Skátablaðið - 01.12.1961, Side 21
að byggjast á heilbrigðri skapgerð, líkara-
legri heilbrigðri og staðfastri ákvörðun í
að vera vel búnir undir þann hugsunarhátt
og þá framkvæmd, sem tímarnir krefjast.
Ef þú hefur hug á að þjálfa foringjahæfi-
leika þína, þá eru sérstaklega þrjár náms-
greinar, sem ég vil ráðleggja þér að leggja
alúð við.
í fyrsta lagi er það sagan. Hvað áttu for-
feður okkar við, og hvað eigum við við með
því, þegar við tölum um frelsi, bæði stjórn-
málalegt og fj árhagslegt? Hverjar eru skoð-
anir okkar á risavöxnum iðnfyrirtækjum
og samsteypum? Sagan mun skýra okkur frá
þróun þeirra og gefa okkur góða undir-
stöðu til að byggja starf okkar á.
Önnur greinin, sem ég álít, að geti kom-
ið að gagni, er þjóðfélagsfræðin. Hver eru
tengslin milli stjórnarvaldanna og einstakl-
inganna? Hvernig hafa þau þróazt og
hvernig getum við bezt viðhaldið þeim svo
að þar riki gagnkvæmur skilningur á báða
bóga?
Og í þriðja lagi ættu allir að leggja
nokkra stund á hagfræði. Fvrir stuttu átti
ég tal við kaupsýslumann í New York,
og hann sagði: „Við gerum þær kröfur til
allra manna, sem við ráðum til starfa, að
þeir hafi lokið stúdentsprófi og auk þess
lesið hagfræði minnst eitt ár, þar sem við
höfum íundið greinilega, að þeir hugsa
skýrar um störf sín og íyrirtækið og hafa
greinilegri hugmyndir um tengsl þess við
mannfélagið."
Ég trúi á bjartsýnina, ég trúi á sjálfs-
traustið, og ég trúi því einnig, að heimur-
inn okkar sé ágætur staður til að búa í. Á
okkar dögum eigum við ný vísindi og mikl-
ar framfarir, sem geta veitt öllu mannkyn-
inu stórbætta lífsaðstöðu, ef þeirn er veitt
í friðarátt en ekki til gjöreyðingar mann-
kynsins, og einnig höfum við ótæmandi
möguleika til náms og forystu í þjóðfélags-
málum og á sviðum stjórnmála, verzlunar
og verkalýðsmála. Allir þessir ítröguleikar
hafa vaxið í hlutfalli við þær breytingar,
sem hafa orðið hér á jörðinni, og þróazt
með hinum geysilegu framförum tækninn-
ar og vísindanna. Á síðast liðnum sextán ár-
um höfum við séð lrvert furðuverkið af
öðru verða almenningseign og hluta af
daglegu lífi okkar. Á sama hátt verða for-
ingjahæfileikar þínir nr'i að þroskast mun
hraðar en þeir þurftu með næstu kynslóð-
um á undan þér.
Þið skátarnir eruð þegar farnir að gera
margt af því, sem ég hef ráðlagt ykkur liér,
en ég vil samt mæla sérstaklega með þeim
þrem greinum, sem ég taldi upp hér að
framan, sem beztu leiðinni til að þjálfa enn
betur foringjahæfileikana með sérhverjum
ykkar.
(Þýtt úr Boys’Life).
Erlendar skátabækur
Nýlega hafa Skátablaðinu borizt eintök
af eftirtöldum bókum, sem Alþjóðabanda-
lag skáta gefur út og hefur til sölu:
1. My Scout Friends, myndskreytt skrá
yfir öll skátabandalög í heiminum með ut-
anáskriftum og skátalilju livers bandalags
fyrir sig.
2. Fundamental of the Scout Method.
3. Facts on World Scouting. Greinar um
skátastarf í ýmsum löncluiu, m. a. íslandi.
4. The Structure of World Scouting.
5. Jamboree Story. Myndskreytt og ítar-
leg frásögn af fyrstu átta alheimsskátamót-
unum, 1920-1955.
Bækur þessar má panta frá Boy Scouts
International Bureau, Commonwealth Buil-
ding, 77 Metcalfe Street, Ottawa, Canada,
og eru þær flestar mjög ódýrar.
SKATABLADIÐ
103