Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1992, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.05.1992, Qupperneq 3
SKÓLABLAÐIÐ 3 Efni: Efnisyfirlit: Fjallað á fjálglegan hátt um efni blaðsins. Takið sérstaklega eftir umfjöllun um efnisyfirlit, en þar er á fjálg- legan hátt fjallað um efnisyfirlitið. 3 Kös í kjallaranum: í febrúarmánuði söfnuðust hárprúðustu menn Menntaskólans saman í Kösu. Brynjar Frosti söng með Systramorðingjunum við góðan orðstír en Erlendur Svavarsson flúði af hólmi í ragmennsku sinni. Allt um það á síðu 6 Arshátíð Framtíðarinnar: Árshátíð Framtíðarinnar var haldin með pompi og prakt í mars. Hér gefur að líta ýtar- lega úttekt á fyrirbærinu, viðtal við stuðboltana Pésa og Krissa og Plötudóm Moggamannsins Árna Matthíassonar. 8 Spillvirkinn: Egill heitir maður Egilsson. Hann er kennari hér við skóla og rithöfundur í þokkabót. Sem kunnugt er flaut bók hans Spillvirkinn með í jólabókaflóðinu og hlaut góða dóma. Egill er hér tekinn á beinið og lætur hann gamminn geysa um geima og heima. 12 Látúnsbarkinn: Enn einn sigurvegari Menntaskólans steig á stall á dögunum. Margrét Sigurðardóttir sigraði í Söng- keppni framhaldsskólanna með fádæma glæsibrag. Hér lýsir hún vonum sínum, þrám og vanþóknun á Hérastubbi bak- ara. 18 Blóm í helvíti: Blómarósin Herdis Schopka lagði land undir fót síðastliðið ár. Brá hún undir sig betri fætinum og fór til Bólivíu. Pað er skemmst frá því að segja að hún er komin aftur og skrifar hér um veru sína sem skiptinemi þar sem kennurum er gefin vodki til þess að hreppa hæstu einkunnir ' prófum. 22 Vika Reykjavíkurskóla: Fyrsta vika febrúarmánaðar var helguð Reykjavíkurskóla. Margt bar á góma þessa daga og má nefna fiðluball, gangaslag, listasamkeppni og fleira. Hér gefur að líta yfirgripsmikla umfjöllun sem spannar fjölda síðna. 24 Kös í kjallaranum. Spillvirkinn. Margrét. Mennirnir bak við tjöldin. Eric Clapton: Fyrir mörgum árum gáfu vondir menn snáða nokkrum gítarræksni, ættingjum hans til mikillar hrellingar. Pjakkur varð þó öllum að óvörum besti gítarleikari í heimi. Af því tilefni var penna drepið niður og fáeinar línur ritaðar um ævi hans og störf. 34 Háskólinn: Þessi merka stofnun hefur verið lögð í einelti á liðnu ári. Lýst er framtíð Háskólans. 38 Bólstrarinn, smiðurinn, húsvörðurinn okkar og vírklippurn- ar þeirra: Loksins er hulunni svipt af þessum dánumönnum. í ljós kemur að þetta eru prýðispiltar sem leggja dag við nótt til að létta Menntaskólanemum hina hatrömmu baráttu í glímu hvunndagsins. Loksins stíga þeir fram í dagsljósið, MENNIRNIR BAK VIÐ TJÖLDIN. 44 Herranótt: Á dögunum var hið sígilda verk Salka Valka sett upp á Herranótt. Menn rýndu vandlega í verkið, nemendur sem kennarar og er skrifum þeirra hér fundinn staður. 48 Hvernig eru MR - menn: Eru MR - menn lúðar? Svarið er já í flestum tilfellum þegar annarra skóla fólk er spurt. Og þó. Hér er loksins kannað ofan í kjölinn hvernig álit fram- haldsskólanemendur hafa á „kofaþyrpingunni við útitaflið“. 52 Skyggnst bak við tjaldið: Kvikmyndastórstjarna Skóla- blaðsins er að þessu sinni Egill Örn Jóhannsson en sem kunnugt er lék hann í hinu alræmdu kvikmynd Hrafns * Gunnlaugssonar Hvíta víkingnum og bræddi þar mörg meyjarhjörtun. 59 Kveðskapur innan skólans: Fyrrum tíðkaðist að kveðast á en nú er af sem áður var. Ljóstýra leynist í svartnættinu. Kumpánarnir Dagur Eggertsson VI.S og Guðjón Leifur Gunnarsson V.M hafa ekki ennþá uppgötvað að það er ekki lengur kúl að kveða. 68 Forsíðan. Forsíðumyndin er ekki af verri endanum. Myndin sú hreppti fyrstu verðlaun Ljósbrots, ljósmyndasamkeppni framhaldsskólanna. Höf- undur myndarinnar stund- ar nám hér við Mennta- skólann og er í VI-Z. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir birtingaleyfið. Pess ber að geta að MR- menn sendu fleiri myndir inn í samkeppnina og sjást nokkrar þeirra á víð og dreif um blaðið. Fastir liðir: Editor Dicit 2 Ritdómur, 1. tbl. 68. árg. Skólablaðsins 4 Dándimaður 14 Petta skrifuðu þeir þá 20 Fréttaritarar Skólablaðsins vítt og breitt um veröldina 22 Ritdómur, 2. tbl. 68. árg. Skólablaðsins, Hátíðarrit 32 Blekslettur 33 Skólaskáldið 37 Tómas Porsteinsson 41 Hvar eru þau nú? 54 Hvað er að gerast í öðrum skólum? 64 Ouid novi? 70 Listamaðurinn 78 íþróttir 80 Þið þurfið ekki að kaupa ykkur allar bækurnar, þið fallið hvort eð er um jólin. - Halldór Vilhjálmsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.