Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 5
357
mál sín, að verulega megi vel heita og því sjálfu til
áncegju.
Fullorðna fólkið yrði að sjálfsögðu í deild útaf
fyrir sig í sunnudagsskólanum; biblíudeild mætti ef
til vill nefna þann hóp. Kennslunni þar auðvitað
ekki hagað alveg einsog í barna-deildunum — aðallega
með samrœðum um eitthvað í biblíunni fyrirfram á-
kveðið, sem allir hefði lesið og íhugað heima hjá sér.
IJm fyrirkomulagið skal að öðru leyti ekki rœtt nú,
nema aðeins geta þess, að þar sem svo stendr á, að fyr-
irtceki þessu — biblíudeild fyrir fullorðið fólk, heyrandi
til sunnudagsskólanum — verðr með hœgra móti haldið
uppi á einhverjum öðrum degi vikunnar en sunnudeg-
inum, þá sakar það ekki, svo framarlega sem ákveðn-
um tíma í viku hverri er í raun og veru varið til þessa
verks, livern dag sem vera skyldi. Biblíudeildina má
eins fyrir því telja með sunnudagsskólanum.
Vitanlega verðr ekki við því búizt, að allt fólk
fullorðið geti á sama tíma sókt sunnudagsskóla eða
sameiginlega í einum hóp unnið það verk sér til aukinn-
ar þekkingar á guðs orði, sem biblíudeild hefir sett sér
fyrir. En þeir, sem ekki geta verið þar með, eiga þess
þó allir kost að bœta úr því að einhverju leyti — með
reglubundnum lestri guðs orðs heima hjá sér í tóm-
stundum, sem allir hafa. Biblíudeildin í gangi myndi
gefa þeim til þess hvöt, og með því móti kœmist guðs
orð aftr inn á heimili safnaðafólksins.
En er ekld annar auðveldari og eðlilegri vegr til að
ná takmarki því, sem hér er að stefnt? Sá vegr, að
unginennin héldi eftir ferminguna áfram í sunnudagSr
skólanum og yxi þar upp þangað til úr þeim væri orðin
deild fullorðins fólks. Og innan ekki allmargra ára
væri svo allt fólkið, sem í söfnuðinum hefði upp alizt,
orðið að biblíudeild. — í fljótu bragði sýnist þetta á-
kjósanlegasti vegrinn. En reynsla iiðinna ára í sögu
kirkjulífs Vestr-Islendinga hefir sannfœrt oss — ætti
að hafa sannfœrt alla — um, að vegr þessi er ófœr.
Ungmennin vilja eðlilega feta í fótspor feðra og mœðra,
og annars fullorðins fólks. Hví ekki að temja sér háttu