Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 47

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 47
Sigríður Sæland Litið um öxl ÞaÖ var í maí 1957, sem var verið að leita að stúlkum til að keppa í sundi. Þá segir Aðalbjörg Stefánsdóttir á Stóra- Fljóti: ”Þ ví ekki að láta taka tíma á sér upp á Geysi og fá kannski ferð til Hveragerðis.” Fór sundmót H.S.K. þá fram í Laugarskarði. Var ekki að orðlengja það að sest var upp í “boddývörubifreið” með trébekkjum upp að Geysi. Þórir Þorgeirsson á Laugarvatni og Sigurður Greipsson tóku U'mann, - “jú, það mætti senda þá litlu til reynslu.” Þetta var nú meiri bjartsýnin, því að sundþjálfun þekktist ekki þá. Það var verið að leika sér á hverju einasta kvöldi í 8 x 10 m sundlaug í Reykholtsskóla, voru eltingaleikimir vinsælastir, klifrað upp alla veggi og túnið einnig notað. Sundkunnáttan var bringu-, skólabak- og kafsund. Skriðsund þekktist ekki þá hér í sveit. Ég var nýorðin þrettán ára, kveið stórlega fyrir, þekkti engan, því enn í dag man ég ekki hvort við vomm fleiri sem kepptu fyrir Umf. Bisk. Það hagaði svo til, að búningsklefi Sundlið Umf. Bisk. á leið á héraðsmót í Laugarskarði. Sigríður Sæland. kvenna var mjór og langur, trébekkir með veggjum, sturtur inn af. Ég var fljót að næla mér í stað í hominu bak við úti- dymar. Það er kallað upp nafnið mitt í 100 m bringusund. Églæðistút,þaðerstartaðog er út í vatnið er komið er allt í lagi. Vinn ég greinina og er fljót að læðast á bak við hurðina aftur. Þá heyrist heldur betur hljóð. Einhver lítil stelpa, sem enginn hefur heyrt getið um hafði unnið. Ég læt fara eins lítið fyrir mér og hægt er. Kallað er í 500 m frjálsa aðferð. Ég synti aðeins bringusund, hinar stúlkumar bregða fyrir sig skriðsundi. Laugin er hræðilega löng, allt að þvf hafsjór, öldugangur í syðri enda mikill, ég sýp á, að mér finnst nokkra lítra, en ég ætla ekki að gefast upp. Vinn ég þessa grein einnig. Var nú mikill handagangur og málaflutningur í kvennaklefa um þessa óþekktu stelpu ofan úr afdölum og var mér mikill léttir að komast burt úr búningsklefanum. Að loknu H.S.K. mótinu, er ákveðið að ég keppi (fyrir H.S.K.) á Landsmóti Umf.í., er haldið var á Þingvöllum. Sundið fór fram í Hveragerði. Fór faðir minn þá til Hróars Bjömssonar íþróttakennara. Var hann ásamt vinnuflokki að byggja bamaskólann. Erindið var að biðja hann að kenna mér skriðsund, svo það mætti bæta mig, einkum í 500 m frjálsri aðferð. Það voru fjórar vikur til stefnu. Hjálpartæki s.s. sundflár þekktust ekki, sem nú í dag eru ómissandi í kennslu. Á landsmótinu lagði ég tvisvar í að reyna skriðsund í 500 m frjálsri aðferð og komst hálfa leið yfir laugina, varð þá að grípa til bringusundsins. Vann ég þessa grein og fékk II. verðlaun í 100 m bringu- sundi. Núuppfráþessubyrjarfyriralvöm áhugi fyrir sundkeppni í Umf. Bisk. Árið eftir þ.e. 1958, sendi Umf. Bisk. nokkra þátttakendur í H.S .K. mót er fram fór á Flúðum 1. júní. Ógnuðum við þar veldi Ölfusinga. Árið 1959 fór H.S.K.mótið fram að Flúðum. Við unnum mótið óvænt og var mikil gleði meðal okkar. Erfiðara var að smala liði 1960. Fór H.S.K.mótiðþáframíLaugarskarði. Það var 50 ára afmælismót H.S .K. Var safnað í rútu og “smalað”, því í suma þáutakend- urna þurftum við að ná í út í haga, því sauðburður stóð þá hæst yfir. Var þetta geysispennandi stigakeppni, því að Umf. Bisk. ogUmf.Ö. skiptustáum forystu alla keppnina út. Umf.Ö. vann með 45 1/2 stigi gegn 45 stigum, þó boðsundssveit þeirra væri dæmd úr leik. Árið 1961 unnum við hins vegar mótið aftur. Upp úr því hófst sigurganga Litli Bergþór 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.