Sameiningin - 01.02.1911, Side 23
375
þess, hve mjög tæring brei'ðist út; meira en fjórði partr allrar
brjálsemi af völdum þess.
2. Hinar freku kröfur Benhadads knýja Samaríumenn til mót-
spyrnu. — Menn sjá nú, hvað áfengisofnnautnin hefir i för með sér,
og gjöra samtök gegn henni. Bindindisfélög. Ungt fólk kristið
sjálfkjörið framarlega í fylking (sbr. 14. \\). Áfengis-löggjöf.
Drykkjumönnum ekki framar trúað fyrir eimlestum.
3. Spámaðr drottins hvetr Akab. — Fyrir guðlega hvöt og
fulltingi verðr baráttuna að heyja gegn áfengisbölinu. Guð vill
það, og mannkærleikr á að knýja kristna menn til að taka höndúm
saman um að leysa fjölda manna undan hryllilegustu ánauð, og
mannkynið allt undan sárasta böli. Ef þeir reynast trúir, þá er
sigrinn vís.
Lexía 26. Marz 1911: Yfirlit—Minnistexti: Sæl er sú þjóðl, sem
á drotíin aff guffi ('Sálm. 144, 15E
Les: 1. Kon. 12—22; 2. Kon. 1—4; 2. Kron. 14—17.
Rifjið upp allar lexíurnar. Þær ná yfir fyrstu 80 árin eftir
skifting ríkisins. í báðum ríkjum var sterk tilhneiging til hjáguða-
dýrkunar, sem spámenn drottins voru að berjast á móti. Þær sýna,
hvernig guðhræðslan er hinn eini áreiðanlegi gæfuvegr þjóða og
einstaklinga, en guðleysi leiðir alltaf til óláns fOrðskv. 14, 34A
Lexía 2. Apríl 1911: Elísa læknar Naaman hinn sýrlenzka
—2 Kon. 5.
1. En Naaman, hershöfðingi Sýrlands-konungs, var í miklum
metum hjá herra sínum og i hávegum hafðr, því að undir forustu
hans hafði drottinn veitt Sýrlendingum sigr; maðrinn var mesti
kappi, en líkþrár 2. En Sýrlendingar höfðu farið herför í riðlum
og haft burt af ísraelslandi unga stúlku; þjónaði hún konu Naam-
ans. 3. Hún sagði við húsmóður sína: Eg vildi óska^ að húsbóndi
minn væri kominn til spámannsins í Samaríu; hann myndi losa hann
við líkþrána. 4. Þá fór Naaman og sagði herra sínum frá á þessa
leið: Svo og svo hefir stúlkan frá ísraelslandi talað. 5. Þá mælti
Sýrlands-konungr: Far þú; eg skal senda ísraels-konungi bréf.
Lagði hann þá á stað og tók sér tíu,talentur silfrs og sex þúsund
sikla gulls og tíu alklæðnaði. 6. Hann fœrði ísraels-konungi bréfið,
er var á þessa leið: Þegar bréf þetta kemr þér í hendr, þá skalt
þú vita, að eg hefi sent til þín Naaman, þjón minn, og skalt þú
losa hann við Iikþrá ,hans. 7. En er ísraels-konungr hafði lesið
bréfið, reif hann klæði sín og mælti: Er eg þá guð, er deytt geti
og lifgað? fyrst hann gjörir mér orð um að losa mann við líkþrá
hans. Megið þér þar sjá og skynja, að hann leitar saka við mig.
8. En er Elísa, guðsmaðrinn, frétti, að Israels-konungr hefði
rifið klæði sín, sendi hann til konungs og lét segja honum: Hví rífr