Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 17
Litli-Bergþór Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Á aðalfundi Umf. Bisk. vorið 1979 var kosin útgáfunefnd í fyrsta sinn. Hlutverk hennar var fyrst og fremst að koma fréttum frá Umf. á framfæri. Ekki var hugmyndin þá að það yrði í jafn stórum stíl og útgáfa Litla-Bergþórs er orðin nú. Þegar leið á næsta vetur var farið að undirbúa útgáfu fréttablaðs og kom það eins og af sjálfu sér, undir handleiðslu Gríms Bjamdal “útgáfustjóra” og Sveins Sæland þáverandi formanns Umf. Bisk. og núverandi ritstjóra. í 1. tölublaði 1. árgangs Litla-Bergþórs, sem kom út 5. mars 1980 segir m.a. svo í ritstjóragrein Gríms Bjamdal: ”í gamni og alvöru”: “Einu sinni var ritnefnd og afrek hennar em elstu Tungnamönnum kunn, því hún gaf út blað er nefnt var Bergþór, eftir karli miklum er bjó í Bláfelli. Nú er öldin önnur. Ritnefnd er að vísu til, en hver hún er og h var hún er, vita sjálfsagt fáir. Það dettur engum í hug að vekja Bergþór í Bláfelli til lífsins, en ég er sannfærður um að til eru þeir sem hafa hug á að hefja á ný útgáfu Bergþórs. En hinir frómustu menn segja það jafnerfitt verk að vekja ritnefnd til dáða og að særa fram draug. Fleiri nefndir er brenndar sama brennimerki og ritnefnd. Nálega eitt ár er frá því að útgáfunefnd var komið á fót og má segja að þetta sé hennar fyrsta skref, það er því hægara um að ræða en í að komast, en vonandi er u'mi krafta- verkanna ekki liðinn. Hér með hefur göngu sína “Fréttablaðið Litli-Bergþór.” Nafnið erkomið ffá áður nefndu blaði og er nafngift útgáfustjóra. Markmið þessa blaðs er að koma alls konar upplýsingum, fréttnæmu efni héðan úr byggðalaginu á framfæri við ykkur lesendur góðir. Öllum er heimilt að senda inn efni til birtingar og mun útgáfunefndin sjá til þess að sem flest komi í blaðið.” í þessu 1. tbl. eru fréttir af þingi HSK. og af félagsvist Umf. Bisk. og ber þar mest á vísum eftir Jóhannes á Litla-Fljóti og Björn í Úthlíð, þar sem þeir voru fengnir til að yrkja um ýmis málefni til skemmt- unar á félagsvistinni: “Hvemig gengur að vakna á morgnana? Jóhannes: Friðinn lengur fæ ég ekki, í fússi lem ég klukkuna. Verra skítverk vart ég þekki, en vakna snemma á morgnana. Afmælisvísa um sjálfan sig. Bjöm: Þótt gildni vömb og gráni hár, glaður þrátt ég glími. Því fjörutíu og fjögur ár, finnst mér stuttur tími. Þá var yrkisefnið hestur. Jóhannes: Staður, hvimpinn, slægur, latur, styggur væri ef nennti því. Ef í honum væri einhver matur eflaust færi hann pottinn í.” „ Vel má vera aö tilvist Litla- Bergþórs hafi að einhverju, leyti orðið hvati að skrifum Einars [Gíslasonar frá Kjarnholtum], allavega þegar fram í sótti og er það vel efsvo er. Einnig má ímynda sér að svo sé og eigi eftir að verða hjá fleiri góðum mönnum, því margir eiga minningar sem eru þess virði að festa beri á blað." Látum þetta nú duga af 1. tölublaðinu. í næsta blaði birtust úrslit úr íþróttamóti og æ síðan hafa iðulega birst úrslit móta. Fljótlega fóru að berast greinar frá öðrum félögum hér innansveitar, nú eða einstak- lingum, en alltaf þurfti að ganga eftir þeim. Nú er svo komið að algengt er að Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. menn hafi samband og vilji komagreinum eða fréttum á framfæri. Vorið 1981 tekur Margrét Sverrisdóttir við starfi ritstjóra og var í því í 1 ár. Þá tók við Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, en 2 árum seinna eða vorið 1984 verður Sveinn Sæland ritstjóri og er hann það enn. Varðandi uppsetningu LB er það að segja að mikil þróun hefur orðið. í upphafi var fjölritað af stenslum með akkúrat engum skemmtilegum möguleikum, en nú hefur tölvuöldin haldið innreið sína, svo nú þarf að vara sig á vírusum. Ýmsir þættir eiga sér fastan sess í Litla- Bergþór. Ber þar hæst fréttaþátt sem er í sífelldri þróun. Vísnaþátturhefur veriðaf og til og einnig ættfræðiþáttur. “Eins og mér sýnist”, er þáttur þar sem hver sem getur skrifað um hvaðeina sem honum liggur á hjarta, (líkist helst útvarpsþættinum “Um daginn og veginrí’) og hefur ritnefnd helst viljað halda í þáttinn en oft gengið illa að fá fólk til að skrifa. Erfiðlega hefur gengið með “Viðtalið” og hefur það æði oft fallið niður, þrátt fyrir góðan vilja ritnefndar og ýmissa aðstoðarmanna sem kvaddir hafa verið til. Ýmsar frásagnir hafa birst í LB á seinni árum, fróðlegar og skemmtilegar og yrði of langt mál að telja þær upp, en mig lan- gar sérstaklega að nefna greinar Einars Gíslasonar frá Kjamholtum. Vel má vera að tilvist Litla-Bergþórs hafi að einhverju leyti orðið hvati að skri- fum Einars, allavega þegar fram í sótti og erþað vel ef svo er. Einnig má ímynda sér að svo sé og eigi eftir að verða hjá fleiri góðum mönnum, því margir eiga minn- ingar sem eru þess virði að festa beri á blað. Litli Bergþór 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.