Litli Bergþór


Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 37

Litli Bergþór - 01.12.1988, Page 37
á staðnum. í honum léku, að ég man, Fríða í Hrosshaga, hjónin á Brautarhóli, Erlendur á Vatnsleysu og fleiri, en þessi eru mér minnistæðust. Erlendur fór hreint og beint á kostum í þessum þætti, hann hefði sómt sér á hvaða sviði sem var, og hefði ég viljað sjá hann leika oftar. Einnig var svo með konu hans, Kristínu. Eldra fólkið minntist þess oft er hún Iék í Tengdamömmu, eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Það hafði aldrei séð fallegri og fágaðri leik en hjá henni í því verki. Aratunga var vígð vorið 1961 með mikilli hátíð. Hugsuðu margir sér gott til er þeir litu þetta fína svið, meira að segja með hlera í miðju gólfi sem átti að vera til mikils gagns og rauðu, fallegu velúrtjöldin. Já það var mikill munur á eða fossinn sem dreginn var upp og niður á sviðinu á Vatnsleysu. Um haustnætur heyrðist hvíslað manna á milli að nú ætti að setja upp leikrit í Aratungu og var afráðið að fá leikstjóra sem var nýmæli. Annað var ekki gerandi í svona fínu húsi. Það fréttist að búið væri að ráða Ey vind Erlendsson frá Dalsmynni sem leikstjóra, en hann var útlærður í Reykjavik. Taka átti til uppfærslu Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran, og þótti sjálfgefið að Sigurður á Heiði léki fógetann og fíeiri voru tilnefndir í önnur hlutverk. Mikið óskaplega langaði mig til að vera með, mig hreint og beint dreymdi um það “bara lítið statista hlutverk”. En eitt kvöldið komu Eiríkur Sæland sem var formaður Ungmennafélagsins þá og tveir með honum sem ég man ekki hverjir voru og hann átti erindi við mig. “Að hugsa sér,” þeir fara þess á leit við mig að ég leiki Guðnýju. Mig hreint og beint sundlaði og horfði til skiptis á fólkið í stofunni en kom ekki upp orði. En Þorsteinn og Ágústa sögðu:”Auðvitað verðurðu með, við skulum passa barnið.” Mikið varð ég glöð - sá fólkið á mér að ég hefði leikið í skóla eða að ég hefði eytt mestu af vasapeningunum mínum til að fara á leiksýningar? “Nei, auðvitað ekki.” Ástæðan var sú, að heimasætur sveitar- innar voru ekki heima, annað hvort í skóla eða vinnu einhvers staðar. En ég ætlaði ekki að geta sofnað um nóttina af tilhlökkun og einnig kvíða fyrir þvf að leikstjóranum þætti ég of lítil. Æfingar hófust og ekki minntist leikstjórinn á stærð mína, svo ég andaði léttar. Oft var komið fram á nótt er ekið Úr Er á meðan er. Gunnlaugur Skúlason, Jóna Jónsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. Úr Leynimel 13. Sigurjón Kristinsson og Fríða Gísladóttir. ÚrGísl. Halla Bjarnadóttir og Þórður Hjartarson. Tekið í tafl í einni leikferðinni með Gísl. Þórir Sigurðsson, Sigurður Erlendsson og Sigurjón Kristinsson. E 3 Litli Bergþór 37

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.