Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 56

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 56
Iþróttavöllurinn í Reykholti Gunnar Sverrisson Síðastliðið sumar var nýr íþróttavöllur, sem Umf. Bisk.á, tekinn í notkun hér í sveit, og hefur Ungmennafélagið staðið fyrir framkvæmdum frá upphafi. En það eru rétt níu ár síðan framkvæmdir hófust og er ffágangi ekki að fullu lokið þegar þetta er sett á blað. Undanfarin 10 ár höfum við ekki haft neina sérstaka aðstöðu til útifþrótta, svo ljóst er að nýi völlurinn bætir úr brýnni þörf. Þegar forráðamenn Ungmenna- félagsins ákváðu að fara út í vallargerð, voru að sjálfsögðu rifjaðar upp gamlar hugmyndir um íþróttamannvirki á svæðinu. Þrátt fyrir að ljóst væri að allkostnaðarsamt og ekki síður tímafrekt væri að ræsa fram og þurrka vallarsvæðið, þá var staðsetningin gagnvart öðrum sameignum sveitarinnar það augljós, að ákveðið var að hefjast handa á þessum stað. Félagið sækir um styrk til framkvæmdanna úr íþróttasjóði og fær fyrstu fjárveitingu 1981, en lög gera ráð fyrir að íþróttasjóður greiði 40% af íþróttamannvirkjum sem samþykkt hafa verið af íþróttanefnd ríkisins ; jafnframt samþykkir sveitarstjórn að greiða 30% kostnaðar og leggur til 1 mann í framkvæmdamefnd á móti 2 fulltrúum frá Umf. Bisk. Fyrsta árið var grafinn og sprengdur skurður undir brekkunni, til að veita burt vatni sem kemur stöðugt með klöppinni. í þann skurð er sett öflugt ræsi. Einnig er svæðið jafnað þetta fyrst ár, en næstu 3 ár er völlurinn ræstur og láúnn síga. Uppbygging vallarins er þannig að þvert yfir völlinn er framræslulögn í vikurskurðum með 10 m millibili á 60 sm dýpi. Yfir allt svæðið er svo 30 sm malar- lag og þar yfir 15 sm sand- og gróðurlag. Völlur er með einhliða hliðarhalla. Af þeim ástæðum sem fyrr greinir þ.e. að landið varð að fá að síga og ekki síður vegna ýmissa tæknilegra erfiðleika með malar- og efnisflutning á svæðið tók verkið þetta langan tíma. Einnig voru fjárráð félagsins takmörkuð því oftast hefur staðið á greiðslum úr íþróttasjóði. Ungmennafélagið hefur að talsverðu leyti lagt fram sinn hluta í formi sjálfboðavinnu og öðrum framlögum. Framreiknaður kostnaður er nú tæpar 4 milljónir króna, en það er lægra en áætlað Við vcrðum að telja íþróttavöllinn verðmæta aðstöðu og vonandi verður hann vel nýttur og vel hirtur um ókomin ár, því vel hirtur íþróttavöllur er staðarprýði. Eiríkur Sveinsson vinnur við völlinn sumarið 1986. Möl ekið á svæðið 1983. Vinnuflokkur við völlinn 1986. var. 56 Litli Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.