Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 23
Fél^sheimilí Helgi Kr. Einarsson Meðal frumþarfa mannsins er þak yfír höfuðið. Gerð slíkra mannvirkja, hefur að jafnaði miðast við kröfur síns tíma. Með seinni tíma umsvifum á sviði félagsmála hefur þörfin fyrir hús fyrir margs konar starfsemi á þeim vettfangi orðið brýn. Kirkjumar voru að vísu til. En þær voru ekki nýttar nema til kirkjulegra athafna, að jafnaði. ÞóertaliðaðkirkjaáÞingvöllum hafi að einhverju leyti verið nýtt til alþingisstarfa þegar veður var vont um þingtímann. ( íslendingasaga l.b. Jón Jóh.). Annars fóru þing og dómar ffam undir berum himni. Útisamkomur eru reyndar haldnar enn. Hof voru byggð í heiðni. Seinna er svo getið um svokölluð þinghús á þingstöðum hreppanna. Þau voru byggð eins og önnur bæjarhús eða skemmur. í bæjarhúsaröðinni á Vatnsleysu var fram á 20. öldina þinghús. Þar var þingstaður Biskupstungna. Það var torfhús með moldargólfi en timburþil. Þar fóru fram sveitafundir, málarekstur dómsmála og hreppsskilaþing. Á milli bæjanna Hellu- dals og Neðra-Dals, á svonefndri Lauga- torfu, eru taldar hafa verið fornar þingbúðatóftir (Árbók fomleifafélagsins 1908, 38.). Með tilkomu unglingafélaganna upp úr aldamótunum 1900 og síðar Ungmennafélags Biskupstungna 1908, kom til sögunnar ný þörf fyrir samkomuhús vegna félagsstarfsins. í fyrstu var notast við aðstöðu á þeim bæjum, sem betur voru húsaðir en aðrir, t.d. í Múla, Bergstöðum, Miklaholti, Torfastöðum og e.t.v. víðar. Jafnvel voru milliþil fjarlægð á meðan samkoma stóð. Getið er um að á einni samkomu á Torfastöðum hafi verið um 100 manns. Byggingarsaga samkomuhússins á Vatnsleysu er reifuð á öðrum stað í þessu blaði. Á fundi íUmf. Bisk. árið 1941 errætt um “gjafabréf”. Frumbýlingur garðyrkjunnar á Stóra-Fljóti, Þorsteinn B. Loftsson, hafði boðið félögum í sveitinni að gjöf landspildu, hallann frá hvemum niður að vegi, meðfram skólagirðingunni, Litli Bergþór Helgi Kr. Einarsson. með því markmiði að byggja þar samkomuhús. Þetta voru: Kvenfélagið, Stúkan “Bláfell” og Umf. Bisk. Talsvert var rætt um þetta á fundinum. Þótti þetta ekki heppilegt húsastæði. En samþykkt var að Umf. Bisk. fyrir sitt leyti skyldi þiggja þessa gjöf, þó “þörfin sé ekki brýn, eins og stendur” og rætt var um að nær væri að fegra og færa í betra horf samkomuhúsið (“þinghúsið”, eins og það var gjaman nefnt) á Vatnsleysu og umhverfi þess. Á fundi í Umf. Bisk. 10. júní 1945, kemur Guðjón H. Bjömsson, vinnumaður Þorsteins B. Loftssonar á Stóra-Fljóti, með skilaboð frá honum: að hann býður Umf. Bisk. til kaups fyrir kr. 5.000.- rúman ha. landsspildu á há-Reykholti frá hvernum suð-vestur með skóla- girðingunni á efri mörkum skóla- lóðarinnar. Á þessum fundi var kosin 3ja manna nefnd til þess að athuga þetta kaup- tilboð. Ekki sést í fundargerðum meira á þetta mál minnst. Á fundi í Umf. Bisk., 23. maí 1948 er hreyft hugmynd um að það þurfi að fara að huga að byggingu nýs samkomuhúss eða félagsheimilis eins og það var þá nefnt fyrst. í það minnsta að hefjast handa um fjársöfnun, svo eitthvað yrði handbært, þegar byrjað yrði. Og þá talað um að heppilegast myndi vera, að það yrði byggt í námunda við Reykholt. Á þessum eftirstríðs-árum varð “Félagsheimilasjóður”til; nýbýla- löggjöfin og fleira. Nú hófst steinsteypuöld til sjávar og sveita. Jarðyrkjuvélar lentu á skriðdrekabeltum stríðsins, grófu, ýttu, möluðu og mokuðu. Á fundi í Umf. Bisk. um miðjan nóv. 1952, var í fullri alvöru rætt um að hefjast handa um byggingu félagsheimilis. Þá var ákveðið að boða til sérstaks fundar í félaginu með dagskrá. Þar skyldu bomar fram ákveðnar tillögur. Sá fundur var svo haldinn 30. nóv. s.á. Stjóm Umf. Bisk. bar þar upp ákveðnar tillögur til samþykktar. En það urðu áhugamönnum nokkur vonbrigði að það voru mættir aðeins 14 félagar. Enþama virtistríkjaáhugi.því í fundargerð segir, að allir hafi tekið til máls. En það ríkti þarna viss glímuskjálfti. Þamavarsamþykktaðfara með ákveðnar tillögur á fund hreppsnefndar um húsbyggingu. Til þessa völdust formaður, Sveinn Skúlason, ogritari, Helgi Kr. Einarsson. í janúarlok 1953 fóru þeir svo á fund hreppsnefndar. Þeim var hleypt inn á fundinn þegar hreppsnefndinni þótti henta. Ekki skal skráð hverjar hugrenn- ingar Sveins og Helga voru, meðan þeir biðu utan hurðar. En víst er að ekki munu þeir hafa ædað sér að guggna við að bera upp er- indið þó biðin lengdist, nema síður væri. En ekkert var heldur sagt í þá veru - þess þurfti heldur ekki. Undirtektir hreppsnefndar vom góðar. Kosnir voru tveir menn af hennar hálfu til undirbúningsviðræðna við hin félögin. Það vom Skúli Gunnlaugsson oddviti og Þorsteinn Sigurðsson. Frá Umf. Bisk. voru kosnir í þessa nefnd 5. mars 1953 Helgi Kr. Einarsson Hjarðarlandi og Loftur Kristjánsson Felli. Frá 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.