Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 38
Úr Gísl. Sunna Borg, leikstjóri, í hópi leikara og aðstoðarfólks. íslandsklukkan. Sunna Borg í hópi leikara og aðstoðarfólks. Úr Markólfu. Halla Guðmundsdóttir, leikstjóri í hópi leikara. Úr íslandsklukkunni. Jóhanna Róbertsdóttir og Bragi Þorsteinsson. var heim af æfingum eins og gengur og mikið fannst mér borgarbaminu myrkrið svart. Hvergi ljós á bæjum, því rafmagnið var bara komið upp í Reykholt og allir búnir að slökkva á rafstöðunum sínum og þegar heim kom þurfti að kveikja á olíulampa til að rata í bólið. Allir búningar voru heimasaumaðir. Það voru keyptir margir strangar af ul- larvoð í Álafossi svo var bara hver flík lituð eins og þurfti. Þetta verku unnu þær Sjöfn Halldórsdóttir og Elín í Austurhlíð. Eyvindur Erlendsson gerði leiktjöldin sem voru mjög falleg og er eitthvað til af þeim enn og hafa verið notuð í mörgum leikþáttum. Frumsýnt var að mig minnir á þriðja á jólum, sem var gamall siður og hafður dansleikurá eftir sýningu og einnigpelinn látinn ganga undir sýningunni. Þar af leiðandi tóku margir í salnum virkan þátt í þessu með okkur og það kastaði nú alveg tólfunum þegar ég fór að syngja, þá voru nokkrir ungir menn austan úr Hrepp hressir og kátir sem voru mjög duglegir að hjálpa mér með sönginn. Við höfðum sýningar víða um Suðurland, bæði í mögulegum og ómögulegum húsum, en allt gekk þetta vel og sýndum við alltaf fyrir fullu húsi og tvisvar urðum við að sýna á Selfossi. Sjálfsagt hefur margt spaugilegt hent á sýningunum sem ég er búin að gleyma en einu man ég eftir. Það var á sýningu í Aratungu að það var komið þar í sýningunni, er ég átti að vekja Lénharð í lokrekkjunni. Er ég lít inn í rekkjuna og segi:”Vaknaðu Lénharður, vaknaðu,” þá sé ég að hann er búinn að missa finu hárkolluna. Ég grét af hlátri og hvíslaði:”Siggi, hárkollan!”. En Siggi, svo sallarólegur, skellti á sig kollunni, en þá snéri hún öfugt, svo ég reyndi að láta hann skilja það og þrýsti honum niður í rekkjuna aftur. Ef hann hefði ekki verið svona yfirvegaður þá hefði getað farið illa, en enginn varð var við þetta út í sal. Mér hefur orðið tíðrætt um Lénharð fógeta. Það er kannski af því að það var fyrsta verkið sem sett var upp í Aratungu og það fyrsta sem ég tók þátt í, en mikið var þetta allt saman skemmtilegt. Annað verkið sem sett var upp var B ör Börson. Leikstjóri var Kristján Jónsson. Sigurður Þorsteinsson lék Bör, en verkið ver fjölmennt og skemmtilegt. Tókst vel í alla staði og var ferðast með það á sömu staði og það fyrra, nema það var einnig E 3 38 Litli Bergþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.