Skátablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 23
hún áfram, „þegar blessaðar elskurnar mín-
ar gefa sér tíma til að borða rækilega aft-
ur, þá skulu þeir að mér heilli og lifandi
fá rækilega útilátinn skammt af rófubeina-
súpu, — og hún skal bragðast vel.“
Eina nóttina komu tröllatvíburarnir
hlaupandi og héldu á stórum stafla af út-
skrifuðum pappírsörkum.
„Heyrið þið, pabbi og mamma, núna
liöfum við gert dálítið, sem ekkert annað
tröll í öllum heiminum hefur gert á und-
an okkur. Við erurn búnir að teikna trölla-
eldflaug. Húrra.“
„Hjálpi mér sá sem vanur er,“ sagði
tröllamamma, „eru strákarnir nú ekki
búnir að teikna tröllaeldflaug. Aldeilis er
ég standandi hlessa."
„Já, og við ætlum að fara á henni til
tunglsins.“
Fífikus og Stappel sátu og horföu út á vatnið.
„Nei, hættið þið nú, strákar, áður en ég
verð reiður,“ sagði tröllapabbi og var reiði-
legur í málrómnum. „Þetta leyfi ég ykkur
aldrei. Hvað haldið þið, að bezti vinur
okkar, karlinn í tunglinu, myndi segja, ef
það kæmu tveir tröllastrákar frá jörðinni
og settust á nefið á honum? Honum myndi
alls ekki líka það. Hann rnyndi bara hnerra
svo, að þið fykjuð langt út í loftið."
„Hann verður bara glaður að sjá okkur,
við erum alveg vissir um það,“ sögðu trölla-
tvíburarnir með allri þeirri áherzlu, sem
engir nema tröll geta lagt á orð sín.
Það leið nú samt ekki á löngu áður en
tröllapabbi gaf sig. Tröllatvíburarnir hættu
ekki fyrr en hann var orðinn svo uppgef-
inn, að hann gat ekkert sagt annað en já,
já, já...
„En Jrá verðið J)ið líka að vera komnir
heim aftur á sunnudaginn,“ sagði trölla-
rnamma að lokum, en það var nú bara af
gömlum vana, sem hún sagði það.
„Húrra fyrir okkur,“ hrópuðu trölla-
strákarnir, „nú skulum við strax fara að
útvega okkur allt það sem Jrarf til að þetta
geti orðið reglulega góð eldflaug. Hún
verður sú bezta í heimi.“
Og svo tóku Jreir til við að safna efninu
í eldflaugina.
Þeir sneru öllu við í geymsluskúrnum,
keyptu timbur og járn, rör og krana og
fengu lánuð verkfæri af öllum hugsanleg-
um gerðum.
Þeir fengu sér lampa og rafmagnsleiðsl-
ur, segulstál og áttavita, — já, það ægði
saman hinum ótrúlegustu hlutum í hrúg-
unni, sem hlóðst smátt og smátt upp á eng-
inu við Tröllatjörn.
„Já, tröllapabbi, strákarnir eru ekkert
blávatn," sagði tröllamamma, þegar hún sá
hrúguna af liinum ókennilegustu hlutum
fara dagvaxandi á enginu.
Svo var Jrað bjarta tunglskinsnótt, sem
SKATABLAÐIÐ
105