Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 31
A íorm^Janámskeíði
YNDIRNAR hér á síðunni eru
frá foringjanámskeiði, sem
haldið var í Vaglaskógi s.l.
sumar. Það hefur verið óvenju-
lega mikið um slík námskeið
undanfarið, og eru allar horfur á að svo
verði áfram. Viljurn við því nota tækifær-
ið og hvetja alla foringja til að sækja slík
námskeið, ef þeir hafa nokkur tök á, því
að þar lærist margt, sem að góðu gagni má
koma i skátastarfinu.
ICrlettfl mót t>£ hoð
K.F.U.M. SKÁTARNIR í DANMÖRKU
bjóða 20 kvenskátum og 5 foringjum að taka
þátt í landsmóti sínu 18.—27. júlí 1962. Mótið
verður haldið nálægt Viborg á Norður-Jótlandi.
Mótsgjaldið verður 100.00 kr. danskar. Umsókn-
ir um þátttöku sendist til skrifstofu Bís fyrir
1. febr. 1962.
GIRL SCOUTS OF THE U.S.A.
bjóða tveimur skátastúlkum á mót, sem haldið
er fyrir bandaríska kvenskáta í Evrópu, og verð-
ur í Englandi, nálægt London, 24. júlí til 2.
ágúst 1962. Mótsgjald verður 25S.
Umsóknir um þátttöku sendist til skrifstofu
Bís fyrir 1. febr. 1962.
SKATABLAÐIÐ
113