Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 15

Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 15
SHOWELL STYLES: Kanntu að ganga? Gretar L. Marinósson íslenzkaði. JÁ, ég veit vel, hverju þú svarar, — en ertu í raun og veru svo viss um, að þú kunnir það? Flestir komast áfram á sín- um tveim fótum rétt eins auðvelcllega og maður sparkar fótbolta, en oft er líka sagt um knattspyrnumann, að hann kunni ekki að leika. Á líkan hátt er ekki hægt að kalla það raunverulega göngu að færa annan fótinn fram fyrir hinn. Það er list að ganga, og þeir sem ekki hafa meðfædda hæfileika til þeirrar listar, verða að gjöra svo vel að öðlast þá, ef þeir vilja verða ósviknir göngumenn. Ég var í fjallgöngu með nemanda frá Cambridge-háskóla ekki alls fyrir löngu. Þetta var úrvals íþrótta- og leikfimismað- ur og allir vöðvar hans í góðri þjálfun, en samt sem áður gekk hann ekki rétt. Nú, hvernig þá? Hann kunni einfaldlega ekki þá auðveldu hreyfingu að færa hægri fót- inn fram, láta líkamann halda jafnvægi á honum meðan sá vinstri var hreyfður fram fyrir og þunginn smám saman fluttur yfir á þann helming. Þessi einfalda hreyfing (er raunar ekki svo einföld, þegar maður hugs- ar um hina flóknu samvinnu vöðva, sina og tauga) er endurtekin 36000 sinnum á tuttugu mílna göngu, og það er auðskilið, að ef eitthvert smáatriði hennar er gert rangt, þá getur áreynslan af því að endur- taka hreyfinguna þannig ranga 36000 sinn- um orðið mjög hættuleg fyrir einhvern hluta líkamans. Það er vegna þessa rétta göngulags, sem tiltölulega feitur maður getur gengið tuttugu mílur og verið hress á eftir, meðan annar álíka feitur lýkur göng- unni algjörlega uppgefinn vegna stirðleika og ofreyndra vöðva. — Einn kann að ganga, annar kann það ekki. — Það er góð athyglisæfing að finna og taka eftir hinum góðu og slæmu göngu- mönnum, þegar maður gengur í bænum. Borgarbúar eru flestir slæmir göngumenn. Oft getur maður þekkt þá af göngulaginu. Hnén ganga upp og niður, hælarnir skella í götunni og tærnar eru á lofti. Mjaðmirnar standa stinnar og flestir eru þeir útskeifir. Þeir geta gengið uppréttir og göngulagið getur sýnzt létt, en um leið og þeir koma af hinni sléttu gangstétt, eru þeir búnir að vera. Það versta við göngulag borgarbrians er, hve jafnvægið er slæmt. Prófaðu að halda jafnvægi á öðrum hælnum og sjáðu hvernig fer. Á því augnabliki, sem hann stendur á óöruggum hælnum einum, er hann algjörlega jafnvægislaus, og steinvala eða bananahýði á auðvelt með að kippa undan honum fótunum. Ef þú skyldir ein- hvern tíma sjá hirðingja, þá taktu eftir því, hvernig hann gengur, — því það er maður, sem veit, hvernig á að fara að því. Hreyf- ingar hans eru dálítið veltandi og því nær átakalausar, mjaðmirnar sveigjast örlítið við hvert skref og gera það lengra. Tærnar koma svo fljótt niður á eftir hælnum, að ilin er sett nærri öll niður í einu, og mað- SKATABLAÐIÐ 97

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.