Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.1988, Blaðsíða 25
árið. Um haustið samþykkti eigenda- nefndin að leggj'a fyrir almennan sveitar- fund tillögu um, “að hver verkfær karlmaður í sveitinni 17-60 ára skuli leggja fram 10 dagsverk í bygginguna eða tilsvarandi upphæð í peningum og ógiftar konur á sama aldri 5 dagsverk.”. Þetta var samþykkt á sveitarfundi. Þetta var svo innheimt eða unnið fyrir árin 1956 2 dagsverk og 1958 3 dagsverk, 1959 3 dagsverk og 1960 2 dagsverk. Þessi skylduvinna skyldi deilast hlut- fallslega á framlag hvers aðila við bygg- inguna. Mestur hluti þessarar skylduvinnu kom til skila. Haldnar voru stórar hlutaveltur árin 1956, 1958 og 1959. Gefin voru út skuldabréf, til 15 ára fyrir allt að kr. 300.000,- með 6% ársvöxtum. Tekin voru lán til skamms tíma. Ungmennafélagið reyndi með happdrætti og var að öðru leyti ötult við að reyna að safna fé til framkvæmdanna. Arin 1957 og 1958 voru framkvæmdir við húsbygginguna fremur hægar. En í árslok 1958 var kostnaður oriðnn alls kr. 500.000,-. Félagsheimilasjóður var fjárvana. “Það eru 33 félagsheimili í smíðum”, stóð í einu bréfinu frá þeim. Svo var stundum dráttur á vinnuteikningum. Teiknistofa Gxsla Halldórssonar var líka með mörg járn í eldinum. En sumarið 1959 var húsið steypt upp. Verkstjóri var Hróar Bjömsson. Veturinn 1959-1960 var svo lagður hiti í húsið og unnið að múrverki. Húsið var fokhelt um haustið 1959. Þá í árslok var kostnaður alls um 1,2 milljónir. Ungm.fél. var þá búið að leggja fram alls um 109 þús. eða ríflega sinn hlut. Verkstjóri við innréttingar var Stefán Kristjánsson. Blikksmiðjan Vogur (framkvæmdastjóri Sveinn Sæm- undsson) sá um og smíðaði loftræstikerfi. Áfram var haldið. 2. janúar 1961 var ákveðið að leita eftir tilboðum í kaup á stólum og borðum í húsið. Einnig bollapörum og glösum. Nú var farið að huga að því að gera sam vinnusamning um rekstur hússins, skipan húsnefndar. í henni skildu vera þrír, einn frá hverjum eignaraðila. Og hvað átti svo húsið að heita? Auglýst var eftir skriflegum tillögum sem átti að skila til formanns eigendanefndar fyrir20. maíl961. Fram komu tillögur að yfir 50 nöfnum. í nefnd til þess að gera ákveðnar tillögur um nafn, voru valdir: sr.Guðmundur Óli Ólafsson, Þorsteinn á Vatnsleysu og Sigurður í Haukadal. Á nefndarfund í eigendanefnd 3. júlí 1961 kom greinargerð frá einum nefndar- manni, Þorsteini á Vatnsleysu. Þar er helst hallast að nafninu “Reykjafell”. Nú hafði verið ákveðið að vígja húsið 9.júlí 1961. Kvöldið fyrir vígsludag kom eig- endanefndin saman aðReykholti. Þá voru í eigendanefndinni sama fólk og í upphafi, að öðru leyti en því, að stundum var í stað Einars Þorsteinssonar Loftur Kristjánsson og Þórarinn Þorfinnsson í stað Sigurðar Greipssonar. Á þennan fund voru mættir Þorsteinn Sigurðsson Vamsleysu, en hann hafði verið ráðinn veislustjóri við vígsluna daginn eftir. Og svo var Sigurður Greipsson. Hann bar fram áþessum fundi breytingartillögu um nafnið á húsinu: “Aratunga skal það heita.”. “Samþykkt einróma”, stendur í fundargerðinni. Kostnaður við bygginguna var í árslok 1961 kr. 4.422.133,81 ; þá eru skuldir 1.870.831,49. Skylduvinnuframlög alls kr. 181.789,-. Samskot og gjafir alls kr. 208.656,-. Ágóði af hlutaveltum “ “ 144.364,-. Seld skuldabréf “ “ 209.000,-. Hinn 9. júlí 1961 var haldin fjölmenn og vegleg vígluhátið með boðsgestum frá nágrannafélögum, menntamálaráðuneyti og. fl. Það var létt og bjart yfir þessum vígsludegi. Glímuskjálfti for- göngumannanna var horfinn. Glæsilegt hús var risið. Brotið var blað í aðstöðu til félagsmálastarfsemi í sveitinni. Formaður eigendanefndar Helgi Kr. Einarsson afhenti formanni húsnefndar Sigurður Erlendssyni Vatnsleysu lykil hússins. Félagsheimilið Aratunga var formlega tekið í notkun. ^ÝLAGNIK VIÐHAKÐ jENS pétur JÓHANNSSON LOGGILTUR RAFVERKTAKI SÍMI 98-68845 - LAUGARÁSI BISKUPSTUNGUM E Litli Bergþór 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.