Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 42
Minningar úr íþróttastarfi fyrir 40 árum Hafsteinn Þorvaldsson Mér er bæði ljúft og skylt að rifja upp í nokkrum orðum fyrstu kynni mín af ungmennafélagsstarfi, sem átti sér stað austur í Biskupstungum fyrir rúmum 40 árum. Veturinn 1946 til 1947 þegar ég var 15 ára gamall, var ég við nám í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, ásamt fleiri jafnöldrum mín- um úr Tungunum. Það mun hafa verið fljótt upp úr áramótum, að boðað var til aðalfundar í Ungmennafélagi Biskup- stungna í gamla samkomuhúsinu á Vatnsleysu. Snjóþyngsli og mikil ófærð var um alla sveit, svo ekki var um að ræða að sækja fundinn öðruvísi enn fótgangandi. Eftir nokkum undirbúning var ákveðið að leggja í hann, enda þótt færð og veðurútlit væri ekki sem best og fór fyrir fótgönguliðinu Greipur Ketilsson, frændi Sigurðar Greipssonar. Á fundinum gekk ég í Umf. Biskups- tungna, og var jafnframt kosinn í eina starfsnefnd, sem mig minnir að hafi verið ferðanefnd sem skipuleggja átti ferð Umf. Hvatar og Umf. Bisk. austur að Heklu til þess að skoða Heklugosið og ummerki eftir það. Um sumarið tók ég svo þátt í minni fyrstu frjálsíþróttakeppni fyrir félagið á íþróttamóti Umf. Hvatar og Umf. Bisk. að Borg. Á þessu móti varð ég 3. í hástökki og stökk 1,55 m. Sigurvegari í hástökkinu var hins vegar Hjalti Bjarnason í Öndverðamesi og minnist ég þess enn hversu léttur hann var er hann á leikfimisstökki beint að ránni vippaði sér yfir 1,62 m. Auk frjálsíþrótta var á þessu móti einnig keppt í glímu og reiptogi. í reiptoginu tóku þátt margir virðulegir bændur og kraftatröll úr báðum sveitum og var þá mikið tekið á og mátti vart á milli sjá hvorir legðu meira að sér, keppendur eða áhorfendur. Keppendur í reiptoginu sem flestir voru í sínum spariskóm, spymtu fast í illa gróinn grasvöllinn og mynduðu væna plógstrengi áður en upp var staðið og eftir átökin voru margir blóðrisaá síðum eftir kaðalinn. Það sýndi sig hins vegar hversu vel á sig komnir þessir menn voru, að þeir skyldu þola bæði átökin og spennuna ; þá heyrðist enginn tala um æðastíflur eða hjartaveilu. .................m..a:mm.... Hafsteinn Þorvaldsson. Það verður þó að viðurkennast, að á göngulagi manna mátti glöggt greina býsna miklar harðsperrur næstu daga á eftir. Þá mun þessi æsispennandi keppni líklega hafa verið aflögð, vegna þess að við Iá, að menn ofbyðu bæði getu sinni og geði. Glímukeppnin var ekki síður spenn- andi, en bæði félögin áttu á þessum tíma marga mjög vel liðtæka glímumenn. Glímukeppnin fór fram inni í gamla samkomuhúsinu á Borg og þegar mest gekk á og hábrögðum var beitt, máttu áhorfendur oft vara sig og það hrikti í húsviðum öllum. Af vettvangi Ungmennafélags Biskupstungna á iþróttasviðinu, eru mér þó minnistæðastar frjáls- íþróttaæfingamar, sem ég fékk að taka þátt í, en frá bamæsku dvaldi ég í sveit á sumrin hjá afa mínum og ömmu á Galtalæk. Á þessum árum var móðurbróðir minn, GuðmundurEgilsson á Galtalæk, formaður Ungmennafélags Biskupstungna og naut ég þess að fylgjast með áhuga hans á félagsstarfinu og fékk einnig að fara með honum á frjálsíþróttaæfingar, sem á þeim tíma voru haldnar á ýmsum stöðum í sveitinni. Ég man eftir frjálsíþróttaæfingum í Reykholti, í Vatnsdalnum austan við bæinn Krók í Eystri-Tungunni og á túninu í Ásakoti í Bræðratunguhverfinu. Vel má vera að æfingamar hafi verið á fleiri stöðum, t.d. í Ylri-Tungunni. A frjálsíþróttaæfingunum ríkti mikil leikgleði og fólk naut þess að koma sa- man, enda þótt aðstaðan væri ekki neitt sérstök, aðeins sléttur bali eða þétt sand- eyri. Menn lögðu þetta á sig eftir langan og strangan vinnudag, fæstir áttu ökutæki og þegar best Iét komu menn ríðandi, en oftast fótgangandi og sumir um langan veg. ^ Ég hugsa að margir íþróttakennarar og leiðbeinendur nú til dags, væru býsna ánægðir með þátttökuna í þessum æfing- um okkar í þá gömlu góðu daga, því oftast vorum við kringum 30 og stundum nokkuð fleiri. Sjálfsagt hafa á þessum ámm verið margir leiðbeinendur og íþróttakennarar hjá Umf. Bisk. á þessum voræfingum. Ég man þó aðeins eftir einum, Hjálmari Tómassyni, íþróttakennarafráAuðsholti. Hjálmarvar líflegur og mjög fær leiðbeinandi, auk þess sem hann var fjölhæfur og góður xþróttamaður sjálfur. Það væri freistandi að nefna hér nokkur nöfn þeirra íþróttamanna sem æfðu frjálsíþróttir í Umf. Bisk. á þessum árum en vegna þeirra hættu að gleyma kannski þeim er síst skyldi, mun ég sleppa því. Á þessum árum voru konur að koma meira til þátttöku í íþróltastarfinu en áður, og minnist ég þess hversu glæsileg kvenna-sveitin okkar var. Konurnar æfðu þá mest hlaup og stökk, aðallega spretth- laup og í þá daga 80 m hlaup og þá líka 4 x 80 m boðhlaup. Þæræfðulíkalangstökk og hástökk, en minna aðrar greinar frjálsíþrótta. Karlamir æfðu mikið hlaup, 100 m spretthlaup og 800 m hlaup, öll stökk nema stangarstökk og Iílilsháttar kastgreinar, aðallega kúlu og kringlu. Ekki minnist ég þess að menn hafi neitt verið að mæðast yfir aðstöðunni, reynt var að ná 100 m hlaupabraut á sæmilega sléttu og 800 m hlaupið var svo reynt að hlaupa í hring á túni, eins konar víðavangshlaup. Félagamir gerðu sér stökkgryfju og keyrðu í hana sand á hestvögnum eða pældu bara sandeyrina á staðnum. Kúlu- og kringluhringir voru merktir á jörðina með sandi og þegar best lét var planki við frambrún kúluvarpshrings. .......................... Litli Bergþór 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.