Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 22
Gamla samkomuhúsið á Vatnsleysu Það mun hafa verið í kringum fardaga 1926 að ráðist var í að byggja samkomuhús í Biskupstungum eða fundarhús eins og það var oft kallað. Svo kallað þinghús hafði verið á Vatnsleysu mjög lengi. Var það í tengslum við gamla bæinn í vesturbænum. Einhverjar smádeilur urðu um hvort flytja ætti þingstaðinn í Reykholt og byggja fundarhús þar. En gamli þingstaðurinn varð fyrir valinu enda mjög miðsvæðis í sveitinni, en þá skipti vegalengd miklu máli. Ráðinn var smiður. Hinrik hét hann ívarsson, bróðir Þórdísar á Króki. Bílfær vegur var aðeins kominn að Torfastöðum. Þar sem Ungmennafélagið stóð fyrir þessari byggingu voru ungmennafélagar skyldaðir til að láta dagsverk í að sækja efnið að vegarenda. Allt efni var því sótt að Torfastöðum á hestvögnum eða klakk. Hinrik smiður, eins og hann var oft kallaður, vann allt vorið, sumarið og veturinn við að byggja húsið ásamt ýmsum sveitungum sem lögðu vinnu í framkvæmdina. Samkomuhúsið var allt byggt úr timbriogjámi. Bárujárn að utan og panil- klætt að innan. Húsaskipan var þannig: gengið inn í skúr eða anddyri, salur, smá leiksvið með gangi fyrir aftan og litlum herbergjum til hliðar. Unnið var við þessa byggingu fram á vordaga 1927 og um það leyti var húsið tekið í notkun. Upp úr 1930 var svokölluð “viðbótarbygging” gerð. Var þar um að ræða kaffisal, eldhús og búningsherbergi fyrir dömur. Eftir að þetta hús kom voru allir fundir og aðrar samkomur haldnar þar. Dansleikir voru svona 1-2 á sumri. Byrjuðu þeir um kl. 1-2 að deginum og stóðu til 7-8 um kvöldið. Þá sjaldan að voru vetrarböll, sem þá helst var um jólin, hófustþau kl. 10 um kvöldið og stóðu alla nóttina þar til skíma fór af degi, því þá var fólk annað hvort gangandi eða á hestum. Aðaltrompið var eftir að útvarpið kom til sögunnar: “Eiríkur á Bóli spilar.” í gamla Vatnsleysuhúsinu voru í fyrsta skipti kynnt lög sem síðar urðu landsfræg eins E Sigurður Þorsteinsson. og Ljósbrá eftir Eirík, sem hann kynnti sjálfur og vinnumaður á Bóli söng án míkrafóns. Mörg leikrit voru sett á fjalimar á litla sviðinu á Vatnsleysu. Líklega voru Vesturfaramir með fyrstu verkunum á þessu sviði. Þá má nefna Skugga-Svein sem tvisvar var leikinn þar. Er mér minnistæður Jóhannes í Ásakoti í titil- hlutverki, Skúli í Bræðratungu sem Sigurður í Dal, Þorsteinn á Vatnsleysu er lék sýslumanninn og Erlendur á Vatnsleysu sem fór með Jón sterka af miklum tilþrifum. Að sjálfsögðu voru mörg fleiri stór og smá leikrit sett upp á sviðinu í Vatnsleysuhúsinu. í fjölmörg ár söng Karlakór Biskupstungna undir stjórn Þorsteins á Vatnsleysu á jólasamkomum og við fleiri tækifæri í þessu húsi. Þá má minnast á bama- samkomur skólans í Reykholti. Árvissar samkomur, með kórsöng, Ieikþáttum eins og Hans og Grétu og fl. Stjómmálafundir vom margir haldnir í þessu samkomuhúsi, með Jörund í Skálholti og Eirík á Hæli í fararbroddi. Aðalstarfsemin í þessu húsi var á vegum Ungmennafélagsins en það stóð að helstu menningarþáttum í sveitinni.en starfsemi félagsins var í góðum blóma á þessum Sigurður Þorsteinsson ámm. Allar samkomur, hvort heldur voru fundir, dansleikir eða leikrit voru í þessu húsi fram yfir 1960 er Aratunga tók við hlutverki þessa gamla húss. Urðu það mikil umskipti, bullandi hverahiti í öllum hornum, en gamli kola- og síðar olíuofninn í Vatnsleysuhúsinu reykti oft, svo mökkur var í húsinu fyrst í stað, en fljótlega var slökkt á ofninum því allir dönsuðu sér til hita. í þessu húsi kviknaði mörg fyrsta ástin og varð undirstaða að farsælu hjónabandi. “En tímamirbreytast og mennimir með.” Lengi vel þótti ófært að boða til dansleikjar að sumri til án þess að hafa upplestur eðaræðumann. Upples- ari var oft Stefán Sigurðsson skólastjóri. Kannski Unnar Þór vilji taka að sér upp- lestur á dansleikjum í Aratungu? Hinrik samkomuhúsasmiður var félagslyndur og glaðlyndur maður. Hann hafði viðurværi á Vatnsleysubæjunum, meðan hann byggði fundarhúsið. Móður minni gaf hann brauðskurðarbretti er hann gerði, með greyptri vísu til hennar sem þakklætisvott fyrir aðhlynninguna. Sjáðu gjöf í sæmi þig sóma hmndin fríða. Þetta beiddi Þorsteinn mig þitt á bú að smíða. Hinrik smiður er allhress ennþá. Verður 90 ára í ágúst að sumri. Gengur hvem dag að smíða báta fyrir landsmenn. Reyndar sem skraut. Sigurlaug Erlendsdóttir, ritari 1914-1915 og 1917-1928. 22 Litli Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.