Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 39

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 39
SKÓLABLAÐIÐ 39 ncinni deild strax. Nú er talið fullvíst að engri deild verður lokað. Þriðji möguleikinn er hækkun skólagjalda. Ef ná ætti öllum 127 milljónunum með þessum hætti þá gætu skóla- gjöld numið allt að 40-50 þúsund krónum á nemanda fyrir skólaárið. En eins og nú er þá er hámarkið 17 þús. kr. á nemanda auk félagsgjalda stúdenta sjálfra. Félagsgjöldin verða 5.700 krónur. Há skólagjöld eru vís leið til að mis- muna mönnum eftir fjárráðum. Nýnemar hraktir brott Að síðustu greini ég frá fjórðu leiðinni sem rædd hefur verið. Sú leið hefur vakið einna mesta athygli. Þann 16. desember sendi Háskólaráð frá sér ályktun þar sem skýrt kom fram að nauðsynlegt reyndist að takmarka fjölda nemenda í Háskólann ef niðurskurðurinn yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Eins og áður sagði taldi Háskólinn sig bundinn skyldum við þá sem nú þegar eru þar í námi. Þar af leiðandi átti að fórna okkur. „Margir hafa tekið ályktun Há- skólaráðs sem gríni. Ég vara þó eindregið við að menn hendi um of gaman að þessu." Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra tók ekki af öll tvímæli varðandi lokun á nýnema. Hann telur þetta að mestu leyti mál Háskólans. Ólafur G. sagðist gera sér fyllilega grein fyrir vanda Háskóla íslands en virðist telja að þetta reddist allt. Háskólinn hljóti að finna leiðir til að draga saman seglin um 127 milljónir og halda samt áfram að sigla á svipaðri ferð. Margir hafa tekið ályktun Háskólaráðs sem gríni. Ég vara þó eindregið við að menn hendi um of gaman að þessu. Yfirlýsingin er skýr vísbending um umfang vandans. Óeðlilegt er þó að Háskólaráð sendi frá sér ályktun sem þessa. Hugmyndir af þessum toga munu líklega ekki verða að veruleika en við þurfum að gæta mjög vel að hagsmunum okkar. Umhugsunarefni er hvort takmarka eigi aðgang að Há- skóla. Binda hann þá ef til vill við árangur á stúdents- prófi? Stúdentsprófið þyrfti þá að vera með svipuðu sniði alls staðar. Inntökupróf eru einnig möguleiki til lausnar hluta vandans. Fjöldatakmarknir eru nú þegar í læknis- fræði og fall í öðrum greinum er mikið. Hafa ber í huga að námskeið í Háskólanum eru ódýrust á fyrsta ári. Þá eru hundruð manns að hlusta á fyrirlestra og kostnaður á hvern nemanda lítill. Háskólinn hefur skyldur við landsmenn alla en ekki ein- ungis við þá fáu einstaklinga sem eru þar nú við nám. Há- skóli íslands er háskóli íslensku þjóðarinnar allrar og því verður vart breytt. Stúlka við nám. Okkar hagsmunir Nú hafa verið taldar upp 4 leiðir sem rætt hefur verið um að grípa til: 1. Skert þjónusta 2. Lokun deilda sem ekki verður af. 3. Skólagjöld a.m.k. 17 þúsund 4. Nýnema burt Ég tel að einhver hrærigrautur af þessu öllu verði búinn til. Kennsla verður eins lítil og frekast er kostur. Skóla- gjöld gætu orðið hærri en 17.000 krónur. Einnig mun nem- endafjöldi væntanlega verða takmarkaður með einum eða öðrum hætti. Sjálfur er ég á móti þessum niðurskurði í menntamálum eins og málflutningur minn bendir eflaust til. Varðveita þarf Háskóla íslands sem lifandi menntastofnun en ekki sem fornminjar. Þeir finnast þó sem styðja niðurskurðinn. Ég hvet alla, jafnt ó.bekkinga sem aðra, að kynna sér málið miklu bet- ur og taka síðan skynsama afstöðu. Þeir sem engar skoðanir hafa skortir margt. Á Alþingi risu menn öndverðir gegn skerðingu sjó- mannaafsláttarins en lágar voru raddir Háskólanum til stuðnings. Ég tel að þessa rimmu verði nemendur að há að mestu leyti einir. Það virðist sem Stúdentaráð muni snúast á sveif með eldri nemum í þeim átökum sem framundan eru. Við sem ætlum að hefja nám við Háskólann í frani- tíðinni verðum því sjálf að gæta hagsmuna okkar. Aðrir gera það ekki fyrir okkur. Framsaga flutt á skólafundi. ..og auk þess legg ég til að Karþagóborg verði lögd í eyði. - Cató gamli.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.