Skátablaðið - 01.12.1961, Síða 18
vélrænt til fótanna fimm til tiu sekúnd-
um seinna. Biddu einhvern, sem óvanur er
fjöllum, að koma sér áfram í klettóttri
fjallshlíð. Þú rnunt sjá hann taka eitt skref,
hvíla sig á meðan hann leitar að stað til að
setja fótinn niður á næst, taka annað skref,
hvíla sig, og halda þannig áfram meðan
fjallamaðurinn gengur hvíldarlaust eins og
hann fylgi ákveðnum stíg, sem fyrrnefndur
félagi hans sér ekki. Þetta kemur auðvitað
aðeins með æfingunni. En ef þú hefur náð
réttu göngulagi og fjaðurmögnuðum
hnjám, þá ertu þó kominn níu tíunduhluta
leiðarinnar til góðrar göngu.
Jæja, nú er bezt að minnast á nokkrar
ráðleggingar í sambandi við gönguna. Þær
munu koma þér að góðu haldi á gönguferð-
um, sérstaklega í ósléttu og hæðóttu landi.
1. Gakktu aldrei á tánum, hvort sem þú
ferð upp hæð eða niður hana eða
gengur á sléttlendi. Notaðu alla ilina.
Jafnvel þó þú gangir beint upp bratta
brekku, þá hafðu alla ilina á jörðinni,
en sveigðu ökklann.
2. Þegar þú gengur niður bratta brekku,
þá fíktu eftir hreyfingum manns, sem
ber þunga byrði, — fáttu hnén bogna
lítið eitt og réttast á ný við hvert
skref. Að ganga niður með stífunr
hnjám og hælana eina á jörðinni, er
slænrt og mjög þreytandi. Mundu,
að hlaup niður langa brekku er afar
mikil áreynsla á vöðvana. Þú skalt ekki
gera það, nema fætur þínir séu í full-
kominni þjálfun.
3. Ef þú gengur upp bratta fjallshlíð, þá
hafðu ekki sömu skrefalengd á kostn-
að hraðans. Haltu sama takti og áður,
en stvttu skrefin. Allir leiðsögumenn
í Ölpunum þekkja þetta leyndarmál,
— og þeir hefja fjallgönguna með ró-
legum takti, sem aldrei breytist þó
brekkan hækki, því þeir stytta skref-
in þess í stað.
4. Farirðu að þreytast á langri göngu,
reyndu þá að fá meiri sveiflu í mjaðm-
irnar, færa þær alltaf fram til skiptis,
í stað þess að láta hnén um erfiðið.
Það mun létta mjög undir. Til þess
að koma mjöðmunum á þessa hreyf-
ingu, þá sveiflaðu höndunum eðlilega
í takt við gönguna. Ég er svo til viss
um, að það er vegna þessa, sem fið-
þjálfinn er alltaf að æpa „Reynið að
sveifla — höndunum."
5. A langri göngu skal kjörorðið vera
„Langar hvíldir.“ Stanz til hvíldar á
slíkri göngu ætti aldrei að vera
styttra en fimmtán mínútur. Fimm
mínútur eru alls ekki nógu langur
tími til endurnýjunar allra krafta.
6. Fáirðu hælsæri eða blöðrur á fæturna í
göngu, reyndu þá það óbrigðula ráð
að fara úr sokkunum og setja hægri-
fótarsokkinn á þann vinstri og öfugt.
— Það er allt í lagi að fá sér fótabað
í læk, ef þú rétt dýfir fótunum ofaní,
en að láta þá liggja í vatninu er slæmt
og ver farið en heima setið.
(Þýtt úr The Scout)
100
SKÁTABLAÐIÐ