Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 29
Skemmtiferð. ÚrBaldri, sept. 1941 Síðastliðið vor var ákveðið á ungmennafélagsfundi að fara skemmtiferð í sumar, í kringum Bjamar- fell. Sunnudagurinn 13. júli varð fyrst fyrir valinu, en þótt móðir náttúra væri að mörgu leyti gjafmild í vor og sumar var hún svo nísk á þurrka á rúmhelgum dögum í byrjun sláttar, að ekki veitti af að notaþærsunnudagaflæsursemgáfust. En það er trú manna eða a.m.k. yngra fólksins að helst sér þerrivon á sunnudögum í rosatíð og þannig reyndist það einnig 13. júlí 1941. Var því ákveðið að fresta förinni til næsta sunnudags, en allt bar að sama brunni. Þá tóku nokkrir bændur sig saman um að gefa unga fólkinu kost á að fara þessa för miðvikudaginn 23. júh'. Þann dag var veður hið ákjósanlegasta, Sveinn Sœmundsson stigiðafbakiogsprettafhestunum. Tóku menn svo að matast uns allir voru mettir Úr einuferðalagi ungmennafélagsins. F.v. Gísli Einarsson, Kormákur Ingvarsson, Gunnlaugur Skúlason, Ragnar Jóhannesson og Hárlaugur Ingvason fjcer. hvorki þurrkur né regn svo teljandi væri. Laust eftir hádegi voru 9 karlmenn og 10 stúlkur samankomin hjá Hrauntúni, en þar áttu allir að hittast. Var nú lagt upp og fyrst stansað vestan í Miðfelli. Meðan stansað var, vildu sumir okkar karlman- nanna vinna hylli hins fagra kyns með ástarsöngvum. Enþátttakavarátakanlega lítil og árangurinn eftir því. En “sjaldan fellur tré við fyrsta högg” svo við Guðjón héldum okkur við “Grallaralögin,” en allt án árangurs. Farið var inn með Miðfelli að vestan og austur á Bjamarfellssvelli. Þar var Því næst lagði sumt af fólkinu fjall undir fót, og komst sá hópur alla leið upp á Kistu, en þaðan er hið fegursta útsýni yfir byggð og öræfi. Þegar skrifuð er saga þessarar ferðar, er ekki hægt að komast hjá því að minnast alveg sérstaklega aldursforseta Ungmenna- félagsins, GuðnaáKjaranstöðum. Hann var einn í hópnum sem gekk á Kistu og var svo frár á fæú að við sem yngri vorum máttum hafa hafa okkur öll við að fylgja honum eftir. Eins og svo oft áður var Guðni hrókur alls fagnaðar hér í þessum lida hóp. Sannaðist þar áþreifanlega að æskan getur áttt sér ból undir silfurhærum. Þegar ungt fólk af báðum kynjum fer í fjallgöngur, kemur stundum fyrir að tilviljun eða eitthvað annað, lætur tvennt og tvennt fara sínar eigin krókaleiðir. S vo var einnig í þetta sinn. Þegar upp á Kistu kom, lét Guðni okkur heyra vísu um eitt slíkt tilfelli og vísan er á þess leið: E Ungra félags forseti, fór á snið með Steingerði. Truflaði frið í fjalllendi, felldi niður stórgrýti. Einnig varð til hjá Guðna eftirfar andi staka um ferðalagið á Fellið: Ferðum réði hinn ráðsnjalli, ríkti gleði í förinni. Bjart oss léðist blíðviðri, og breitt varð séð af hátindi. Eftir skamma viðdvöl uppi á fjallinu, héldum við til baka og man ég ekki til að markvert bæri til tíðinda á þeirri leið. Voru nú hestamir teknir og haldið sem leið liggur norður með Bjamarfelli og upp á Sandfell og beygt til suðausturs. Austan á háfellinu var áð skamma stund og sungin nokkur lög. Söng nú hver með sínu nefi.ættjarðarsöngva og önnur slík ljóð, enda vomm við Guðjón uppgefnir á “Grallara”söngnum, þrátt fyrir góða aðstoð Stefáns. Enn var stigið á bak og nú stefnt í austur. Vora menn ekki á eitt sáttir hvaða leið skyldi farin. Vildu sumir stefna ákríu sem bar í Haukadal, en aðrir á hrafn sem bar í Laugafjall. Endaði með því, að allir stefndu á kxumma og tóku Hrafna-Flóka sér til fyrirmyndar. Var komið niður af fjallinu hjá Helludal og haldið til Geysis. Þar var ákveðið að drekka kaffi. Meðan við biðum eftir kaffinu, geng- um við upp að Geysi og þógum hendur okkar, en ekki veit ég h vort það er venja að gestirnoti Geysi sem þvottaskál, en okkur gafst það vel. Að kaffidrykkju lokinni, var enn haldið af stað. Skiftust nú leiðir, Guðni og frú Loftson á Stóra-Fljóti fóru út með Hlíðum, en hitt fór austur yfir Tungufljót á hengibrúnni og síðan suður Eystritungu uns leiðir skildust og hver fór til síns heima. Ferðin var öll hin ánægjulegasta, en þó skyggði þar á gleðina að fleiri skyldu ekki hafa getað verið þátttakendur. Slíkar ferðir sem þessar lyfta fólkinu upp úr deyfð og drunga hversdagslífsins og auka félagshyggju og skapa meiri kynningu meðal félagsmanna. En við skulum vona að í næstu ferð verði meiri þátttaka og allir þeir sem lifa það af að fara þá ferð, beri jafn bjartar minningar og við berum um þessa för, 23. júlí 1941. Sveinn Sæmundsson. Litli Bergþór 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.