Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 16

Skátablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 16
urinn er í fullkomnu jafnvægi. Tærnar vísa beint fram eða jafnvel örlítið inn á við. Þetta þýðir, að ytri hluti tábergsins, innri hluti hælsins og litlu tærnar, eiga öll sinn þátt í krafti og jafnvægi. Hnén láta lítils- háttar eftir við hvert skref í stað þess að vera rykkt til í göngu borgarbúans. Það er ekki líklegt, að þú fáir tækifæri til að sjá Indíána ganga, en allir vita, að hann er (eða var) bezti og þolnasti göngu- maður heimsins. Leyndarmál hans var full- komið jafnvægi. Eftirfarandi linur skrifaði veiðimaður, sem bjó í mörg ár meðal Indí- ána: „Ef Rauðskinni breyttist í stein, er hann væri á göngu, myndi styttan líklega standa í jafnvægi á einum fæti. Þetta göngu- lag Indíánans gefur honum mikið vald yfir höndum og fótum. Hann er alltaf í jafn- vægi. Ef grein brotnar undir honum er það vegna þunga hans, en ekki vegna misjafns þrýstings af óstöðugleika. Hann gengur hljóðlega og notar kraftana mjög lítið. Jafn- vægi hans gerir honum fært að setja lausa fótinn eins varlega niður og maður leggur A gönguferðum. er það ekki sízt tnikilvægast að vera i skóm setn ekhi meiða fceturna. egg á borð.“ Skátarnir þurfa stundum að komast hljóðlega áfram, t. d. við sporrakn- ingar eða í næturleikjum. Þá er gott að vera æfður í listinni. En hljóðleikinn er ekki aðalatriðið í þessari frásögn af Rauð- skinnanum. Höfuðatriðin tvö eru fullt vald yfir hreyfingum og sparnaður á kröftum. Jæja, ef til vill langar þig til að rannsaka þinn eiginn gang núna. Myndirðu þekkja aftur fótspor þín, ef þú sæir þau í sandi eða öðrum mjúkum jarðvegi? Ef þú færð einhvern tíma tækifæri til, gakktu þá fimm- tíu skref í slíkum jarðvegi, þar sem þú getur skoðað slóðina á eftir. Athugaðu hvers konar línu þú hefur gert. Ef það er bein lína, þar sem sporin liggja hvert á eftir öðru og tærnar vísa beint fram, ertu góður göngumaður. Ef tærnar vísa út og vinstra sporið er nokkuð til hliðar við það hægra, er ekki hægt að segja, að þú sért góður göngumaður, og gæti ég trúað, að þú værir allþreyttur, þegar þú hefur þrammað yfir óslétt land eða heiðar, hversu stutt og hæg sem sú ganga er. Við skulum gera ráð fyrir, að því sé þannig varið. Þá ertu aumkvunarverður göngumaður, þótt þú sért vel fær að öðru leyti. En hvað geturðu gert við þessu? Tökum staðreyndirnar í málinu fyrst. Þú verður þreyttur, ekki vegna þess að þú sért kraftaminni en félagi þinn, heldur vegna þess, að þú eyðir kröftum þínum óafvit- andi, en það gerir hann ekki. Hugsaðu til 98 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.