Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 43

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 43
Hástökkssúlur voru sumsstaðar, en stokkið yfir band á æfingum. Þessar íþróttaæfingar voru fyrst í stað vegna þátttöku félagsmanna í Héraðsmóti Skarphéðins, sem alltaf fór fram í Þjórsártúni á þessum árum, en síðar komu mótin milli nágrannafélaganna Umf. Hvatar og Umf. Bisk.og síðar Umf. Laugdæla. Á þessum árum átti Umf. Bisk. alltaf einhverja þátttakendur í frjálsíþróttakeppninni í Þjórsártúni og mjög oft í Skjaldarglímunni, sem jafnan var hápunktur héraðsmótsins. Ég minnist þess að oft ræddu félagamir um að byggja þyrfti íþróttavöll í Tungunum og var þá rætt um Fljótlega eftir að Umf. Bisk. var stofnað byrjuðu félagamir að kaupa bækur og lána þær síðan á milli bæja. Myndaðist þannig smám saman vísir að bókasafni, sem var varðveitt fyrst að Vatnsleysu en eflir að Þinghúsið var byggt þá fluttist það þangað. Aðstaðan í Þinghúsinu var mjög erfið, herbergið aðeins um 7 fermetrar og húsið var auðvitað óupphitað. Þama vom þær bækur sem safnið eignaðist, þar til séra Guðmundur Óli tók að sér safnið og flutti það að Torfastöðum fyrir 1960 og var það þar til það var flutt í Aratungu 1962. Þá voru í safninu milli 600 og 700 bækur en flestar þeirra voru gamlar. Eftir að safnið var flutt í Aratungu, þar sem það fékk 70 ferm. húsnæði þá smájókst bókakostur þess en þó var fjársvelti svo mikið að fyrstu árin þar hélt það rétt í horfinu, þangað til nýju bókasafnslögin tóku gildi um 1970. Bókasafnsverðir frá því að safnið kom í Aratungu hafa verið þessir: Guðmundur Ingimarsson, Eiríkur Sæland, Sigurjón Kristinsson, Þuríður Sigurðardóttir, Guðni Olgeirsson og Jón ÞórÞórólfsson. Safnið missti helminginn af húsnæði sínu þegar Umf. Bisk. og Kvenfélag Biskupstungna fengu aðstöðu í húsrými þess og þannig er ástatt núna að safnið hefur aðeins 35 ferm. húsrými. Á þessu tímabil frá því að það kom í ............................ staðsetningu við samkomuhús félagsins á Vatnsleysu, en þó miklu fremur í Reykholú, en þar var heitt vatn og þegar komin lítil sundlaug við bamaskólann. Allnokkur íþróttaaðstaða var komin við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal á þessum tíma og þar hafði m.a. verið haldið Landsmót Umf.í. árið 1940 en ekki minnist ég þess að rædd væri iþróttavallargerð þar. Sennilega hefur mönnum ekki þótt sú staðsetning góð, fremur horft til þess að hafa hana nærri miðri sveit, sem og síðar varð, þ.e.a.s. í Reykholti. Vegalengdir í samgöngum skiptu oft meira máli í þá daga en nú gerist og urðu stundum tilefni til ágreinings Aratungu hefur verið lögð mikil vinna í að skrá allt safnið og koma því fyrir en það er fyrirsjáanlegt að það þarf að huga að framtíðarsessi þess. Eftir að hafa kynnt mér fyrirkomulag safna töluvert sýnist mér það vera bestu framtíðarlausnina að því sé sköpuð aðstaða í nýja skólanum með sér inngangi og að því verði aldrei blandað saman við skólabókasafnið. Það eru margir kostir, sem mæla með þessu, svo sem að einn og sami maðurinn gæti hugsanlega séð um bæði söfnin. Það mundi fá betri aðbúnað í skólanum undir faglegri stjóm. Þegar til lengri tíma er litið mundi safnið njótagóðs af sambýlinu, svo sem með fleiri opnunartímum á viku. En meðan er beðið eftir að bókasafnið komist á varanlegan stað þarf að bæta aðstöðu þess í Aratungu. Það þarf að gera það með því að það fái fyrra húsrými, sem það missti og að auka innbú þess að verulegu leyti. Það er ekki hægt nema að það fái aukin peningaráð til þess að kaupa fleiri hillur og annað innbú sem tilheyrir safninu. Þetta er ógerlegt með því fé, sem hreppurinn greiðir til safnsins og væri það verðugt verkefni fyrir Ungmennafélagið að standa fyrir veglegu átaki úl að gera safnið að vinalegum stað, þar sem fólkið myndi hitta sveitungana í ró og næði. Safnið hefur alllaf verið skráð sem eign Umf. Bisk. og vil ég endilega mæla með því að svo megi vera áfram, því að innan sveita um staðsetningu á mannvirkjum til íþrótta-og félagsstarfs. Eftir þessa sundurlausu upprifjun mína frá æskuárum í Biskupstungum, er mér margt fleira í huga sem of langt yrði að telja hér. Þessari sveit á ég meira að þakka en rúmast gæú í einni blaðagrein, en það er önnur saga, sem bíður betri tíma. Ungmennafélagi Biskupstungna óska ég til hamingju með 80 ára afmælið, um leið og ég þakka félagsmönnum þeirra mikla starf og uppbyggingu í gegnum árin, ekki síst á stórbættri fþrótta- og félagsaðstöðu. Sveitarstjóm á hér líka stóran hlut að máli, sem vert er að þakka. Að endingu óska ég Biskups- tungnamönnum öllum til hamingju með blað Ungmennafélagsins “Litla- Bergþór”, sem er menningarlegur miðill og til fyrirmyndar um efnisval og frágang í blaðaútgáfu ungmennafélaganna á sambandssvæði H.S.K. og þótt víðar væri leitað. Eiríkur Sæland meðan svo er ýtir það undir ábyrgðartilfinningu unga fólksins í sveitinni að safnið blómgist og fari ekki í niðumíðslu, því þó að aðrir fjölmiðlar sæki sífellt á, verður hið ritaða orð vonandi alltaf það mikilverðasta, einkum í varðveislu orðsins. Það sem við höfum ritað á bók er alltaf úl staðar og auðvelt að fletta þvf upp aftur og aftur, ef með þarf, en því er ekki að heilsa með aðra fjölmiðla. Af reynslu minni á safninu hef ég komist að raun um, að það er ekki hægt að kaupa til safnsins nema þær bækur sem em aðallega lesnar af fólkinu í sveitinni og því verður það ekki nema til alþreyingar, því að svona lítið safn ræður ekki við kaup á öðrum bókmenntum. Það fólk sem þarf aðrar bókmenntir en bjóðast í safninu þarf því að hafa fyrir því að fá þær á safninu á Selfossi. .................................... BókgMfuM Eiríkur Sæland Litli Bergþór 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.