Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 36

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 36
36 SKÓLABLAÐIÐ ERIC CLAPTON Clapton fékk sér til fulltingis hljóðfæraleikara úr Delan- ey-bandinu sem nýlega hafði sungið sitt síðasta og hljóm- sveitin Derek and the Dominoes varð til. Hann hafði sjaldan verið ánægðari, gat núna leikið lög sem honum þóttu skemmtileg aukinheldur mátti hann teygja úr gítar- sólóum sínum að vild eða eins og hann sagði síðar: „Það var ekki fyrr en með Dominoes sem ég fann að ég gat gert hvað sem ég vildi og verið um leið ánægður með það.“ Sveitin gaf út eina smáskífu með George Harrison sem síðar var innkölluð án þess að hún kæmist í dreifingu svo nokkru næmi og svo fóru þeir í hljómleikaferð um Bretland. Sveitin sló svo í gegn þegar Clapton varð ást- fangin af Pattie Boyd, eiginkonu George Harrison, og fór þess vegna ásamt hljómsveitinni til Miami og þar hljóðrit- uðu þeir plötuna Layla and Other Assorted Love Songs árið 1970. Á henni er m.a. Layla sem er álitið meistar- averk Claptons og lag Jimi Hendriks, Little Wing, í þó nokkuð frábrugðinni útgáfu. Platan er merkileg fyrir ýmissa annarra hluta sakir, hljóðfæraleikurinn er til fyrir- myndar og sérstaklega er gaman að heyra „slide“gítarleik Duane Allmans. Ekki var þó allt gott um Derek and the Dominoes að segja. Eiturlyfjaneyzla og þá sérstaklega heróínneyzla var farin að setja mark sitt á störf hljómsveitarinnar og fimm lög sem áttu að vera á næstu stóru plötu Dominoes urðu svanasöngur hljómsveitarinnar. Upp frá því lagðist Clap- ton í ennþá meiri neyzlu og að auki var hann orðinn alkó- hólisti. Hann var forfallinn heróínneytandi næstu þrjú árin og alkóhólisti í viðlíka langan tíma og til marks um hve djúpt hann var sokkinn má geta þess að hann drakk daglega u.þ.b. tvær flöskur af sterku áfengi og fékk sér aftur í glas þegar hann var hættur að sjá tvöfalt! Engin leið virtist úr svartnættinu fyrr en árið 1973 að nokkrir vinir hans héldu honum tónleika í Regnboganum í Lundúnum að tilstuðlan Pete Townsend forsprakka The Who. Á þeim léku ýmis stirni þessa tíma, fyrir utan Clapton og Townsend, voru þeir Steve Winwood, Ron Wood úr Roll- ing Stones og margir fleiri. „Hann var forfallinn heróín- neytandi næstu þrjú árin og alkó- hólisti í viðlíka langan tíma. Nú virtist Clapton vera kominn á beinu brautina á ný. Árið 1974 gaf hann út plötuna 461 Ocean Boulevard og þykir sú plata vera eitt bezt heppnaða „come back“ verk rokksögunnar. Lag plötunnar er tvímælalaust gamli Mar- ley-slagarinn, I shot the Sheriff, vinsælasta lag hans fyrr og síðar en lög eins og Let it grow og Motherless Children standa því sízt að baki. Eftir útkomu 461 Ocean Boulevard fóru sólóplötur frá Clapton að koma á færibandi og er fátt um þær að segja nema kannski plötuna Slowhand sem út kom árið 1977. Þar má finna lagið Cocaine eftir J.J. Cale í snilldarlegri út- setningu Claptons, sveitaslagarann Lay Down Sally og á plötunni rættist einnig sá draumur hans um að semja fallega ballöðu sem var lagið þekkta, Wonderful Tonight. Lítið hefur borið á kappanum hin síðari ár þar til í fyrra þegar lesa mátti í slúðurdálkum dagblaðanna um hörmu- legt slys þegar ungur sonur hans hrapaði út um glugga á fertugustu og fyrstu hæð með þeim skiljanlegu afleið- ingum að hann lét lífið. Olli þetta atvik Clapton að sjálf- sögðu hugarangri og af því tilefni samdi hann lag til minningar um son sinn sem þó nokkuð hefur heyrst á öld- um ljósvakans. Síðastliðið haust kom svo út platan 24 Nights sem er afrakstur tónleikaferða hans á síðustu árum. Þegar litið er til baka er merkilegt að sjá hve víða í tón- listarstefnum einn maður hefur stanzað. Blús, sveitatón- list, popp og rokk, allt hafa þetta verið viðfangsefni Claptons. Ósjaldan hefur hann staðið á krossgötum, ráf- andi í leit sinni að nýju viðfangsefni, stundum í blóma, stundum í lægð en alltaf haldinn hinu ódrepandi baráttu- þreki listamannsins. SHG Það er strympilega strumpulegt að strumpa þetta strump. - Yfirstrumpur á góðu strumpi.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.