Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 22

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 22
22 SKÓLABLAÐIÐ FRÉTTARITARAR SKÓLABLAÐSINS VÍTT OG BREITT UM VERÖLDINA: Blóm í Kelvíti - eftir Herdísi Helgu Schopka IV. C., Bólivíufara / febrúar 1991 hélt sú er þetta ritar til Bólivíu, æst í að kynnast lífsháttum þarlendra sem AFS-ari. Borgin sem ég átti að búa í heitir La Paz og er önnur af tveimur höfuðborgum landsins. Hippar. Fyrstu kynni mín af umferðinni í La Paz voru kynni af geðklofinni umferð. Leigubíllinn hentist áfram eftir hraðbrautinni, óð síðan alls konar krókaleiðir á svimandi hraða en lúskraðist þess á milli vart úr sporunum. Um- ferðarljós eru nánast óþekkt fyrirbæri, látið er nægja að .flauta fyrir horn. Strætó er á aðeins rólegri nótum, hann hefur alltaf tíma til að bíða eftir þeim sem eru að missa af honum og hleypir fólki úr og í þar sem það vill. Bólivískt samfélag er mjög íhaldssamt og strangkaþólskt. Samt tókst mér að eiga einstæðar mæður hjá öllum þrem- ur fjölskyldunum mínum. Síðasta fjölskyldan var eðlilega skemmtilegust. í einu og sama húsinu bjuggu amma og afi, tvær móðursystur mínar, fjölskylda annarrar þeirra, mamma mín og systkini auk vinnukonu og tveggja varð- hunda. „Yfirleitt nægði ein vodkaflaska til að friða kennarana og gera próf, sem allir svindluðu á hvort sem var, að algjörum formsatrið- um". Allar mannverur undir giftingaraldri eru herfilega of- verndaðar af foreldrum sínum, raunar þær giftu líka. Son- ur skólastjórans míns var orðinn 31 árs, ógiftur, bjó enn heima og þurfti að biðja um leyfi til að fá að fara út. Samt eru Bólivíumenn og konur bestu grey inn við beinið. Und- ir siðavöndu yfirborði þeirra býr lítill og trylltur Frank Zappa sem leysist úr læðingi er hann heyrir karabíska mjaðmadillsmúsík. Hún er spiluð við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, t.d. í venjulegum hústeitum, í erfi- drykkjum og fleiri samkomum til minningar um hina dauðu. Skólinn minn var stórkostlegur. Engar kennslubækur voru notaðar, kennararnir lásu einfaldlega upp úr sínum bókum og við þurftum að skrifa allt niður eftir þeim. Fyrstu mánuðina skildi ég mest lítið af því sem fór fram, leið bara mjög undarlega að sitja á trébekk við lágt púlt inni í hálfhrundu skólahúsi í úthverfi stórborgar uppi í Andesfjöllum inni á miðju meginlandi S-Ameríku. Skiln- ingsleysið skipti svo sem engu máli því kennslan var af gíf- Gáfaðir menn eru góðir eiginmenn, gáfaðir menn eru ekki eiginmcnn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.