Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 27

Litli Bergþór - 01.12.1988, Síða 27
kannski ekki verið neinn leikur. Einhverj- ar fleiri persónur voru með í leiknum. Um þetta leyti var leikgerð Emils Thoroddsens úr Manni og konu sýnd í Reykjavik. Það var auðvitað miklu viðameira en hjá okkur. En Þorsteinn á Vamsleysu sagði mér eftir að hafa séð þá sýningu í Reykjavik, að feðgamir, Grímur og Egill hefðu verið miklu lakari þar en hjá okkur. Seinna sá ég þetta í sjónvarpi, og þá saknaði ég Lýðs Sæmundssonar í hlutverki Gríms. Mér þykir hlýða að minnast á Biskupstungnakórinn. Þó að hann væri ekki beinlínis á vegum Ung- mennafélagsins, þá voru ung- mennafélagar aðaluppistaðan í honum. Og auðvitað söng hann á samkomum Ungmennafélagsins. Og stjómandinn, Þorsteinn á Vatnsleysu, var bæði áhugasamur og smekkvís. Einu sinni, þegar ég var í Reykholti, var kóræfing þar ffá því seint á laugardegi og frarn undir sunnudagskvöld. Það var að vísu sofið um nóttina. Þegar söngmenn voru að fara, var farið að rökkva. ÉghorfðiáeftirBjamaáBóli,þar sem hann staulaðist fram hjá Stóra-Fljóti, þá orðinn dálítið sjóndapur. Og ég hugsaði með mér, að þarna væri mikill áhugi hjá öldruðum manni, enda vom þá heldur engin ellimörk á hans góðu bassarödd. Einhverjar skemmtiferðir vom famar á vegum félagsins, þegar ég var þar. Ég man helst eftir einni. Það er kannski af því, að við komumst ekki á leiðarenda eins og ætlað var. Ég man ekki, hve margir þátttakendur vom, né hvort við vomm á einum eða tveimur bílum. Þetta mun hafa verið í maí. Við fóram í Þjórsárdal og lentum í aurbleytu, þegar inn ídalinn kom. Þá varekki um annaðað gera en að halda áfram á tveimur jafnfljótum, og þannig komumst við inn að Hjálp. Auðvitað var hugmyndin að fara inn í Gjá, en það varð minna úr því. Á heimleiðinni komum við að Ásólfsstöðum. Páll bóndi var hressilegur heim að sækja eins og hann mun venju- lega hafa verið. Við fengum þar góðar veitingar, kaffi og mjólk, kökur og brauð eftir því sem hver vildi og kostaði það eina krónu fyrir manninn. S volítið man ég eftir þegar haldið var upp á 25 ára afmæli félagsins. Salurinn í samkomuhúsinu var skreyttur. Formaðurinn, Þorsteinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum setti samkomuna með ræðu og rakti sögu félagsins. Hann sagði að af stofnendum væru enn tvær komur í félaginu. Önnur var Guðríður systir hans, en ég man ekki fyrir víst, hver hin var. Eftir því hefur hann ekki verið meðal stofnenda. Ef til vill hefur hann þá verið við nám í Flensborg. Guðríður talaði á eftir og sagði meðal annars, að sér hefði ekki dottið í hug , þegar félagið var stofnað, að hún ætti eftir að vera félagsmaður í 25 ár. Sjálfsagt hafa fleiri ræður verið fluttar. Svo var sameiginlegt borðhald. Veitt var súkkulaði og kaffi með kökum. Að lokum var dansað. Nú er auðvitað enginn á lífi af stofn- endum. Þorsteinn á Vamsleysu hefur eflaust gengið fljótt í félagið. Það var stofnað fermingarárið hans. Hann sagðist hafa spurt pabba sinn, hvort hann mætti ganga í félagið og hann hefði svarað: “Þú mátt það, ef þú heldur, að þú getir gert eitthvert gagn.” Öllu þessu munu aðrir gera miklu betri skil, sem betur muna og betur vita. Ég var ekki nema 17 ár í Biskupstungum af þeim 80 árum, sem félagið hefur lifað og starfað. Áþessum merku tímamótum óska ég Umf. Bisk. allra heilla og langra lífdaga með blessunarríku starfi í hinni blómlegu sveit. , (kti/yi 4/yicut^ íli. JH. f. fuM. ófá /Cjid L j ft*. Tíul >7 l a. u ro / /70 00 1U 00 t l 398 39 CU /96 J* 3o ro 3- 1/9 in fl H m Ifc- ú 900 cc L /<U 7. 'ultM U fíftL Lk X. liAzM fct t ........ " Tt/rr)'íAaAÍ Jbrvie. T&víAA- ááL ■ cl • Jj. 4*~**Á- U.Jí.f'J UcJíJL £ Svo til allir ársreikningar félagsins hafa varðveist. Þessi er með rithönd Þórar- ins á Spóastöðum og áritun Erlendar á Vatnsleysu, sem var endurskoðandi í áratugi. furaAjJky*. /0. tu 309 7 ec -JS. Sl uM /02 76 169 62 U 19 V? 3 JJie. Li 1Ó9ilí Litli Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.