Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 5
Stofnun og jyrstu starfsár Nokkur atriði til skýringa Segja má að stofnun Ungmennafélagsins 1908 sé í raun sameining tveggja félaga, sem fyrir voru í sveitinni, Unglingafélags Eystritungunnar stofnað 1906 og Málfundafélags Ytritungunnar, líklega stofnað 1907. Grein er um fyrmefnda félagið í ritinu Inn til fjalla III. bindi, útgefnu af Félagi Biskupstungnamanna í Reykjavik 1966. Þarereinniggrein um st- ofnun og fyrstu starfsár Ungmenna- félagsins. Báðar eru þessar greinar eftir Guðríði Þórarinsdóttur frá Drumb- oddsstöðum, sem starfaði í báðum félögunum frá upphafi. Hins vegar eru litlar heimildir til um Málfundafélagið. Allgóðar heimildir eru til um stofnun og fyrstu starfsár Ungmennafélagsins, því bæði eru til fundargerðarbækur og bók, sem geymir ársskýrslur, reikninga og skrá yfir bréf sem félagið fékk og skrifuð voru í þess nafni. Á skortir þó að félagaskrá er fyrst færð fyrir aðalfund 1910. Þá eru félagar orðnir 49 en stofnendur voru 30. Ekki er því unnt að sjá hverjir þeir voru allir. Starfsemi félagsins var fjölþætt á þessum fyrstu starfsárum og er ekki hægt að gera neina tæmandi grein fyrir henni í þessu riti. Hér verða því aðeins sýnd fáein dæmi með því að taka upp úr fyrmefndum gögnum. Rétt er þó að nefna ýmis atriði, sem ekki er fjallað sérstaklega um. Málfundastarfið virðist hafa verið mjög líflegt fyrstu árin. Þá var framsögunefnd skipuð á hverjum fundi til að sjá um umræðuefni ánæsta fundi. Þau voru mjög fjölbreytileg. Rætt var m.a. um tóvinnuvélar á Reykjafossi, dýravemd, ættjarðarást, starfsval, bókalestur, tollamál, ættarnöfn, þegnskylduvinnu, helgidagavinnu, meðhöndlun fjármuna, hugsjónir æskumannsins og kvenréttindi. Á tímabili var algengt að safna spum- ingum fyrir fundi og láta fundarmenn svara þeim. Fundimir hófust oft með húslestri og enduðu á söng, dansi eða íþróttum. Á skemmtunum, sem átímabili voru haldnar í byrjun hvers árs og stóðu fra 7 að kvöldi til 8 að morgni, var margt gert til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlestrar vom ekki aðeins haldnir á þessum skemmtunum, heldur einnig í skemmtiferðum og stundum var sérstaklega til þeirra boðað. Þeir vom fluttir ýmist af félögum eða aðkomumönnum. Ýmiskonar hjálpar- starf var stundað, gefnar peningagjafir til þeirra sem áttu við veikindi að stríða, hjálpað til við heyskap o.fl. Kartöflur voru ræktaðar og heyja aflað í fjáröflunarskyni. Ýmislegt fleira mætti tína til. A.K. Fundargerð stofnfundar Hinn fyrsta sumardag 1908 var fundur haldinn að Vatnsleysu í Biskupstungum. Var það að tilhlutun “Málfundafélags Ytritungumanna”, og skyldi ræða um stofnun ungmennafélags í sveitinni. Veður var kalt og mættu því fáir, - um 30 alls. Þorsteinn kennari Finnbogason setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Þorfinn Þórarinsson, búfræðing á Drumb- oddsstöðum, en hann aftur til skrifara Jóhannes Erlendsson organista á Torfastöðum. Þorsteinn Finnbogason var málshefjandi á fundinum og hóf hann umræður um ungmennafélag. Lýsti stefnuskrá þeirra, starfi og hugsjónum. Gat hann þess í tölu sinni, er var alllöng, að ætlun þeirra er boðuðu til þessa fundar hefði verið að stofna ungmennafélag í þessari sveit. Þorfinnur Þórarinsson. ViktoríaGuðmundsdóttir.kennslukona fráGýgjarhóli, kvaðst vilja segjaþeim, er eigi vissu það áður, að ungmennafélag væri þegar orðið til í þessari sveit. Hefði “Unglingafélag Eystritungunnar”, er þá hafði starfað í tvo vetur breytt lögum sínum þannig á síðasta fundi er haldinn hafði verið um veturinn áður, að þau væri í samræmi við sambandslög „Ungmennafélags íslands”. Hefðu og margir félagar skrifað undir skuldbind- ingarskrá Ungmennafélags íslands. Þorfinnur Þórarinsson kvaðst hafa meðferðis frumvarp til laga fyrir Ungmennafélag Eystritungunnar, svo og skuldbindingarskrá þá er félagar þar höfðu undirritað og gætu menn notað það hér, ef þeir vildu. Þótt svo væri að heyra sem Ytritungu- menn hefðu í fyrstu eigi hugsað sér að Litli Bergþór 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.