Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Side 22

Skátablaðið - 01.12.1961, Side 22
MEÐ EEDFEAUG TIE TUNGESINS Sa^a frá Tröllalandínu. Tröllatvíburarnir litlu, þeir Fífikus og Stappel, sátu á bakkanum á Trölla- tjörn og skvömpuðu nreð fótunum í hreinu og myrkbláu, vatninu. Það var nótt og máninn skein skærgulur á himin- hvelfingunni. „Á ég að segja þér nokkuð, Stappel. Eg vildi bara gjarnan fara í ferðalag til tungls- ins til að sjá, hvernig tröllunum þar líður.“ „Það er nákvæmlega það sem mig hefur alltaf langað til líka,“ svaraði bróðir hans og horfði fullur löngunar til tunglsins. „Kannski ætturn við að búa okkur til eldflaug," hélt Fífikus hugsandi áfram. „Ég las í einhverju blaði um daginn, að menn- irnir væru nýlega búnir að senda eina slíka til tunglsins." „Jahá, kannski við gæturn gert það líka,“ sagði Stappel, „við ættum að búa okkur til raunverulega tröllaeldflaug og verða fyrstu tröllabörnin, sem færum til tungls- ins. Það gæti nú orðið spennandi." „Já, vissulega,“ sagði Fífikus og hnykl- aði brýrnar svo það komu djúpar hrukkur í enni hans, „ég held, að við ættum að reyna. Við skulum þá koma okkur að verki." Þar með var það ákveðið. Og þegar tröllin ákveða að gera eitthvað, þá líta þau ekki upp fyrr en þau eru búin að fram- kvæma það. Fífikus varð sér úti um allar þær bækur og timarit, sem innihéldu eitthvað um tunglflaugar. Flann las og las og síðan fyllti hann hverja pappírsörkina af annari með teikningum af eldílaugum og var ákaf- lega spekingslegur á svipinn. Stappel stóð hjá honum, iðandi í skinninu af forvitni, og horfði með mikilli lotningu á bróður sinn fylla hvert blaðið af öðru með allra- handa óskiljanlegum teikningum. Af og til fékk Stappel skipun unr að sækja eitthvað, og þá þaut hann af stað með eld- ingshraða til að jturfa ekki að vera lengur í burtu en hann mögulega þyrfti, — núna, þegar fyrsta tröllaeldflaugin í veraldarsög- unni tröllaðist áfram af fullum krafti, eins og hann orðaði það, þegar tröllapabbi og tröllamamma spurðu, hvað væri á seyði, fyrst að þeir væru báðir svona önnum kafnir. „Já, hann Fífikus minn lætur nti ekki að sér hæða„“ sagði tröllapabbi og klóraði sér bak við eyrað með rófunni, „ekki veit ég, hvað hann getur ekki, drengurinn sá.“ „Já, eitthvað skrítið er á ferðinni hjá honum,“ sagði tröllamamma, „ég sé það á nefinu á honum Stappel, það er orðið eld- rautt.“ En tröllatvíburarnir lásu og skrifuðu, reiknuðu og teiknuðu. Já, þeir unnu af svo miklu kappi, að þeir gleymdu næstum því að borða. En öðru hverju sögðu magarnir í þeim þó til sín og heimtuðu mat. Dreng- irnir unnu svo mikið, að tröllapabbi og tröllamamma fóru að hafa áhyggjur út af heilsu þeirra. „Þeir hafa áreiðanlega létzt um mörg hundruð kíló,“ sagði tröllamamma og var xnjög áhyggjufull á svipinn. „En,“ hélt 104 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.