Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 3
Ritstjórnarspjall Hvað er framundan? ÁafmælisáriUmf. Bisk. erað sjálfsögðu mest horft til fortíðarinnar og rifjuð upp liðnu árin. Hvemig voru upphafsárin, hvað hefur félagið afrekað og hverjar hafa breytingamar verið? Ef horfa á til framtíðarinnar verður að taka tillit til þeirra öru þjóðfélagsbreytinga sem nú em. Meirihluti ungs fólks er í skólum til 20 ára aldurs eða meir. Þá oftast utan héraðs í sérnámi. Hefðbundinn landbúnaður dregst ört saman og vinnuþörfin við hann dregst enn meira saman vegna aukinnar tækni. Hér áður fyrr byggðist aðalkraftur félagsins á fólki sem var 15 til 25 ára. Nú er þessi hópur að stómm hluta að heiman í skólum á aðalstarfstíma Ung- mennafélagsins. Þessi ár em þau sem ungt fólk hefur mest út úr því að starfa í félaginu. Breyttar aðstæður þarf félagið að taka til greina eins og raunar hefur verið gert að nokkm leyti, svo sem að hafa fundi þegar frí em í skólum og svo framvegis. Eldri félagar þurfa að vera virkir lengur af sömu ástæðu, einkum til að vera með þeim yngstu í félaginu, bæði í íþróttum og öðru félagsstarfí. Styrkur ungmennafélaganna er hve víðfemt starf þeirra er og auðvelt að laga það eftir áhugamálum hverju sinni. Nú síðustu árin hafa íþróttir verið vaxandi liður í starfseminni. Leiklistin hefur blómstrað, blaðaútgáfa verið óslitin í allmörg ár. Það má líta á stjóm félagsins sem æskulýðsfulltrúa sveitarinnar. Ef félagið starfaði ekki að æskulýðsmálum yrði krafa um að sveitarfélagið réði æskulýðsfulltrúa sem stjórnaði félagsmálum unga fólksins. Þegar ungl- ingur gengur í félagið eru fyrstu kynni við félagið afdrifarík. Oftast voru þau þannig að nýliðar voru boðnir velkomnir með lófaklappi, síðan vom þeir kosnir eða skipaðir í starfsnefndir, svo sem árshátíðamefnd eða fjáröflunamefnd. Nú ganga menn yngri í félagið og þessi fyrstu kynni eru óheppileg. Þama þarf að verða breyting. Best væri að kynna félagið fyrir öllum 12 ára unglingum í sveitinni svo þeir gætu mótað sér skoðun hvort þau vildu ganga í félagið. Síðan væri æskilegt að ákveðinn hópur eldri félaga aðstoðaði þessa nýju félaga fyrstu 2 árin í félagsstörfum, til að fáþá til að vera virka. Nýtísku skólar, (heimanakstur) svo sem Fjölbrautarskóli Suðurlands, útskrifa jafnvel stúdenta án þess að þeir nokkum tíma kynnast félagsstarfi. Úr heimavistarskólum komu oft nemendur r 'n „Nú geta menn valið um tvær sjónvarps-rásir og fjórar út-varpsrásir og því mætti ætla að starf-semi sem Ung- mennafélagið stend-ur fyrir væri óþörf. Ensvo er nú aldeilis ekki." sem voru þrautþjálfaðir í félagsstörfum. Þessi breyting knýr enn á að aukin verði þjálfun unga fólksins í félagsstörfum, því að það verða jú þau sem taka við framtíðinni. Áhugi sumra, t.d. eldri félaga, getur verið á einu ákveðnu sviði svo sem skógrækt, leiklisteða íþróttum til að halda skrokknum liðugum. Þessum hóp þarf félagið líka að geta sinnt, hvort sem það væri gert með því að skipta félaginu upp í deildir eða á annan hátt. Nú á síðustu árum hafa tvö ný félög bæst við hér í sveitinni. Það eru Lionsklúbbur og Slysavamardeild. Þau hafa starfað allmikið. í þessum félögum eru að sjálfsögðu ungmennafélagar, en þó hefur ekkert dregið úr starfsemi félagsins. Ungmennafélagið þyrfti að standa fyrir því að formenn allra félaga í sveitinni hittust einu sinni á ári eða oftar til að samræma sitt félagsstarf svo árekstrar verði ekki og til að jafna “álagið á markaðnum”. Þó mikið framboð sé, eru alltaf einhverjir sem ekki finna neitt við sitt hæfi. Til þeirra þarf að ná með einhverju móti. Þessi formannafundur ætti að taka á því máli. Nú geta menn valið um tvær sjónvarpsrásir og fjórar útvarpsrásir og því mætti ætla að starfsemi sem Ungmennafélagið stendur fyrir væri óþörf. En svo er nú aldeilis ekki. Enn er í fullu gildi að “maður er manns gaman”. Breyttir tímar krefjast breyttra starfshátta. Einkunnarorð ungmenna- félagshreyfingarinnar “Ræktun lýðs og lands” eru enn í fullu gildi. Það felst í að þjálfa ungt fólk til að vinna sameiginlega að hollum og þroskandi verkefnum. Seinni liðurinn felst í að landið þarf að vemda og rækta, til að verði jafngott eða betra í framtíðinni. Þetta getur falist í því, að eldri félagar þurfa að aðstoða þá yngri fyrstu árin báðum til gagns og ánægju. Ný verkefni þurfa að koma til svo sem náttúruskoðunarferðir með leiðsögn kunnáttumanna. Útivistar- og fjallaferðir að vetri til svo ungt fólk fái meiri ábyrgðartilfinningu fyrir landinu sínu. Þjálfa félagana reglulega í fundarsköpum, upplestri og framsögn. Með því ölum við upp stjómarmenn framtíðarinnar. Síðan verða þeir forystumenn í sveitarfélaginu og styða við bakið á félaginu frá þeirri hlið. Þá má nefna, að eitt að skilyrðum til að komast áfallalaust af í nútímaþjóð- félagi, er að geta tjáð sig munnlega og skriflega. Því eiga ungmennafélagar að vera betur undir lífið búnir en aðrir. Þ.Þ. Litli Bergþór 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.