Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 31
Næsta ferð var einnig dagsferð og frekar stutt. Lagt var af stað um hádegi, hver á sínum bfl og ekið í Þrastarskóg. Þar stansað góða stund og þessi gróðurvin Umf.í. skoðuð. Sjálfsagt hefur enginn gert sér verðmæti þessa staðar í hugarlund þegar Tryggvi Gunnarsson gaf þennan reit fyrir um 70 árum. Nú er hann ómet- anlegur til fjár. Friðunin hefur gert ungu birki kleift að vaxa eðlilega og nú eru þarna til hríslur sem ná nokkrum metxum á hæð. Margar tegundir blómplantna skrýða skógarbotninn, sumar sjaldgæfar. Þama sést best hvemig íslensk náttúra getur skartað við bestu aðstæður. Eink- unnarorð Ungmennafélaganna eru sem kunnugt:”Ræktun lýðs og lands.” f Þrastarskógi er síðari liðurinn svo sannar- lega í framkvæmd. Áfram var haldið upp að Sogsvirkjun og upp Grafning og á Þingvelli, en þar var drukkið kaffi og litast um á sögufrægum slóðum. Síðan ekið heim um Gjábakkahraun og stansað við Laugar- vatnshelli. Þessi ferð var nokkuð fjölmenn og hentaði vel fyrir alla fjölskylduna. Næsta ferð var í Kórinn á Bláfellshálsi og því dagsferð. Lagt var af stað um hádegi á einkabflum og ekið inn fyrir Illagil og bflum lagt þar. Stefnan tekin yfir urð og grjót og eigi létt fyrr en í Kómum. Þetta er mjög sérkennileg kvos í Valagili, talinn gamall farvegur Hvítár. Mikill meirihluti þeirra fjölmörgu sem þátt tóku í þessari ferð höfðu aldrei komið þarna áður enda ekki í alfaraleið. Þessi staður kom flestum mjög á óvart. Strax var myndaður kór í Kómum og fjárlögin kyrjuð nokkra stund. Síðan hófst eyðimerkurganga til baka nú upp í móti og sóttist því seinna. Síðan ekið til byggða. Góð dagsferð sem kom á óvart. Ekki voru aflir í Umf. Bisk. ánægðir þessar eins dagsferðir, sérstaklega fólk milli tektar og tvítugs. Því var ákveðið að næsta ferð yrði tveggja daga og var farið í Veiðivötn. Rúta var nær full og gist var í tjöldum. Ég tók ekki þátt í þessari ferð og kann því ekki að greina frá henni. Næsta ferð var eins dags ferð inn á Kjöl. Þátttaka var dræm eða um 10 manns. Einn skólabfll var fenginn til aksturs. Ekið var inn í Hvítanes, Kerlingafjöll, Hveravelli og út í Þjófadali. Þetta varbýsnaeftirminnileg ferð. Bíllinn varð bremsulaus á Hveravöllum og það sprakk á honum öðru sinni við Hvítárbrú á heimleið. Þá var nýja brúin í smíðum og aðstoðuðu brúarsmiðir okkur þá vel, en hjá þeim fengum við dekk að láni. Allt tafði þetta ferðina mikið en það er svo skrítið að baslið man maður best. Þegarhringvegurinnopnaði 1974var ákveðið að fara í ferð í Skaftafell það árið. Þátttaka var góð, rútan full. Ekið var upp Gnúpverjahrepp og virkjanavegi í Sigöldu, en þar beygt í Landmannalaugar. Komið þangað á miðjum degi og áð góða stund. Nú sneru þær fyrir mér allt öðru vísi en í fyrri ferð en fegurðin var engu að síður hin sama. Síðan var haldið áfram austur Kýlinga og Jökulgil að ánni Nyrðri- Ófæru á Skaftártunguafrétti. Ætlunin var að ganga þaðan að Ófærufossi. Bílstjórinn, sem þóttist kunnugur á þess- um stöðum, taldi mér trú um að það væri mesta firra, það væri um 4 tíma ferð fram og til baka. Við þessar fréttir minnkaði áhugi ferðafélaganna það mikið að ákveðið var að halda för áfram á Klaustur. Síðar var mér sagt að það væri kannski einn klukkutími sem færi í að skoða Ófærufoss. Þetta var ekki það eina í ferðinni sem þessi bílstjóri reyndi að ráða og átti ég oft í mesta basli við hann. Ég hafði farið áður mikinn hluta af leiðinni og tók því að mér að vera leiðsögumaður. í þessari ferð lærði ég að það er vandasamt starf, ef ferð á að heppnast. Á leiðinni að Klaustri skoðuðum við Holtsgljúfur á Síðu en það er víða um 100 metra djúpt, skorið þverhnípt í móbergið. Tjaldað var í Landbrotshólum gengt Kirkju- bæjarklaustri og farið á ball í Kirkjuhvoli um nóttina. Daginn eftir varekið í Skaftafell, yfir nýju brýmar. Bæjargilið í Skaftafelli skoðað og sumir fóru upp að Svartafossi. Þá gengið á jökulsporðinum á Svínafellsjökli. Síðan snúið við og ekið heim á leið en nú um Mýrdalssand. Stoppað við Dyrhólaey og gengið á hana og fuglar skoðaðir. Þaðan ekið beint heim. Þessi ferð var í það lengsta sem tveggja daga ferð, en skemmtileg fyrir því. Síðasta ferðin sem ég tók þátt í var farin vestur á Snæfellsnes. Ein og svo oft áður var fengin rúta frá Ólafi Ketilssyni, en hann hefur alltaf reynst félaginu vel og verið ódýr við okkur. Yfir40félagartóku þátt í þessari ferð og vom langflestir um fermingu. Þetta var langyngsti hópurinn sem ég var með í ferðum. Ég tók að mér leiðsögn og fann fljótt að því yngri sem ferðafélagamir eru því minni kröfur eru gerðar til leiðsögumanns. Best þótti að hafa háværa músik og enga landafræði eða sögustagl. Ekið var sunnan megin á nesinu og vestur fyrir Jökul en austur norðan á því. Tjaldað var rétt vestan við Grundarfjörð seint um kvöldið. Daginn eftir var ekið í Stykkishólm og staldrað þar við, síðan ekin Skógarströndin í Dalasýslu. í Bröttubrekku bilaði kúplingin í rúlunni, þannig að erfitt var að skipta um gír. Ástandið versnaði stöðugt og við bjuggumst við að allt yrði strand þá og þegar. Samt tókst að komast í Akraborgina og ná heilu og höldnu til Reykjavikur. Þar var skipt um rútu og allir komust heim glaðir og ánægðir. Ég fór margar fleiri ferðir á vegum ungmennafélaganna sem ég rek ekki hér. Ofarlega eru mér í huga ferðir á Landsmót á Eiðum og Sauðárkróki en efst er ferð á Landsmót dönsku ungmennafélaganna á Jótlandi 1971. Allar þessar ferðir veittu mér ómælda gleði, þótt sumar væru mjög erfiðar. Litli Bergþór 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.