Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 51

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 51
stig, tíu stiga frost, gengur á með éljum. Ég með tvo kúta, horgrýlukerti í nefinu, hjam á kolli og krap í eyrum, að reyna að “meika það” að hinum bakkanum í laug- inni á bringusundi. (Sennilega er þessi minning svona sterk af því hversu skelfileg hún er og ég lélegur sundmaður. Andartök angistar greypast jú hvað fas- tast í hugann.) Ég tek það fram að léleg sundkunnátta mín er ekki lélegri kennslu Þóris að kenna, heldur af því að eins og allir vita var engin sundlaug til staðar í sveitinni um nokkurra ára skeið. Því erum við nokkur úr þessum árgöngum hið her- filegasta sundfólk, þ.e. þau sem ekki fóru á sundnámskeið á sumrin. Þórir stóð hins vegar á bakkanum og hvatti óspart til dáða, enda hvarflaði ekki að manni að gefast upp þótt um líf og dauða væri að tefla. Hjá Þóri gafst maður ekki upp, - sá möguleiki var einfaldlega ekki fyrir hendi. Minning úr leikfimitíma: Magavöðvaæfin ágæta, iiggja á bakinu og fætur fet frá jörðu. Þcim hélt maður enn uppi þó magavöðvamir væru komnir í tvöfaldan pelastikkhnút og ein og ein taug í kviðarholinu tognuð eða slitin. (Málið var náttúrulega líka að geta jafn lengi og helst lengur en strákarnir, - gamli metnaðurinn. Reyndar var Helga systir alltaf best í þessu.) Þarna í leikfimisainum fannst mér hins vegar gaman, þó oft svitnaði maður hressilega, enda hæfileikamir meiri á þurru landi en ofan í sundlauginni. Svo við víkjum að mínum persónulega (og glæsta) íþróttaferli, þá held ég að hann hafi byrjað er ég tók þátt í Bláskógarskokkinu níu eða tíu ára. Ég held það hafi verið Hreinn frá Dalsmynni sem benti mér á að taka þátt í þessu hlaupi frá Gjábakka að Laugarvatni. Reyndar man ég nú ekki svo vel eftir þessu, nema þá helst sigurgleðinni í lokin (því að sjálfsögðu sigraði ég í mínum aldursflokki) og harðsperrunum sem héldust í a.m.k. í viku og gáfu mér frí frá því að reka úr túninu þann tíma. (Helgi vinnumaður smalaði á meðan.) Pabbi segir að ástæðan fyrir velgengni minni hafi verið sú að strákamir í bekknum voru eitthvað að gefa í skyn að ég myndi nú sennilega gefast upp og/eða alla vega verða langt á eftir þeim. Þá kom gamli metnaðurinn upp í mér og dagana fyrir hlaupið gekk ég um álútu höfði og tautaði ýmist eða hrópaði: “Ég skal, ég skal, ég skal!” (Þetta segir pabbi allavega, þó ég Litli Bergþór muni auðvitað ekki svo vel eftir þessum barnaskap.) Þetta hlaup varð svo fastur punktur í íþróttaiðkunum næstu árin, eða þar til fyrmefnd “eftirblómaskeiðsár” gengu í garð. Þegar ég velti fyrir mér þessum “efnilegum árum” þegar mig dreymdi um Ólympíuleika og dýrkaði helstu íþróttastjömur heimsins, sé ég hversu sorglegt það er að vera efnilegur, svo BARA efnilegurog að lokum: að hafa einu sinni verið efnilegur. Af hverju komst maður aldrei hærra og af h verju tók þessi efnilegi ferill svo skjótan enda áður en hann almennilega hófst? Ég held, satt best að segja, að ég hafi verið óheppin á þeim stórmótum sem ég tók þátt í. Ég man eftir mjög mikilli líkamlegri vanlíðan (Rósa frænka var í heimsókn) er ég tók þátt í víðavangshlaupi í Vatnsmýrinni í Reykjavik. Fyrir keppni í 3000 m hlaupi á íslandsmeistaramóti át ég svo hressilega yfir mig heima hjá Eddu í Dalsmynni (af tómri kurteisi að sjálfsögðu) að það tók mig dágóða stund að skila því öllu aftur í ræstingakompu við búningsherbergin að hlaupi loknu. Þar náði ferill minn þó hámarki þar sem ég mcð gífurlegri baráttu náði öðru sæti á eftir landskunnri hlaupadrottningu.(Með smáu letri má geta þess neðanmáls, að við vorum þrjár sem þreyttum hlaupið og sú þriðja gafst upp á miðri leið.) Á landsmóti ungmennafélaganna á Selfossi var ég komin með unglingaveikina (alræmdur sjúkdómur sem rænir menn þreki til stórvirkja á íþróttasviðinu) sem er aðal orsök þess hversu skjótur endir varð á ferli mínum. Vakti ég því allar nætur á einhverju randi með félögunum og mætti svo útkeyrð og ósofin í hlaup daginn eftir. Að vísu tókst mér að ná fimmta sæti í 1500 metrunum ínokkra klukkutíma, þ.e. tir að allir keppendur Ú.Í.A. höfðu verið dæmdir frá keppni vegna keppnisbrots, en sá dómur var afturkallaður. Að þessari úttekt lokinni held ég að það sé nokkuð ljóst að það var mitt eigið persónulega klúður að ég skyldi aldrei verða annað en efnileg og að ég skyldi aldrei komast á Ólympíuleika. Eins og ég nefndi í upphafi þá erþessi samantekt alls ekki sagnfræðilegs eðlis. Ég hef alltaf þótt ýkja talsvert og jafnvel gæti verið að eitthvað sé skáldað þar sem minnið hrökk ekki til. Ég bjó ekki til afreksmannaskrá áttunda og níunda ára- tugarins þar sem ég hefði örugglega gleymt mestu hetjunum og skapað mér þar með ævilanga óvild þeirra. Ég viðurkenni fúslega vanþekkingu mína á iþróttamálum unga fólksins í sveitinni í dag en það er næsta víst að krakkamir eru ekkert síður efnileg nú en áður. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla og það á líka við um fjarlægð í tíma. Einu hefur þessi upprifjun þó komið leiðar: Ég er komin með “móral” yfir hreyfingarleysi, aukakflóum og slöppum vöðvum, búin að dusta rykið af gömlu strigaskónum mínum og farin út að trimma. - Verið þið sæl,- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.