Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 29
EIRÍKUR JÓHANNESSON :
LYNGBY DIVISION
50 ÁRA
í BRÉFI til Skátablaðsins, sem f'ylgdi
þessari grein, kemst höfundur hennar m.
a. svo að orði: „Ég hef í flýti hripað
niður smá ferðapistil, en margt skemmti-
legt heíði verið hægt að segja um þetta
sérstæða mót, og hef ég þó verið á þeim
mörgum, bæði heima og erlendis. Vegna
höfðingsskapar „Fóstbræðranna“ við okk-
ur hér, gat ég ekki látið hjá líða að geta
þeirra í málgagni okkar skátanna. Margir
erlendir skátar hafa gert vel við íslenzka
skáta, en ég hugsa, að fáir hafi gert meira
en þeir, og þess vegna bið ég þig að taka
þennan ferðapistil í blaðið.“ Þessi beiðni
er hér með uppfyllt, og viljum við benda
öllum skátum á að lesa frásögn Eiríks af
þessu skemmtilega móti. Ritstj.
þessu ári varð Lyngby Division
eða Skátafélagið í Lyngby í
Danmörku 50 ára. „Fóst-
bræðurnir" tilheyra þessu fé-
lagi, en þeir eru skátasveit
nemenda við Bagsværd Kostskole. A lands-
mótið 1948 komu 17 þessara „Fóstbræðra“
og eignuðust hér marga vini, bæði í Hafn-
arfirði, Akureyri og Borgarnesi.
Foringi „Fóstbræðranna“ var lengi rektor
skólans, Sven Haderup, þekktur skólamaður
í Danmörku. Þessir skátar hafa á fimnr ára
fresti haldið „Jamborettur”, og hafa þá
boðið íslenzkum skátum þátttöku. Tvisvar
hafa ísl. skátar þegið boð þeirra og dvalið
urn leið 2—3 vikur í boði þeirra og notið
mikillar gestrisni. Einnig nú í sumar var
íslenzkum skátum boðin þátttaka í afmæl-
ismótinu, en aðeins einn þáði boðið, sem sé
undirritaður, sem hefur staðið í sambandi
við þá með bréfaskriftum og heimsóknum.
Þetta afmælismót þeirra var haldið 28. júlí
til 4. ágúst.
Þeir hafa fengið til afnota fyrir mót sín
gamlan dýragarð við Faxe Ladeplads á suð-
austur Sjálandi, ákjósanlegasta mótstað,
sem völ er á. Þó að nú væru að mestu leyti
komnir nýir menn, sem höfðu forystuna á
hendi, var jafn ánægjulegt og áður að heirn-
sækja þá. Þrjá síðustu dagana fyrir mótið
fóru þeir að venju í ferðalög með gesti sína,
sem voru frá íslandi, Noregi, Svíþjóð, Eng-
landi og Skotlandi.
í þessum ferðum gera þeir sér far um að
sýna skátunum helztu byggingar og söfn,
Dýragarðinn og að ógleymdu hinu fræga
Tívolí. Þessar ferðir innifelast í mótsgjald-
inu, og eru menn vel nestaðir og séð fyrir
þeim á sem allra beztan hátt.
Einnig er alltaf farið einn daginn til Sví-
þjóðar og skoðuð t. d. Dómkirkjan í Lundi
og helztu staðir í Málrney. Mótið sjálft var
mjög vel skipulagt og eftir því vel heppnað.
Það er tvennt, sem þeir leggja aðaláherzl-
una á í sambandi við þessi mót, og það er
fyrst og fremst góð kynning á rneðal skáta
af mismunandi þjóðerni og snyrtimennska
í tjaldbúðarstörfum. Að þessu sinni höfðu
þeir allt í víkingastíl, þannig að allir klædd-
I 1 1
SKATABLAÐIÐ