Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 37
á staðnum. í honum léku, að ég man, Fríða í Hrosshaga, hjónin á Brautarhóli, Erlendur á Vatnsleysu og fleiri, en þessi eru mér minnistæðust. Erlendur fór hreint og beint á kostum í þessum þætti, hann hefði sómt sér á hvaða sviði sem var, og hefði ég viljað sjá hann leika oftar. Einnig var svo með konu hans, Kristínu. Eldra fólkið minntist þess oft er hún Iék í Tengdamömmu, eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Það hafði aldrei séð fallegri og fágaðri leik en hjá henni í því verki. Aratunga var vígð vorið 1961 með mikilli hátíð. Hugsuðu margir sér gott til er þeir litu þetta fína svið, meira að segja með hlera í miðju gólfi sem átti að vera til mikils gagns og rauðu, fallegu velúrtjöldin. Já það var mikill munur á eða fossinn sem dreginn var upp og niður á sviðinu á Vatnsleysu. Um haustnætur heyrðist hvíslað manna á milli að nú ætti að setja upp leikrit í Aratungu og var afráðið að fá leikstjóra sem var nýmæli. Annað var ekki gerandi í svona fínu húsi. Það fréttist að búið væri að ráða Ey vind Erlendsson frá Dalsmynni sem leikstjóra, en hann var útlærður í Reykjavik. Taka átti til uppfærslu Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran, og þótti sjálfgefið að Sigurður á Heiði léki fógetann og fíeiri voru tilnefndir í önnur hlutverk. Mikið óskaplega langaði mig til að vera með, mig hreint og beint dreymdi um það “bara lítið statista hlutverk”. En eitt kvöldið komu Eiríkur Sæland sem var formaður Ungmennafélagsins þá og tveir með honum sem ég man ekki hverjir voru og hann átti erindi við mig. “Að hugsa sér,” þeir fara þess á leit við mig að ég leiki Guðnýju. Mig hreint og beint sundlaði og horfði til skiptis á fólkið í stofunni en kom ekki upp orði. En Þorsteinn og Ágústa sögðu:”Auðvitað verðurðu með, við skulum passa barnið.” Mikið varð ég glöð - sá fólkið á mér að ég hefði leikið í skóla eða að ég hefði eytt mestu af vasapeningunum mínum til að fara á leiksýningar? “Nei, auðvitað ekki.” Ástæðan var sú, að heimasætur sveitar- innar voru ekki heima, annað hvort í skóla eða vinnu einhvers staðar. En ég ætlaði ekki að geta sofnað um nóttina af tilhlökkun og einnig kvíða fyrir þvf að leikstjóranum þætti ég of lítil. Æfingar hófust og ekki minntist leikstjórinn á stærð mína, svo ég andaði léttar. Oft var komið fram á nótt er ekið Úr Er á meðan er. Gunnlaugur Skúlason, Jóna Jónsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. Úr Leynimel 13. Sigurjón Kristinsson og Fríða Gísladóttir. ÚrGísl. Halla Bjarnadóttir og Þórður Hjartarson. Tekið í tafl í einni leikferðinni með Gísl. Þórir Sigurðsson, Sigurður Erlendsson og Sigurjón Kristinsson. E 3 Litli Bergþór 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.