum. NOREGUR Á s.l. ári sýndi talning, að norskum skátum hafði fækkað um eitt þúsund á árinu, svo að skátarnir þar eru nú aðeins um 26.000. SAUDI-ARABIA Bandalagið þar hefur nýlega móttekið að gjöf 20.000 m2 landssvæði, sem ætlað er sem útilegusvæði fyrir þarlenda skáta. FILIPPSEYJAR Á Filippseyjum var haldið stórt skátamót í maí s.l. til að minnast 25 ára afmælis skáta- starfsins þar. Þátttakendur voru um 4.000, þ. á. m. gestir frá Bandaríkjunum, Ivína og Israel, og fór mótið fram með mikilli prýði. LÍFGUN ÚR DAUÐADÁI Átta ára gamlir tvíburar á Nýja-Sjálandi, sem báðir voru ylfingar, vissu alveg hvað þeir áttu að gera, þegar yngri bróðir þeirra datt í læk, sem rann nálægt heimili þeirra. Þeir höfðu lært allt um það á ylfingafundum . . ., og jtegar þeir komu rennvotir heirn, sögðu þeir móður sinni svo frá: „Við drógum liann i land, en þegar við ætluðum að fara að gera á honum lífgunartil- raunir, þá stóð hann bara upp og gekk burt.“ skatahótel í rotterdam Hollenzkir skátar eiga skátaheimili í Rotter- dam, þar sem þeir halda jafnframt uppi gist- ingu, og við liöfum nýlega séð í erlendu skáta- blaði, að þangað séu allir erlendir skátar hjart- anlega velkomnir. F'rekari upplýsingar veitir D. B. Hartkoorn, R.M., Stationssingel 45a, Rott- erdam, 4, Netherlands. FATASÖFNUN Á HAITI Kven- og drengjaskátar á Haiti gengust nýlega fvrir mikilli fatasöfnun í landi sínu handa fá- tækum. Á annað þúsund skátar gengu hús úr húsi um allt landið og söfnuðu saman úrgangs- fatnaði, og árangurinn varð stórkostlegur. 8000 flíkur söfnuðust og 700 pör af skóm. Skátarnir hreinsuðu fötin síðan og gerðu við þau, og af- hentu þau síðan góðgerðastofnunum til dreif- ingar. ISRAEL Skátar í Israel héldu 8. landsmót sitt í byrjun ágúst s.l. með um 5.000 þátttakendum. Erlend- ir gestir voru um 300 frá tíu löndum, og eftir mótið var farið með þá í níu daga ferð um Landið Helga og heimsóttir lielztu sögustaðir þar. 120 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.