Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 11
Sundrrmmt frumherjcm^ Fyrst er getið um sund í bókum Ungmennafélagsins í fundargerð frá 4. apríl 1909, sem Viktoría Guðmundsdóttir skrifar. Sundkennsla er fyrsta mál á dagskrá fundarins og er Þorfinnur Þórarinsson framsögumaður. Hann les bréf “frá Umf. Hrunamannahrepps þess efnis að Tungnamönnum var gefinn kostur á að nema sund á komandi vori við sundlaug félagsins”. Hann segist “ekki sjá ástæðu til að ræða nytsemi sundnáms að þessu sinni, því allir myndu vera samdóma um hana.” Sveinn Eiríksson “óskaði helst að Tung- namenn kæmu sjálfir upp sundlaug hjá sér og þyrftu ekki að læra annars staðar”. Hann vill kosta mann til náms og láta hann síðan kenna hér. Um þetta verða miklar umræður og eru nafngreindir 4 ræðumenn auk hinna fyrrnefndu og hafa þeir haldið einar 16 ræður. Bergur Jónsson ber upp tillögu um að reynt verði að fá Tungnamann sem dvelur í Reykjavík næsta vor til að búa sig undir sundkennslu í sveitinni og verði heimilt að styrkja hann með allt að 15 krónum úr félagssjóði. Þessi tillaga fær þóaðeins eittatkvæðien 16 eru á móti. Sú skýring er gefin á þessari niðurstöðu í fundargerðinni að “þá yrði vegna efnahags félagsins að fresta að fást nokkuð við hina fyrirhuguðu gróðrastöð félagsins”. Þótt svo færi að þessu sinni er áhuginn vakandi eins og ummæli Ingvars Guðmundssonar á fundi 8. janúar 1910 í umræðum um þegnskylduvinnu sýna. Hann lýsir sig fylgjandi þegnskylduvinn- unni “sérstaklega vegna þess að fyrir almenna sundkennslu væri mjög mikið gefandi, ef kæmist á í sambandi við vinn- una”. Afarkostir í fundargerð aðalfundar 7. nóvember 1910, er eftirfarandi haft eftir formanni félagsins, Þorsteini Þórarinssyni: “Sund- laug sú er ákveðið hafði verið að byggja hafði fyrirfarist. Var það sökum þess að ábúandi jarðar þeirrar er sundlaugin skyldi byggð á, hafði sett Ung- mennafélaginu þá afarkosti er það gat eigi gengið að”. En á fundi í janúar 1911 er kosin nefnd til að “sjá um framkvæmdir í sundlaugarmálinu”. Frá Ung- mennafélaginu eru kosnir Jón Jónsson á Laug og Sigurður Guðnason á Stóra- Fljóti. Þá hafði Ólafur Guðnason á Kjóastöðum verið tilnefndur af hálfu Glímufélagsins Teits. Stúlkur í sund! Á fundi 8. apríl 1912 minnir formaður “stúlkur á sundkennsluna er stæði þeim til boða hjá nágrannafélaginu”. Hann grein- ir frá því að Guðríður systir sín ætli að fara og biður fleiri að gefa sig fram, en ekki er getið um undirtektir við það. Sundlaug í Reykholti í ársskýrslu fyrir 1912 er m.a. í liðnum Önnur störf: “Gerð var sundlaug í Reykholti. Unnu félagar mest að því „Vel gæti verið að heppi- legra myndi að hafa samsund, en þá væri líka sundskýli sjálfsagt, þó í þetta sinn mætti ef til vill komast af með tjöld. Með „samsundi" mun hann eiga við að piltar og stúlkur séu samtímis á námskeiði." sjálfir.” Þetta ár kemur fram í reikningi kostnaður við sundlaugarbygginguna kr. 33.80 og er það um helmingur af árstillögum félaga. Þá hafa verið keyptir sundkútar, sem hafa kostað 1 kr. og 25 aura hvor. Líklega er svo fyrsta sundnámskeiðið haldið vorið 1913, því í ársskýrslu fyrir það ár segir svo: “Sund kennt í sundlaug félagsins 1 viku um vorið; nemendur 13 piltar”. Innkomin kennslugjöld eru á ársreikningi kr. 6,30 en 4 eru ógreidd kr. 3,60. Gjöldin viðsundkennslunaerukaup og fæði kennara kr. 17,- og til Þórðar á Stóra-Fljóti fyrir sundlaugarstæði kr. 7,-. Vorið eftir er haldið námskeið fyrir stúlkur og eru það aðeins 4 sem sækja það. Sundskýli Á fundi 8. nóvember 1914 er sundskýli á dagskrá. Framsögumaður er Jóhannes Kárason. Sumarliði Grímsson bókar eftirfarandi eftir honum:” Taldi æskilegt að komið yrði upp sundskýli við laugina. Um fyrirkomulag þess óskaði hann eftir áliti annarra en lofaði svo að athuga það nánar og ennfremur að ef félagið hugsaði um að byggja sundskýli fyrir Jónsmessu næsta ár þá skyldi hann koma upp skýlinu félaginu kostnaðarlítið.” í frásögn af umræðum kemur fram að Jóhannes hugsar sér að skýlið verði byggt úr timbri og jámi. Samþykkt er að gera kostnaðaráætlun um byggingu skýlisins fyrir næsta fund og þá verði tekin ákvörðun um það. Ekki verður þó úr því þar sem framsögumaður er þá fjarverandi og ekki er að sjá að það hafi verið rætt frekará næstu fundum, en áreikningi fyrir árið 1916 er í gjöldum 1 kr. til undirbúnings búningsklefa. Á fundi 30.maí 1915 er rætt um íþrótúr og virðist umræðan að lokum hafa snúist aðallega um sund. Þar kemur fram að sundskýli hefur ekki verið byggt. Bókun Sigurlaugar Erlendsdóttur á lokaræðu Þorsteins Sigurðssonar, sem var framsögumaður er svona: “Samþykkur því að félagið gerði allt sitt úl að sund- kennsla gæti orðið. Yrði einhver sendur á íþróttanámskeið ætti hann að leggja áherslu á það að læra sund úl þess að geta verið vel fær um að kenna, svo fyrir það yrði byggt að fólk lærði sundtökin skakkt. Vel gæú verið að heppilegra myndi að hafa samsund, en þá væri líka sundskýli sjálfsagt, þó í þetta sinn mætti ef til vil komast af með tjöld”. Með “samsundi” mun hann eiga við að piltar og stúlkur séu samtímis á námskeiði. Á fundi 28. nóvember 1915 er efúrfar- andi bókun síðast í fundargerð (líklega eftirÞorstein Sigurðsson): “VIÐGERÐ Á SUNDLAUGINNI. Framsögumaður Litli Bergþór 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.