Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 24

Skólablaðið - 01.05.1992, Síða 24
24 SKÓLABLAÐIÐ VIKA REYKJAVÍKURS Menntaskólinn 145 ára að bar til tíðinda í fyrstu viku febrúar að gengist var fyrir viku kennda við skólann. Markmið vik- unnar var að vekja nemendur til meðvitundar um merka sögu skólans. Svo skemmtilega vildi til að í haust voru 145 ár liðin síðan skólinn var settur í fyrsta sinn og fannst mönnum því tilvalið að tengja vikuna afmælinu því fullyrða má með nokkuð góðri samvisku að skólinn verður ekki 145 ára á hverju ári. Það var mikið um dýrðir þessa ágætu viku. Á næstu síðum verður gerð örlítil grein fyrir helstu atburðum þessa daga. Borgarstjóri, konrektor, og inspector scholae á sögusýningunni. Rjómi íslendinga á Sal í tengslum við viku Reykjarvíkurskóla var sett upp sögusýning mikil og góð. Hún var opnuð með pompi og prakt sunnudaginn annan febrúar. Þangað var boðið mörgum helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem eiga það sameiginlegt að hafa verið inpectorar eða forsetar Fram- tíðarinnar. Þar voru því engin smámenni á ferð. Á Sal fluttu rector og inspector scholae ávörp, sýnd voru brot úr verkinu Húsinu á hæðinni (undir stjórn leikstjórans þjóð- kunna Magnúsar Geirs) að ógleymdum hinum góðkunna Kór Menntaskólans sem flutti nokkur vel valin. Að góðri skemmtun lokinni var hersingin teymd út í Kösu Nóvu. Þar var hin glæsilega sögusýning staðsett og stóð hún út vikuna. Hálft þúsund fyllir sali Menntaskólans Menntaskólinn opnaður almenningi Helgina áttunda til níunda febrúar var Menntaskólinn opinn almenningi. Stóð til boða að skoða sögusýningu og viðburði á Sal er voru á klukkutíma fresti. Auglýsingum var dreift um stræti og torg og miðopnu Morgunblaðsins varið í umfjöllun um viðburðinn. Inspectorinn og Magga Ben brostu framan í þjóðina á forsíðu DV (að vísu í tengslum við Fiðluballið). Ekki var að sökum að spyrja. Hundruðum saman þyrptist fólk í Menntaskólann, barði augum hin merku húsakynni, svelgdi á kaffi, maulaði kræsingar að hætti Hússins og drakk í sig fróðleik mikinn. Herlegheitin hófust klukkan ellefu en klukkan sex voru síðustu gestirnir dregnir nauðugir út. Var mál manna að sýningin hafi tekist hið besta og er vonandi að eitthvað í þessa veru verði endurtekið á stórafmæli skólans 1996 þegar aldur Menntaskólans fyllir hálft annað hundraðið. Verkið „Húsið á hæðinni", leiklesið á Sal. Þú þarna í horninu, þú talar bæði til hægri og vinstri. - Haukur frænka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.