Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 24

Litli Bergþór - 01.12.1988, Qupperneq 24
Kvenfélaginu var Kristrún Sæmundsdóttir Brautarhóli. Þessi nefnd til undirbúnings, kom fyrst saman í Reykholti 15. maí 1953. Formaður var kosinn Helgi Kr. Einarsson. Fyrst var athugað hvar helst myndi mögulegt að byggja. Kom strax í ljós, að sveitin mundi ekki eiga nóg land til að byggja á í Reykholti. Komu helst til álita tvær spildur; önnur norðvestan þjóðvegar fyrir austan túnið á Brautarhóli ; hin neðan skólalóðar, þar sem Aratunga er nú. Báðar þessar spildur átti Kristinn bóndi á Brautarhóli. Hann tók vel í það að selja land undir hús. Hinn 20. ágúst 1953 kom nefndin enn saman að Brautarhóli. Þá var þar einnig mættur Þorsteinn Einarsson íþróttarfulltrúi og framkvæmdarstjóri Félagsheimilasjóðs. Þar var ákveðið að mæla þessar spildur og meta kostnað. Hitalögn yrði dýrari á svæðið vestan vegar en tilfærsla á landi vegna íþróttavallar yrði meiri fyrir neðan skólann. Eftir mælingar og áætlanir var talið að kostnaður við framkvæmdir yrði um kr. 16.000 meiri á svæðinu vestan þjóðvegar en fyrir neðan skólalóðina. íþróttafulltrúi mælti fremur með því, að byggt yrði fyrir neðan skólann. Enn frem- ur með tilliti til sameiginlegra nota af íþróttamannvirkjum. Þcgar hér var komið sögu var málið lagt fyrir almennan sveitarfund 9. febrúar 1954. Sá fundur var fjölmennur. Þor- steinn á Vatnsleysu var fundarstjóri en málshefjandi Helgi Kr. Einarsson Hjarðarlandi. Ábyggilega var nokkur glímuskjálfti meðal forgöngumanna húsbyggingarmálsins, minnugir þess, að samkomuhúsið á Vatnsleysu hafði reynst nokkur fjárhagslegur baggi og ekki síður að um þá byggingu hafði alls ekki ríkt nógu góð eining í sveitinni. En við umræður á fundinum kom strax í ljós almennur áhugi fyrir því að byggja hús og þar voru samþykktar tillögur lið fyrir lið nær einróma, um að hefjast handa um byggingu sem miða skyldi við sal sem tæki 250 manns í sæti, þar sem Aratunga stendur nú. Þann 18. febrúar 1954 var á fundi undirbúningsnefndar að Hjarðarlandi, ákveðið hver kostnaðarhlutföll skyldu vera í þátttöku þeirra aðila sem að bygg- ingunni stæðu. Félagsheimilasjóður skyldi, sam- kvæmt lögum, taka á sig 40%, en eigendur 60%. Af því skyldi hreppurinn taka á sig 68%, Umf. Bisk. 30% og Kvenf. Bisk. 2%. Á þessum fundi var einnig ákveðið að í eigendanefnd skuli vera 3 menn frá hreppsnefnd, 3 frá Umf. Bisk. og 1 frá Kvenf. Bisk. Á þessum fundi var mætt næröll hreppsnefndin, stjóm Umf. Bisk. og gjaldkeri Kvenf. Bisk. ásamt undirbúningsnefndinni. Þá var einnig ákveðið að í framkvæmdamefnd skuli vera þrír; þar af 2 ffá Umf. Bisk. og 1 frá hreppsnefnd. Kvenfélagskonur töldu sig hafa litla möguleika á að fjármagna húsbygginguna, en töldu sig hins vegar geta lagt lið við rekstur húsins þegar þar að kæmi. 2. maí 1954 hélt hin nýkjöma eig- endanefnd fyrsta fund sinn að Vatnsleysu. í henni voru: frá Biskupstungnahreppi: Skúli Gunnlaugsson oddviti Bræðratungu, Karl Jónsson bóndi Gýgjarhólskoti, Sigurður Greipsson skólastjóri Haukadal ; frá Kvenf. Bisk- upstungna: Kristrún Sæmundsdóttir húslfú Brautarhóli; fráUmf. Bisk.: Einar G. Þorsteinsson Vatnsleysu, Björn G. Er- lendsson bóndi Skálholti og Helgi Kr. Einarsson bóndi Hjarðarlandi, sem þá var kosinn formaður nefndarinnar og var það til 1963. Nú þurfti margt að starfa: sækja um fjárfestingarleyfi til Innflutningsráðs, semja um kaup á því landi sem til þurfti, mæla landið og kortleggja, teikna hús og mannvirki. Skúli Gunnlaugsson og Helgi Kr. Einarsson voru valdir til að fara á fund Kristins bónda á Brautarhóli til að semja um landkaupin. Hann gafkostáca. 4ha. lands á kr. 5000 pr. ha. Að tillögu Þor- steins Einarssonar íþróttafulltrúa var leit- að til teiknistofu Gísla Halldórssonar um hústeikningu. Tíminn líður hægt og bítandi. Það er teiknað, mælt og áætlað. 16. apríl 1955 var svo kosin framkvæmdamefnd: Loftur Kristjánsson Felli og Einar G. Þorsteinsson frá Umf. Bisk. og Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, sem var gjaldkeri nefndar- innar. Teikningar fóru milli teiknistofu og eigendanefndar til athugunar og breytinga. Sótt var um fjárfestingarleyfi og fékkst vilyrði fyrir að fjárfesta í annarri tilraun, fyrir allt að 150.000,- árið 1956. 15. maí 1956 komu til athugunar lokateikningar, sem voru þá endanlega samþykktar. Þær þurfti svo að senda Félagsheimilasjóði til endanlegrar samþykktar og svo til innflutningsskrif- stofu. í öllu þessu bréfastússi var íþróttafulltrúi Þorsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Félagsheimilasjóðs, alltaf boðinn og búinn til að gefa góð ráð og liðka málið. Á þessu ári var svo hafist handa við bygginguna. Steyptur var upp kjallari undir veitingasal og eldhús og plata yfir hann. Enginn fastur verkstjóri var ráðinn, en Eiríkur í Miklaholti sá um þetta verk, ásamt framkvæmdarnefndinni. Kostnaður þetta árið var kr. 269.433,- . Ekkert fékkst úr Félagsheimilasjóði þetta 24 Litli Bergþór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.