Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 45

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 45
SKÓLABLAÐIÐ 45 Kom til liðs við Menntaskólann vegna kennara- bólusóttar Fljótlega barst talið að fyrri verkum þeirra. Ólafur svar- aði því til að hann hafi verið sjálfstæður verktaki, en lent í langvinnum veikindum. Flonum var ráðlagt að fara í ein- faldari vinnu að læknisráði og endaði hér fyrir sjö árum. Þvert á sögur almennings þá var Ingibergur aldrei hrepps- stjóri heldur póstur. Hann hefur starfað hér í yfir 30 ár eða allt frá því Kristinn Ármannsson þáverandi rektor Menntaskólans ginnti hann til að laga sófa á kennarastof- unni sem var þakinn teiknibólum eftir spaugsama nem- endur, eða kennarabólusótt eins og Ólafur orðaði það. Á starfstíð hans hafa verið þrír rektorar, þrír portnerar og þrír rektorsritarar svo Ingibergur hefur sannarlega lifað tímana þrenna. Þvert á sögur almennings, þá var Ingibergur aldrei hreppsstjóri, heldur póstur. Ágætir inn við beinið Sökum einangrunarinnar niðri í Þrúðvangi (en þeir fé- lagar eru nýfluttir þaðan í Casa Christi) höfðu þeir félagar ekki orðið mjög mikið varir við nemendur skólans síðustu áratugi. Töldu þeir þó að nemendur væru nú sennilega ágætir upp til hópa, svona inn við beinið. Hins vegar telja þeir að nemendur hafi orðið heilmikið varir við þá þar sem þeir hafi lagt heimsmynd heilu bekkjanna í rúst með stöðugum vélsagarnið og ýlfrandi borvélum. Barst nú talið að uppákomum nemenda og mætingu þeirra kumpána á þær. Ólafur kvaðst vera, þótt skömm væri frá því að segja, svo umsetinn að hann sæi sér því miður ekki fært að mæta á þesskonar. Ingibergur sagðist hins vegar hafa tvisvar séð leikrit á Herranótt. Þótti þeim félögum miður að þeim væri ekki boðið á leiksýningar eins og öðru starfsfólki skólans og satt best að segja er ritnefnd afar slegin yfir þessu. Ólafur var næstum því með annan fótinn á þingi, eða eins og hann orðaði það: „Ég sat nú við kjötkatlana um tíma." Sat í stjórn Dýravinafélagsins Utan skólans hafast þeir mátar hitt og þetta að, þó hvor í sínu lagi. Eins og áður kom fram er Ólafur ákaflega upptekinn maður. Hann er nefnilega í Alþýðuflokknum og var næstum því með annan fótinn á þingi eða eins og hann orðaði það: „Ég sat nú við kjötkatlana um tíma.“ Samhliða því sat hann í ótal ráðum og nefndum, starfaði með Kjartani Jóhannssyni og var kosningastjóri í Reykja- neskjördæmi. Að auki sat hann í stjórn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Ingibergur var sem drengur í stjórn Dýra- vinafélagsins og safnar að auki afmælis- og minningar- greinum. Þeir félagar ala að sjálfsögðu með sér drauma um betra líf á öðrum stað eins og annað fólk. Ingiberg langar helst til að vera kaupmaðurinn á horninu, þeir eru nefnilega að deyja út. Sama gildir ekki um Ólaf eða eins og hann orð- aði það þá hefur hann „engar ambinasjónir um draumast- arf.“ Við erum mennirnir bak við tjöldin Ólafur upplýsti okkur að hann hefði búið í grennd við Menntaskólann sem snáði.Hann gat þess að hann hefði sungið og dansað kristilega slagara í Casa Christi sem þá var lagt undir ungmennasamkundur kirkjunnar. „Oft sungum við Áfram Kristmenn krossmenn svo þakið lyftist hér á sunnudögum", sagði Ólafur. Þegar hér var komið við sögu hringdi bjallan og við Ritnefndarmenn sáum okk- ur knúna til að yfirgefa þá félaga, með semingi þó. Að lokum vildu þeir félagar endilega segja að þeir gerðu nú meira en fólk héldi, eða eins og Ólafur orðaði það: „Þegar þið nemendur komið í skólann, opnið hurðar, setjist í stóla, þá takið þið þessu sem sjálfsögðum hlut. Að þetta sé svona og hafi alltaf verið. En það þarf að halda við. Við erum mennirnir bak við tjöldin.“ Ritnefnd Þið megið ekki byrja að sniffa fyrr en þið verðið tvítugir. - Hannes frá Grundarfirði.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.